
Innlent
Hálka og þung færð víða

Hálka og þung færð er víða. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er snjóþekja og snjókoma suðvestanlands og á Vesturlandi. Það er hálka á Holtavörðuheiði og á Norðurlandi og hálka og éljagangur er á Vestfjörðum. Kleifaheiði er þungfær og þæfingur á Hálfdáni. Þá segir Vegagerðin að flughált sé frá Reyðarfirði til Breiðdalsvíkur og hætta á flughálku á Austurlandi. Öxi er ófær og á Suðausturlandi er víða hált. Nú í morgunsárið hefur færð þyngst á höfuðborgarsvæðinu en engin óhöpp hafa orðið svo vitað sé.