Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 12:14 Miðjumenn í flokki demókrata eru ánægðir með að Pelosi hafi talað gegn kæru. Þeir óttast að kæra gegn Trump gæti tvíeflt repúblikana fyrir kosningar á næsta ári. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, hefur vakið reiði sumra flokkssystkina sinna með því að lýsa því yfir að hún sé andsnúin því að kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Í viðtali sagði hún að Trump væri „ekki þess verður“ að kljúfa þjóðina fyrir með kæru í þinginu. Demókratar hafa verið á báðum áttum um hvort að þeir eigi að nota meirihluta sinn í fulltrúadeildinni til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Hluti flokksins er fylgjandi því en aðrir efast um á að það væri pólitískt gott fyrir flokkinn. Kosið verður til forseta á næsta ári og repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni þar sem tekin er afstaða til sektar eða sýknu forseta sem er kærður fyrir embættisbrot. Pelosi virtist taka af allan vafa með ummælum sínum í viðtali við tímarit Washington Post. Þar sagðist hún telja Trump óhæfan til að gegna embætti forseta en að hún væri ekki fylgjandi því að kæra hann. „Kæra fyrir embættisbrot er svo sundrandi fyrir landið að nema það sé eitthvað svo sannfærandi, yfirþyrmandi og þverpólitískt þá held ég að við ættum ekki að fara þá leið vegna þess að það klífur landið og hann er bara ekki þess virði,“ segir Pelosi í viðtalinu.Óhæfur á allan hátt Aðeins um tveir mánuðir eru frá því að demókratar tóku við meirihluta í fulltrúadeildinni. Með honum fengu þeir formennsku í þingnefndum sem hafa víðtækar rannsóknarheimildir. Undanfarnar vikur hafa þeir lagt drög að fjölda rannsókna á umdeildum og vafasömum gjörðum forsetans og ríkisstjórnar hans. Því kom það ýmsum demókrötum í opna skjöldu að leiðtogi þeirra skyldi taka svo afdráttarlaust til orða um möguleikann á kæru. „Ef [rannsóknir okkar sýna] skýrt mynstur misbeitingu valds, hindrunar á framgangi réttvísinnar þá sýnist mér að það sé kæranlegt,“ segir Pramila Jayapal, þingmaður demókrata frá Washington-ríki. Ummæli Pelosi eru þó fjarri því að vera nokkurs konar traustsyfirlýsing á forsetann. Hún var spurð hvort að Trump væri hæfur til að gegna embættinu. „Er um við að tala um siðferðislega? Vitsmunalega? Pólitískt? Um hvað erum við að tala?“ spurði Pelosi á móti. „Allt ofangreint. Nei. Nei. Ég held ekki að hann sé það. Ég meina, siðferðislega óhæfur. Vitsmunalega óhæfur. Hvað varðar forvitni óhæfur. Nei, mér finnst hann ekki hæfur til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði þingforsetinn. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, hefur vakið reiði sumra flokkssystkina sinna með því að lýsa því yfir að hún sé andsnúin því að kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Í viðtali sagði hún að Trump væri „ekki þess verður“ að kljúfa þjóðina fyrir með kæru í þinginu. Demókratar hafa verið á báðum áttum um hvort að þeir eigi að nota meirihluta sinn í fulltrúadeildinni til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Hluti flokksins er fylgjandi því en aðrir efast um á að það væri pólitískt gott fyrir flokkinn. Kosið verður til forseta á næsta ári og repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni þar sem tekin er afstaða til sektar eða sýknu forseta sem er kærður fyrir embættisbrot. Pelosi virtist taka af allan vafa með ummælum sínum í viðtali við tímarit Washington Post. Þar sagðist hún telja Trump óhæfan til að gegna embætti forseta en að hún væri ekki fylgjandi því að kæra hann. „Kæra fyrir embættisbrot er svo sundrandi fyrir landið að nema það sé eitthvað svo sannfærandi, yfirþyrmandi og þverpólitískt þá held ég að við ættum ekki að fara þá leið vegna þess að það klífur landið og hann er bara ekki þess virði,“ segir Pelosi í viðtalinu.Óhæfur á allan hátt Aðeins um tveir mánuðir eru frá því að demókratar tóku við meirihluta í fulltrúadeildinni. Með honum fengu þeir formennsku í þingnefndum sem hafa víðtækar rannsóknarheimildir. Undanfarnar vikur hafa þeir lagt drög að fjölda rannsókna á umdeildum og vafasömum gjörðum forsetans og ríkisstjórnar hans. Því kom það ýmsum demókrötum í opna skjöldu að leiðtogi þeirra skyldi taka svo afdráttarlaust til orða um möguleikann á kæru. „Ef [rannsóknir okkar sýna] skýrt mynstur misbeitingu valds, hindrunar á framgangi réttvísinnar þá sýnist mér að það sé kæranlegt,“ segir Pramila Jayapal, þingmaður demókrata frá Washington-ríki. Ummæli Pelosi eru þó fjarri því að vera nokkurs konar traustsyfirlýsing á forsetann. Hún var spurð hvort að Trump væri hæfur til að gegna embættinu. „Er um við að tala um siðferðislega? Vitsmunalega? Pólitískt? Um hvað erum við að tala?“ spurði Pelosi á móti. „Allt ofangreint. Nei. Nei. Ég held ekki að hann sé það. Ég meina, siðferðislega óhæfur. Vitsmunalega óhæfur. Hvað varðar forvitni óhæfur. Nei, mér finnst hann ekki hæfur til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði þingforsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira