Jón Arnór um ákvörðun KKÍ: Hefði mátt blása þetta af fyrr Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2020 10:00 Jón Arnór Stefánsson í leik fyrr í vetur. Vísir/Bára Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld í gær þar sem hann og Ríkharð Óskar Guðnason fóru yfir sviðið en það gæti farið sem svo að Jón Arnór hafi spilað sinn síðasta körfuboltaleik. Jón Arnór var spurður út í ákvörðun KKÍ um að blása tímabilið af og hvernig sú ákvörðun hefði litið út fyrir honum. „Alls ekki. Það má segja að nostradamusinn í þessu hafi verið Brynjar Þór Björnsson. Þeir hefðu mátt blása mótið af fyrr en ég er enginn sérfræðingur um þetta. Þessi veira var ekki svo langt á veg komin þegar við spiluðum þessa tvo leiki gegn Stjörnunni og Val. Svona eftir á að hyggja hefði mátt blása þetta af fyrr,“ sagði Jón Arnór. Hamarsmenn sátu eftir með sárt ennið og án þess að hafa velt sér mikið upp úr þessu sagði Jón Arnór að hann hefði núllað tímabilið bara út. „Það er mjög erfitt að skilja einhver lið eftir og mjög ósanngjarnt ef maður horfir á það þannig en ég hefði viljað þá strika þetta tímabil út og hefja nýtt á næsta ári með sömu deild. Jafnvel fjölga liðum, ég veit það ekki.“ „Ég hef ekki mikið verið að spá í þessu persónulega og hef ekki miklar skoðanir á þessu en mér hefði fundist það vera sanngjarnast að strika þetta bara út og byrja nýtt á næsta tímabili. En það er erfitt að vera hér og stúdera þetta og þetta er erfið ákvörðun. Ég skil Hannes og co. að þeir hafi þurft að draga línurnar einhversstaðar og maður ber virðingu fyrir því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um ákvörðun KKÍ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld í gær þar sem hann og Ríkharð Óskar Guðnason fóru yfir sviðið en það gæti farið sem svo að Jón Arnór hafi spilað sinn síðasta körfuboltaleik. Jón Arnór var spurður út í ákvörðun KKÍ um að blása tímabilið af og hvernig sú ákvörðun hefði litið út fyrir honum. „Alls ekki. Það má segja að nostradamusinn í þessu hafi verið Brynjar Þór Björnsson. Þeir hefðu mátt blása mótið af fyrr en ég er enginn sérfræðingur um þetta. Þessi veira var ekki svo langt á veg komin þegar við spiluðum þessa tvo leiki gegn Stjörnunni og Val. Svona eftir á að hyggja hefði mátt blása þetta af fyrr,“ sagði Jón Arnór. Hamarsmenn sátu eftir með sárt ennið og án þess að hafa velt sér mikið upp úr þessu sagði Jón Arnór að hann hefði núllað tímabilið bara út. „Það er mjög erfitt að skilja einhver lið eftir og mjög ósanngjarnt ef maður horfir á það þannig en ég hefði viljað þá strika þetta tímabil út og hefja nýtt á næsta ári með sömu deild. Jafnvel fjölga liðum, ég veit það ekki.“ „Ég hef ekki mikið verið að spá í þessu persónulega og hef ekki miklar skoðanir á þessu en mér hefði fundist það vera sanngjarnast að strika þetta bara út og byrja nýtt á næsta tímabili. En það er erfitt að vera hér og stúdera þetta og þetta er erfið ákvörðun. Ég skil Hannes og co. að þeir hafi þurft að draga línurnar einhversstaðar og maður ber virðingu fyrir því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um ákvörðun KKÍ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum