Maður lærir að lifa með þessu 16. janúar 2005 00:01 Sigríður Rannveig tekur glaðleg á móti blaðamanni og ljósmyndara á heimili sínu á Arnarflöt að morgni dags. Hún hefur jafnað sig eftir að hafa ekið fram á snjóflóð sem féll úr Kirkjubólshlíðinni á veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur kvöldið áður. Þá stóð henni ekki á sama. Hún var að koma úr vinnu sinni á Ísafirði. "Ég hélt bara að ég myndi ekki lifa þetta af. Ég stífnaði undir stýri en sneri við í snarhasti, vildi forða mér í burtu. Þá hugsaði ég: hvað er maður að leggja þetta á sig?" Heima bíða börnin fjögur; Linda Rut fimmtán ára, Jón Arnór átta ára, Victor Örn sex ára og Emilía Tera sem er á öðru ári. Það væsir ekki um þau, afi og amma í næsta nágrenni og allt með kyrrum kjörum í Álftafirði. Þorsteinn Örn er hins vegar á sjó, í fjögurra vikna túr á Guðmundi í Nesi. Ungu hjónin bjuggu við Túngötu 4 þegar flóðið féll. Linda Rut var fimm ára en Hrafnhildur Kristín aðeins eins árs. Sigríður og Þorsteinn björguðust fljótlega en svo tók biðin við. Fimm klukkustundir liðu þar til Linda Rut fannst. Hún var furðu hress og man vel eftir því sem gerðist. Sólarhringur leið hins vegar þar til Hrafnhildur Kristín fannst. Hún var látin. Missirinn og hjátrúin "Það líður ekki sá dagur að ég leiði ekki hugann að þessu að einhverju leyti," segir Sigríður þar sem við sitjum við eldhúsborðið hennar í Arnarflötinni. "Maður lærir að lifa með þessu en maður verður aldrei sáttur. Aldrei. Það var svo djúpt skarð höggvið í líf manns að það verður aldrei fyllt upp í það." Rúmu ári eftir snjóflóðið fæddist þeim Þorsteini sonur og síðan hafa þau eignast tvö börn til viðbótar, fyrst annan strák og svo stelpu. "Ég eignaðist tvo stráka, sem var yndislegt og ég var svolítið fegin því vegna þess að þá var ég ekkert að líkja þeim saman við Habbý Stínu. Ég held að það hefði orðið ofsalega erfitt að eignast stelpu eftir slysið. Þá hefði Habbý Stína skyggt á hana." Fyrir rúmu einu og hálfu ári kom svo Emilía Tera í heiminn. Hún er núna tveimur mánuðum eldri en Hrafnhildur Kristín var þegar hún lést. "Þær eru mjög líkar. Mér finnst stundum eins og ég sé með Habbý. Sérstaklega þegar Emilía var yngri. Stundum finnst mér það reyndar óþægilegt hennar vegna því ég vil að hún fái að njóta sín sem einstaklingur." Sigríður segir allan samanburð á börnum óþægilegan og ósanngjarnan. "Ég hef heyrt leiðinlegar sögur um fólk sem hefur misst barn og eignast barn og skírt það sama nafni og þá er eins og sá einstaklingur fái ekki að njóta sín. Það er eins og nýja barnið eigi að koma í staðinn fyrir það sem fór." Ekki kom til greina hjá þeim hjónum að skíra litlu stúlkuna eftir Hrafnhildi Kristínu. Hún var alnafna ömmu sinnar sem einnig lést í flóðinu og það sat í þeim. "Kannski eru þetta dillur í manni, maður heldur að það sama geti komið fyrir aftur. Þetta er sjálfsagt hjátrú." Hamfarirnar í Asíu erfiðar Þó að minningarnar frá snjóflóðinu 16. janúar 1995 séu sárar verða þær aldrei umflúnar. Sigríður hugsar um atburðina með einhverjum hætti á hverjum degi en segir ekkert sérstakt vekja minningarnar upp. "Það er helst þegar ég fer að sofa á kvöldin. Ég er kannski að hugsa um eitthvað og eitt leiðir af öðru og allt í einu er ég komin inn í þetta. Þó ég vilji það ekki. Þá reyni ég bara að hugsa um blóm eða eitthvað annað fallegt. Stundum er þetta óþægilegt. Ég hugsa oft um tímann eftir slysið, um jarðarförina og fleira. Og núna, þegar ég er að tala um atburðina, hugsa ég enn meira um þá. Til dæmis hvernig mér leið og undirbúning jarðarfararinnar." Nýlegt sjónvarpsviðtal við Rögnu Aðalsteinsdóttur á Laugabóli, sem missti dóttur og dótturdóttur í snjóflóðinu í Súðavík, fékk á Sigríði og Lindu Rut sem horfðu saman á. "Við bjuggumst ekki við svona miklum nærmyndum og krossbrá því það var sýnt svo mikið frá húsinu okkar, leikföngum stelpnanna og fleiru. Ég stóð upp og labbaði frá sjónvarpinu. Gat bara ekki horft á þetta þó tíu ár væru liðin." Náttúruhamfarirnar í Asíu á öðrum degi jóla höfðu mikil áhrif á Sigríði og hún fylgdist grannt með fréttaflutningnum heima í Álftafirði. "Ég hef upplifað sömu tilfinningar nú og þær sem ég upplifði eftir flóðið. Mér fannst um tíma eins og ég væri að lenda í þessu þarna úti. Ég finn svo til með fólkinu því það er að upplifa svipaðar aðstæður og ég. Allt sópaðist í burtu. Foreldrar að leita að börnunum sínum og börn að leita að foreldrum sínum. Ég beið í fimm klukkustundir eftir því að Linda fyndist og í 24 klukkustundir eftir því að Habbý Stína fyndist. Það er rosaleg lífsreynsla að vita ekkert. Ég hef því haft hugann við þetta síðan flóðbylgjan skall á. Það var ekkert hátíðlegt við það sem eftir lifði af jólunum og áramótin. Maður hélt þau bara af skyldurækni." Að auki hafði tíðin vestra mikil áhrif á hana. Fannfergið var gríðarlegt. "Ég hef ekki séð svona mikinn snjó síðan 1995. Það hefur auðvitað sitt að segja." Rótleysið í kjölfar snjóflóðsins Strax eftir snjóflóðið fluttu Sigríður og Þorsteinn í burtu. Þau gátu ekki hugsað sér að búa áfram í Súðavík. "Við fórum strax. Vildum komast í burtu frá öllu. Maður var svo reiður út í allt. Ég var reið út í Súðavík. Ekki út í fólkið heldur eitthvað annað sem ég get ekki útskýrt. Maður fylltist einhverri afneitun og vildi ekkert af þessu vita lengur. Fara bara í burtu og loka á þetta." Leiðin lá á höfuðborgarsvæðið. Eitthvað togaði í þau og eftir ársdvöl syðra héldu þau heim á ný. Vistin varð þó ekki löng. "Þegar við komum aftur fór mér að líða mjög illa og vildi fara. Í staðinn fyrir að taka á málunum og vinna úr þeim þá fór ég." Þetta var erfiður tími í lífi litlu fjölskyldunnar, sem vissi ekki að hvernig ætti að takast á við sorgina og aðrar tilfinningar sem brutust um í hjörtum þeirra. "Við vorum ofboðslega rótlaus. Mig minnir að við höfum flutt fjórum sinnum innan Reykjavíkur. Við vissum ekkert hvað við vildum." Fyrir nokkrum árum afréðu Sigríður og Þorsteinn að koma sér fyrir í Súðavík á ný og finnst gott að vera þar með börnunum sínum fjórum. "Það er gott að vera hér. Reyndar alveg yndislegt. Hér er ekkert stress, ekkert sem truflar, og gott að vera með börn. Það er ekki þessi ys og þys sem er fyrir sunnan." Og Sigríður fann til söknuðar þegar hún sneri heim á ný. "Mér fannst ég hafa misst nokkur ár úr lífi mínu. Öll börnin höfðu til dæmis stækkað en það var fljótt að jafna sig." Sendur reikningurinn Það var kannski ekki nema von að Sigríði og Þorsteini gengi ekki of vel að fóta sig á ný. Tómið í lífi þeirra var mikið. Djúpt skarð var höggvið, eins og Sigríður orðaði það sjálf. Og aðstoðin af skornum skammti. Það kemur raunar á óvart að heyra hana lýsa þeirri andlegu hjálp sem fjölskyldan naut. "Við fengum aðstoð á sjúkrahúsinu, fyrstu dagana eftir slysið, en það var engin reynsla í svona. Eftir að við fórum suður komu sálfræðingur og prestur í heimsókn en það var engin meðferð í gangi." Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson reyndist þeim þó sérlega vel. Linda Rut, sem lenti í flóðinu og fannst ekki fyrr en að fimm klukkustundum liðnum, þurfti vitaskuld líka aðstoð. Hún hafði misst litlu systur sína og leikfélaga og afa og ömmu. "Ég fór með Lindu Rut til barnasálfræðings til að hjálpa henni að vinna úr þessu. Hún gerði það meðal annars með því að teikna myndir og til dæmis teiknaði hún fjórtán líkkistur. Svo fékk ég bara sendan reikning. Þó að hún hefði lent í þessu. Ég borgaði hann bara og er ekki að kvarta. Alls ekki. En mér fannst þetta svolítið skítt því hún lenti jú í flóðinu. Börnin hér fengu aðstoð en af því að við fluttum þá var þetta svona. En ég er ekki að væla yfir nokkrum þúsundköllum." Yndislegt að vera hér Sigríður Rannveig talar af æðruleysi um nóttina örlagaríku fyrir tíu árum þegar lífið breyttist í einu vetfangi. Hún sýnir blaðamanni mynd af Hrafnhildi litlu og segir verst að hún sé jarðsett í Reykjavík. Hún viti þó og trúi að hún sé ekki þar heldur hjá henni heima í Súðavík. Það er værð yfir heimilislífinu í Arnarflötinni þennan morguninn. Victor Arnar dundar sér í stofunni og inni í rúmi sefur Emilía Tera. Hundurinn hnusar af gestunum en kötturinn heldur sig til hlés. Linda Rut skreppur úr skólanum til að hitta blaðamann en Jón Arnór notar frímínúturnar til að leika sér í snjónum. Þau vita um örlög Hrafnhildar Kristínar. "Ég segi börnunum frá systur sinni og við tölum mikið um hana. Þeim finnst þetta skrítið og skilja þetta ekki alveg. En þeim finnst leiðinlegt að hafa ekki fengið að kynnast henni," segir Sigríður Rannveig og kveður gestina. Hún er að fara í vinnu og þarf að aka sem leið liggur í gegnum gömlu byggðina þar sem húsið hennar stóð en brotnaði undan þunga snjóflóðs. Hún ekur út Álftafjörðinn og inn Skutulsfjörðinn. Undir Kirkjubólshlíðina þar sem snjóflóð hindraði för hennar kvöldið áður. "Hvað er maður að leggja þetta á sig?" spurði hún þá. En það stendur ekki á svarinu. "Það er gott að vera hér. Reyndar alveg yndislegt." Ég vil geta hjálpað fólkiLinda Rut Ásgeirsdóttir var fimm ára þegar snjóflóðið úr Súðavíkurhlíð féll á byggðina. Hún lá sofandi í rúminu sínu heima í Túngötu 4. Hundurinn Hnota fann Lindu Rut fimm klukkustundum eftir að flóðið féll. Linda Rut man vel eftir atburðunum þó hún hafi verið ung að árum þegar flóðið féll. "Ég man þetta nánast allt og þetta er nokkuð skýrt," segir hún. "Ég man að ég vaknaði og leit upp og sá ljós. Ég reyndi að bora mig í gegn en heyrði svo rödd kalla; Linda, ertu þarna og ég svaraði á móti; Ég er sprettlifandi, og spurði svo hvort þetta væri Ómar frændi minn. Hann var hins vegar úti á sjó og þetta var björgunarmaður. Svo man ég þegar ég var sett á börur en man ekki mikið eftir það. Aðeins frá því að ég var í sjúkrabílnum og svo í bátnum." Lindu Rut var ekki kalt þegar hún fannst, heldur þvert á móti heitt. "Ég var að stikna úr hita." Hún áttar sig ekki á hve lengi hún beið björgunar og veit ekki hversu lengi hún lá vakandi. "Mér finnst eins og þetta hafi bara verið ein mínúta en þetta var örugglega lengri tími. Ég fattaði það bara ekki."Í fyrstu fannst henni mjög gaman þegar hún lá á sjúkrahúsinu á Ísafirði og áttaði sig ekki á að hún hefði misst litlu systur sína og afa og ömmu. "Svo fattaði ég það eftir á og þá kom sjokk."Linda Rut hugsar ekki oft um slysið. Vonda veðrið vestra minnti hana þó á það og þá læddust að henni slæmar minningar. "En það er eins og ég hafi komist yfir þetta, það er ekki margt sem minnir mig á slysið og ég er ekkert hrædd í vondu veðri."Flóðið og afleiðingar þess eru sjaldan til umræðu í vinahópi Lindu Rutar enda er henni óljúft að tala mikið um það. "Það getur farið í mig. Það fór virkilega í mig þegar ég horfði á viðtalið við Rögnu á Laugabóli um daginn og sá dótið okkar. Til dæmis símann hennar systur minnar."Linda Rut er í tíunda bekk í grunnskólanum í Súðavík og ætlar í menntaskóla í haust. Það er langt síðan hún ákvað hvað hún vildi verða. "Ég ætla að verða læknir, helst bráðaskurðlæknir. Ég vil geta hjálpað fólki. Þetta hef ég víst sagt frá því að ég var sex ára. Mér er sama hvað námið tekur mörg ár, ég ætla að verða læknir." Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Sigríður Rannveig tekur glaðleg á móti blaðamanni og ljósmyndara á heimili sínu á Arnarflöt að morgni dags. Hún hefur jafnað sig eftir að hafa ekið fram á snjóflóð sem féll úr Kirkjubólshlíðinni á veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur kvöldið áður. Þá stóð henni ekki á sama. Hún var að koma úr vinnu sinni á Ísafirði. "Ég hélt bara að ég myndi ekki lifa þetta af. Ég stífnaði undir stýri en sneri við í snarhasti, vildi forða mér í burtu. Þá hugsaði ég: hvað er maður að leggja þetta á sig?" Heima bíða börnin fjögur; Linda Rut fimmtán ára, Jón Arnór átta ára, Victor Örn sex ára og Emilía Tera sem er á öðru ári. Það væsir ekki um þau, afi og amma í næsta nágrenni og allt með kyrrum kjörum í Álftafirði. Þorsteinn Örn er hins vegar á sjó, í fjögurra vikna túr á Guðmundi í Nesi. Ungu hjónin bjuggu við Túngötu 4 þegar flóðið féll. Linda Rut var fimm ára en Hrafnhildur Kristín aðeins eins árs. Sigríður og Þorsteinn björguðust fljótlega en svo tók biðin við. Fimm klukkustundir liðu þar til Linda Rut fannst. Hún var furðu hress og man vel eftir því sem gerðist. Sólarhringur leið hins vegar þar til Hrafnhildur Kristín fannst. Hún var látin. Missirinn og hjátrúin "Það líður ekki sá dagur að ég leiði ekki hugann að þessu að einhverju leyti," segir Sigríður þar sem við sitjum við eldhúsborðið hennar í Arnarflötinni. "Maður lærir að lifa með þessu en maður verður aldrei sáttur. Aldrei. Það var svo djúpt skarð höggvið í líf manns að það verður aldrei fyllt upp í það." Rúmu ári eftir snjóflóðið fæddist þeim Þorsteini sonur og síðan hafa þau eignast tvö börn til viðbótar, fyrst annan strák og svo stelpu. "Ég eignaðist tvo stráka, sem var yndislegt og ég var svolítið fegin því vegna þess að þá var ég ekkert að líkja þeim saman við Habbý Stínu. Ég held að það hefði orðið ofsalega erfitt að eignast stelpu eftir slysið. Þá hefði Habbý Stína skyggt á hana." Fyrir rúmu einu og hálfu ári kom svo Emilía Tera í heiminn. Hún er núna tveimur mánuðum eldri en Hrafnhildur Kristín var þegar hún lést. "Þær eru mjög líkar. Mér finnst stundum eins og ég sé með Habbý. Sérstaklega þegar Emilía var yngri. Stundum finnst mér það reyndar óþægilegt hennar vegna því ég vil að hún fái að njóta sín sem einstaklingur." Sigríður segir allan samanburð á börnum óþægilegan og ósanngjarnan. "Ég hef heyrt leiðinlegar sögur um fólk sem hefur misst barn og eignast barn og skírt það sama nafni og þá er eins og sá einstaklingur fái ekki að njóta sín. Það er eins og nýja barnið eigi að koma í staðinn fyrir það sem fór." Ekki kom til greina hjá þeim hjónum að skíra litlu stúlkuna eftir Hrafnhildi Kristínu. Hún var alnafna ömmu sinnar sem einnig lést í flóðinu og það sat í þeim. "Kannski eru þetta dillur í manni, maður heldur að það sama geti komið fyrir aftur. Þetta er sjálfsagt hjátrú." Hamfarirnar í Asíu erfiðar Þó að minningarnar frá snjóflóðinu 16. janúar 1995 séu sárar verða þær aldrei umflúnar. Sigríður hugsar um atburðina með einhverjum hætti á hverjum degi en segir ekkert sérstakt vekja minningarnar upp. "Það er helst þegar ég fer að sofa á kvöldin. Ég er kannski að hugsa um eitthvað og eitt leiðir af öðru og allt í einu er ég komin inn í þetta. Þó ég vilji það ekki. Þá reyni ég bara að hugsa um blóm eða eitthvað annað fallegt. Stundum er þetta óþægilegt. Ég hugsa oft um tímann eftir slysið, um jarðarförina og fleira. Og núna, þegar ég er að tala um atburðina, hugsa ég enn meira um þá. Til dæmis hvernig mér leið og undirbúning jarðarfararinnar." Nýlegt sjónvarpsviðtal við Rögnu Aðalsteinsdóttur á Laugabóli, sem missti dóttur og dótturdóttur í snjóflóðinu í Súðavík, fékk á Sigríði og Lindu Rut sem horfðu saman á. "Við bjuggumst ekki við svona miklum nærmyndum og krossbrá því það var sýnt svo mikið frá húsinu okkar, leikföngum stelpnanna og fleiru. Ég stóð upp og labbaði frá sjónvarpinu. Gat bara ekki horft á þetta þó tíu ár væru liðin." Náttúruhamfarirnar í Asíu á öðrum degi jóla höfðu mikil áhrif á Sigríði og hún fylgdist grannt með fréttaflutningnum heima í Álftafirði. "Ég hef upplifað sömu tilfinningar nú og þær sem ég upplifði eftir flóðið. Mér fannst um tíma eins og ég væri að lenda í þessu þarna úti. Ég finn svo til með fólkinu því það er að upplifa svipaðar aðstæður og ég. Allt sópaðist í burtu. Foreldrar að leita að börnunum sínum og börn að leita að foreldrum sínum. Ég beið í fimm klukkustundir eftir því að Linda fyndist og í 24 klukkustundir eftir því að Habbý Stína fyndist. Það er rosaleg lífsreynsla að vita ekkert. Ég hef því haft hugann við þetta síðan flóðbylgjan skall á. Það var ekkert hátíðlegt við það sem eftir lifði af jólunum og áramótin. Maður hélt þau bara af skyldurækni." Að auki hafði tíðin vestra mikil áhrif á hana. Fannfergið var gríðarlegt. "Ég hef ekki séð svona mikinn snjó síðan 1995. Það hefur auðvitað sitt að segja." Rótleysið í kjölfar snjóflóðsins Strax eftir snjóflóðið fluttu Sigríður og Þorsteinn í burtu. Þau gátu ekki hugsað sér að búa áfram í Súðavík. "Við fórum strax. Vildum komast í burtu frá öllu. Maður var svo reiður út í allt. Ég var reið út í Súðavík. Ekki út í fólkið heldur eitthvað annað sem ég get ekki útskýrt. Maður fylltist einhverri afneitun og vildi ekkert af þessu vita lengur. Fara bara í burtu og loka á þetta." Leiðin lá á höfuðborgarsvæðið. Eitthvað togaði í þau og eftir ársdvöl syðra héldu þau heim á ný. Vistin varð þó ekki löng. "Þegar við komum aftur fór mér að líða mjög illa og vildi fara. Í staðinn fyrir að taka á málunum og vinna úr þeim þá fór ég." Þetta var erfiður tími í lífi litlu fjölskyldunnar, sem vissi ekki að hvernig ætti að takast á við sorgina og aðrar tilfinningar sem brutust um í hjörtum þeirra. "Við vorum ofboðslega rótlaus. Mig minnir að við höfum flutt fjórum sinnum innan Reykjavíkur. Við vissum ekkert hvað við vildum." Fyrir nokkrum árum afréðu Sigríður og Þorsteinn að koma sér fyrir í Súðavík á ný og finnst gott að vera þar með börnunum sínum fjórum. "Það er gott að vera hér. Reyndar alveg yndislegt. Hér er ekkert stress, ekkert sem truflar, og gott að vera með börn. Það er ekki þessi ys og þys sem er fyrir sunnan." Og Sigríður fann til söknuðar þegar hún sneri heim á ný. "Mér fannst ég hafa misst nokkur ár úr lífi mínu. Öll börnin höfðu til dæmis stækkað en það var fljótt að jafna sig." Sendur reikningurinn Það var kannski ekki nema von að Sigríði og Þorsteini gengi ekki of vel að fóta sig á ný. Tómið í lífi þeirra var mikið. Djúpt skarð var höggvið, eins og Sigríður orðaði það sjálf. Og aðstoðin af skornum skammti. Það kemur raunar á óvart að heyra hana lýsa þeirri andlegu hjálp sem fjölskyldan naut. "Við fengum aðstoð á sjúkrahúsinu, fyrstu dagana eftir slysið, en það var engin reynsla í svona. Eftir að við fórum suður komu sálfræðingur og prestur í heimsókn en það var engin meðferð í gangi." Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson reyndist þeim þó sérlega vel. Linda Rut, sem lenti í flóðinu og fannst ekki fyrr en að fimm klukkustundum liðnum, þurfti vitaskuld líka aðstoð. Hún hafði misst litlu systur sína og leikfélaga og afa og ömmu. "Ég fór með Lindu Rut til barnasálfræðings til að hjálpa henni að vinna úr þessu. Hún gerði það meðal annars með því að teikna myndir og til dæmis teiknaði hún fjórtán líkkistur. Svo fékk ég bara sendan reikning. Þó að hún hefði lent í þessu. Ég borgaði hann bara og er ekki að kvarta. Alls ekki. En mér fannst þetta svolítið skítt því hún lenti jú í flóðinu. Börnin hér fengu aðstoð en af því að við fluttum þá var þetta svona. En ég er ekki að væla yfir nokkrum þúsundköllum." Yndislegt að vera hér Sigríður Rannveig talar af æðruleysi um nóttina örlagaríku fyrir tíu árum þegar lífið breyttist í einu vetfangi. Hún sýnir blaðamanni mynd af Hrafnhildi litlu og segir verst að hún sé jarðsett í Reykjavík. Hún viti þó og trúi að hún sé ekki þar heldur hjá henni heima í Súðavík. Það er værð yfir heimilislífinu í Arnarflötinni þennan morguninn. Victor Arnar dundar sér í stofunni og inni í rúmi sefur Emilía Tera. Hundurinn hnusar af gestunum en kötturinn heldur sig til hlés. Linda Rut skreppur úr skólanum til að hitta blaðamann en Jón Arnór notar frímínúturnar til að leika sér í snjónum. Þau vita um örlög Hrafnhildar Kristínar. "Ég segi börnunum frá systur sinni og við tölum mikið um hana. Þeim finnst þetta skrítið og skilja þetta ekki alveg. En þeim finnst leiðinlegt að hafa ekki fengið að kynnast henni," segir Sigríður Rannveig og kveður gestina. Hún er að fara í vinnu og þarf að aka sem leið liggur í gegnum gömlu byggðina þar sem húsið hennar stóð en brotnaði undan þunga snjóflóðs. Hún ekur út Álftafjörðinn og inn Skutulsfjörðinn. Undir Kirkjubólshlíðina þar sem snjóflóð hindraði för hennar kvöldið áður. "Hvað er maður að leggja þetta á sig?" spurði hún þá. En það stendur ekki á svarinu. "Það er gott að vera hér. Reyndar alveg yndislegt." Ég vil geta hjálpað fólkiLinda Rut Ásgeirsdóttir var fimm ára þegar snjóflóðið úr Súðavíkurhlíð féll á byggðina. Hún lá sofandi í rúminu sínu heima í Túngötu 4. Hundurinn Hnota fann Lindu Rut fimm klukkustundum eftir að flóðið féll. Linda Rut man vel eftir atburðunum þó hún hafi verið ung að árum þegar flóðið féll. "Ég man þetta nánast allt og þetta er nokkuð skýrt," segir hún. "Ég man að ég vaknaði og leit upp og sá ljós. Ég reyndi að bora mig í gegn en heyrði svo rödd kalla; Linda, ertu þarna og ég svaraði á móti; Ég er sprettlifandi, og spurði svo hvort þetta væri Ómar frændi minn. Hann var hins vegar úti á sjó og þetta var björgunarmaður. Svo man ég þegar ég var sett á börur en man ekki mikið eftir það. Aðeins frá því að ég var í sjúkrabílnum og svo í bátnum." Lindu Rut var ekki kalt þegar hún fannst, heldur þvert á móti heitt. "Ég var að stikna úr hita." Hún áttar sig ekki á hve lengi hún beið björgunar og veit ekki hversu lengi hún lá vakandi. "Mér finnst eins og þetta hafi bara verið ein mínúta en þetta var örugglega lengri tími. Ég fattaði það bara ekki."Í fyrstu fannst henni mjög gaman þegar hún lá á sjúkrahúsinu á Ísafirði og áttaði sig ekki á að hún hefði misst litlu systur sína og afa og ömmu. "Svo fattaði ég það eftir á og þá kom sjokk."Linda Rut hugsar ekki oft um slysið. Vonda veðrið vestra minnti hana þó á það og þá læddust að henni slæmar minningar. "En það er eins og ég hafi komist yfir þetta, það er ekki margt sem minnir mig á slysið og ég er ekkert hrædd í vondu veðri."Flóðið og afleiðingar þess eru sjaldan til umræðu í vinahópi Lindu Rutar enda er henni óljúft að tala mikið um það. "Það getur farið í mig. Það fór virkilega í mig þegar ég horfði á viðtalið við Rögnu á Laugabóli um daginn og sá dótið okkar. Til dæmis símann hennar systur minnar."Linda Rut er í tíunda bekk í grunnskólanum í Súðavík og ætlar í menntaskóla í haust. Það er langt síðan hún ákvað hvað hún vildi verða. "Ég ætla að verða læknir, helst bráðaskurðlæknir. Ég vil geta hjálpað fólki. Þetta hef ég víst sagt frá því að ég var sex ára. Mér er sama hvað námið tekur mörg ár, ég ætla að verða læknir."
Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira