Feður eiga líka fæðingarsögur: „Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2020 11:30 Ísak og Gréta eiga eina stúlku sem kom í heiminn árið 2017. Ísak Hilmarsson sem eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Grétu Maríu Birgisdóttur árið 2017. Þau ákváðu að hefja söfnun á fæðingarsögum feðra og taka sögurnar saman í bókinni Fæðingarsögur feðra. Tilgangur verkefnisins er að auka umræðuna um fæðingarsögur feðra og gefa þeirra hlið meira rými. Við þurfum ekki að líta langt aftur í tímann þegar feður voru beinlínis ekki velkomnir að vera með í fæðingu, hlutirnir hafa þó breyst til hins betra á örfáum árum og þeirra hlutverk orðið mun meira. Ísland í dag hitti Ísak og Grétu nú á dögunum og fékk að heyra meira um verkefnið. „Mín upplifun af okkar fæðingu er mjög góð og þetta gekk mjög vel hjá okkur, bæði meðgangan og fæðingin sem tók kannski svolítinn tíma,“ segir Ísak. Vaknaði með samviskubit „Ég náði að sofa þarna aðeins um nóttina og safnaði kröftum fyrir það sem var framundan. Og ég vaknaði síðan með samviskubit, því ég hafði sofnað. Gréta er ljósmóðir og þekkir ferlið út í gegn en ég er leikmaður í þessu og var að læra allan tímann, bæði á meðgöngunni og í fæðingunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman,“ segir Ísak sem upplifði stundum smá eins og hann væri örlítið útundan inni í herberginu. „Ég var duglegur að spyrja vitandi það að flestir inni í herberginu vissu hvað væri að gerast, svo ég varð að spyrja svolítið,“ segir Ísak. „Það var mjög gott að hann lagði sig því það var eins og ég væri með tvær ljósmæður. Hann var með myndavélina, vatnsbrúsann og bara til í slaginn. Ég var búinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því að það myndi líða yfir hann,“ segir Gréta. „Þetta var nú nokkuð spaugilegt en þegar það var mjög stutt í að hún kæmi, kannski sex til sjö mínútur, stoppar Gréta allt í einu, lítur á mig og spyr mig hvort það sé ekki allt í lagi með mig. Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn,“ segir Ísak. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Ísak Hilmarsson sem eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Grétu Maríu Birgisdóttur árið 2017. Þau ákváðu að hefja söfnun á fæðingarsögum feðra og taka sögurnar saman í bókinni Fæðingarsögur feðra. Tilgangur verkefnisins er að auka umræðuna um fæðingarsögur feðra og gefa þeirra hlið meira rými. Við þurfum ekki að líta langt aftur í tímann þegar feður voru beinlínis ekki velkomnir að vera með í fæðingu, hlutirnir hafa þó breyst til hins betra á örfáum árum og þeirra hlutverk orðið mun meira. Ísland í dag hitti Ísak og Grétu nú á dögunum og fékk að heyra meira um verkefnið. „Mín upplifun af okkar fæðingu er mjög góð og þetta gekk mjög vel hjá okkur, bæði meðgangan og fæðingin sem tók kannski svolítinn tíma,“ segir Ísak. Vaknaði með samviskubit „Ég náði að sofa þarna aðeins um nóttina og safnaði kröftum fyrir það sem var framundan. Og ég vaknaði síðan með samviskubit, því ég hafði sofnað. Gréta er ljósmóðir og þekkir ferlið út í gegn en ég er leikmaður í þessu og var að læra allan tímann, bæði á meðgöngunni og í fæðingunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman,“ segir Ísak sem upplifði stundum smá eins og hann væri örlítið útundan inni í herberginu. „Ég var duglegur að spyrja vitandi það að flestir inni í herberginu vissu hvað væri að gerast, svo ég varð að spyrja svolítið,“ segir Ísak. „Það var mjög gott að hann lagði sig því það var eins og ég væri með tvær ljósmæður. Hann var með myndavélina, vatnsbrúsann og bara til í slaginn. Ég var búinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því að það myndi líða yfir hann,“ segir Gréta. „Þetta var nú nokkuð spaugilegt en þegar það var mjög stutt í að hún kæmi, kannski sex til sjö mínútur, stoppar Gréta allt í einu, lítur á mig og spyr mig hvort það sé ekki allt í lagi með mig. Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn,“ segir Ísak. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira