Vilja ekki fá hina hugsanlega smituðu á heilsugæsluna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. janúar 2020 16:39 Fólk sem hefur einkenni sjúkdómsins á ekki hvorki að gera sér leið á heilsugæsluna né bráðamóttökuna. Rétt sé að hringja og fá ráðleggingar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Til að draga úr smithættu er fólki, sem hefur ástæðu til að ætla að það hafi sýkst af Wuhan-kórónaveirunni, bent á að hringja á heilsugæsluna fremur en að mæta þangað. Fólk sem hefur einkenni sjúkdómsins á hvorki að gera sér leið á heilsugæsluna né bráðamóttökuna. Rétt sé að hringja og fá ráðleggingar. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis líkjast einkennin helst inflúensusýkingu; hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Wuhan-veiran getur þá einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu. Öndunarerfiðleikar koma jafnan í ljós á 4-8 degi veikinda.Í færslu á vef Landlæknisembættisins segir að faraldsfræðilegar upplýsingar séu enn takmarkaðar og því margt enn á huldu um útbreiðslu sjúkdómsins. Uppruni veirunnar virðist einkum vera í kínversku borginni Wuhan. Samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins virðist veiran, sem hefur ekki áður greinst í mönnum, líkjast SARS veirunni erfðafræðilega og haga sér með svipuðum hætti. Mikilvægasta ráðið til að forðast smit er talið vera góð handhreinsun. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur. Eftir því sem raunhæft er, er rétt að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta. Grímur nýtast best þegar þeir sem veikir eru nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23 Sóttvarnamiðstöð vegna Wuhan-veirunnar hérlendis yrði algjört neyðarúrræði Rauði krossinn og heilbrigðisyfirvöld leita nú að húsnæði sem hægt yrði að nýta sem sóttvarnamiðstöð hérlendis, verði talin þörf á slíkri stöð vegna Wuhan-veirunnar. 30. janúar 2020 13:30 Rússar loka landamærunum að Kína Rússar hafa lokað landamærum sínum að Kína í austri vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar. 30. janúar 2020 10:18 Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15 SAS stöðvar ferðir til Kína Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta. 30. janúar 2020 12:52 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Til að draga úr smithættu er fólki, sem hefur ástæðu til að ætla að það hafi sýkst af Wuhan-kórónaveirunni, bent á að hringja á heilsugæsluna fremur en að mæta þangað. Fólk sem hefur einkenni sjúkdómsins á hvorki að gera sér leið á heilsugæsluna né bráðamóttökuna. Rétt sé að hringja og fá ráðleggingar. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis líkjast einkennin helst inflúensusýkingu; hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Wuhan-veiran getur þá einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu. Öndunarerfiðleikar koma jafnan í ljós á 4-8 degi veikinda.Í færslu á vef Landlæknisembættisins segir að faraldsfræðilegar upplýsingar séu enn takmarkaðar og því margt enn á huldu um útbreiðslu sjúkdómsins. Uppruni veirunnar virðist einkum vera í kínversku borginni Wuhan. Samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins virðist veiran, sem hefur ekki áður greinst í mönnum, líkjast SARS veirunni erfðafræðilega og haga sér með svipuðum hætti. Mikilvægasta ráðið til að forðast smit er talið vera góð handhreinsun. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur. Eftir því sem raunhæft er, er rétt að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta. Grímur nýtast best þegar þeir sem veikir eru nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23 Sóttvarnamiðstöð vegna Wuhan-veirunnar hérlendis yrði algjört neyðarúrræði Rauði krossinn og heilbrigðisyfirvöld leita nú að húsnæði sem hægt yrði að nýta sem sóttvarnamiðstöð hérlendis, verði talin þörf á slíkri stöð vegna Wuhan-veirunnar. 30. janúar 2020 13:30 Rússar loka landamærunum að Kína Rússar hafa lokað landamærum sínum að Kína í austri vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar. 30. janúar 2020 10:18 Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15 SAS stöðvar ferðir til Kína Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta. 30. janúar 2020 12:52 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23
Sóttvarnamiðstöð vegna Wuhan-veirunnar hérlendis yrði algjört neyðarúrræði Rauði krossinn og heilbrigðisyfirvöld leita nú að húsnæði sem hægt yrði að nýta sem sóttvarnamiðstöð hérlendis, verði talin þörf á slíkri stöð vegna Wuhan-veirunnar. 30. janúar 2020 13:30
Rússar loka landamærunum að Kína Rússar hafa lokað landamærum sínum að Kína í austri vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar. 30. janúar 2020 10:18
Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15
SAS stöðvar ferðir til Kína Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta. 30. janúar 2020 12:52