Fótbolti

AC Milan reynir að fá Huntelaar - kauptilboði Chelsea í Pirlo hafnað

Ómar Þorgeirsson skrifar
Adriano Galliani.
Adriano Galliani. Nordic photos/AFP

Stjórnarformaðurinn Adriano Galliani hjá AC Milan hefur staðfest að félagið sé að fara til viðræðna við Real Madrid vegna fyrirhugaðra kaupa á framherjanum Klaas-Jan Huntelaar en mörg félög í Evrópu eru einnig á eftir Hollendingnum.

Þá gat Galliani einnig varpað ljósi á mál Andrea Pirlo en ítalskir og breskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Chelsea væri við það að kaupa leikmanninn.

Talið er að Chelsea hafi lagt fram 6,8 milljón punda kauptilboð í miðjumanninn auk þess sem að framherjinn Claudio Pizarro fylgdi með í boðinu.

Galliani staðfesti að kauptilboð hafi borist en það væri alltof lágt. „Þetta var í raun fljót afgreitt. Pirlo er ekki til sölu á þessu verði," segir Galliani í samtali við Sky Italia.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×