Lífið

James Corden útskýrir Carpool Karaoke myndbandið: „Ég veit að þetta lítur illa út“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden svaraði fyrir sig.
Corden svaraði fyrir sig.

Breski þáttastjórnandinn James Corden er með einn vinsælasta dagskrá lið heims í spjallþætti sínum sem ber nafnið Carpool Karaoke. Þá fær hann til sín þekkta listamenn og fer með þeim á rúntinn.

Á dögunum birti miðillinn The Sun færslu á Twitter þar sem hann var að taka upp dagskráliðinn með Justin Bieber. Þar má greinilega sjá að Corden keyrir í raun ekki bifreiðina sjálfur þegar tökur standa yfir í Carpool Karaoke.

Bíllinn virðist vera dreginn eftir götum Los Angeles og því þarf Corden akkúrat ekkert að einbeita sér að akstrinum eins og sjá má hér að neðan.

Corden opnaði sjálfur á málið í spjallþætti sínum í gær.

„Ég veit að þetta lítur illa út en ég skal útskýra. Ég keyri alltaf bílinn nema þegar við erum að taka upp atriði þar sem það er talið hættulegt að ég sé að einbeita mér að akstrinum,“ sagði hann í þættinum.

„Þetta á við um dansatriði inni í bifreiðinni, ef við erum að skipta um föt og ef ég er drukkinn.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×