Sara Sigmundsdóttir með „minime“ á heiðursæfingu fyrir hetjurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 11:30 Sara Sigmunsdóttir og Erla á æfingunni en þessi mynd er af Instagram síðu Söru sem er með 1,7 milljón fylgjendur. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmunsdóttir lét ekki sitt eftir liggja þegar CrossFit heimurinn sameinaðist og gerði æfingu til heiðurs fólksins í heilbrigðiskerfinu sem stendur í fremstu víglínu í baráttunni við kórónuveiruna. CrossFit fólkið gerði svokallaða „NHS hero wod“ eða æfingu fyrir hetjurnar úr heilbrigðiskerfinu. Það er erfitt ástand á sjúkrahúsum heimsins þessa dagana enda álagið mikið vegna COVID-19 og læknar og hjúkrunarfólk að leggja líf sitt í hættu í því að bjarga öðrum sem eru langt leidd af COVID-19 sjúkdómnum. Sara Sigmundsdóttir var klár í slaginn og gerði þessa „NHS hero wod“ með glæsibrag. Sara mætti líka til leiks með ungar aðstoðarkonur eins og hún sagði frá á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Not bad training partners to have for the the NHS hero wod _ Yes our outfits were planned because it was Erla s birthday. Thelma gets her outfit on her birthday. _ _ _ #matchingiscatching #minime #dottirs #nhsherowod A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Apr 1, 2020 at 12:06pm PDT Sara var nefnilega með þær Erlu og Thelmu með sér en í tilefni af afmæli Erlu þá var hún klædd alveg eins og hetjan sín Sara Sigmundsdóttir. „Æfingafötin okkar voru plönuð af því að þetta var afmælisdagur Erlu. Thelma fær sinn æfingabúning á sínum afmælisdegi,“ skrifaði Sara við myndirnar. Þar má líka sjá litlu stelpurnar reyna að apa eftir Söru í æfingasalnum. Sara sér líka húmorinn í þessu og merkir færslu sína meðal annars með „minime“ en þar vísar hún í frægan karakter úr myndunum um Austin Powers. Það er ljóst að þær Erla og Thelma eiga sér flotta fyrirmynd í Söru Sigmundsdóttur sem var búin að eiga frábær CrossFit tímabil þegar allt stoppaði vegna kórónuveirunnar. Mótshaldarar hafa verið að fresta hverju CrossFit mótinu á fætur öðru að undanförnu og það er mikil óvissa með framhaldið. Heimsleikarnir í ágúst gætu líka orðið fórnarlamb kórónuveirunnar dragist ástandið langt fram á sumar. Það eru samt enn fjórir mánuðir þangað til og vonandi gengur kórónuveirufaraldurinn yfir á þeim tíma. CrossFit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmunsdóttir lét ekki sitt eftir liggja þegar CrossFit heimurinn sameinaðist og gerði æfingu til heiðurs fólksins í heilbrigðiskerfinu sem stendur í fremstu víglínu í baráttunni við kórónuveiruna. CrossFit fólkið gerði svokallaða „NHS hero wod“ eða æfingu fyrir hetjurnar úr heilbrigðiskerfinu. Það er erfitt ástand á sjúkrahúsum heimsins þessa dagana enda álagið mikið vegna COVID-19 og læknar og hjúkrunarfólk að leggja líf sitt í hættu í því að bjarga öðrum sem eru langt leidd af COVID-19 sjúkdómnum. Sara Sigmundsdóttir var klár í slaginn og gerði þessa „NHS hero wod“ með glæsibrag. Sara mætti líka til leiks með ungar aðstoðarkonur eins og hún sagði frá á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Not bad training partners to have for the the NHS hero wod _ Yes our outfits were planned because it was Erla s birthday. Thelma gets her outfit on her birthday. _ _ _ #matchingiscatching #minime #dottirs #nhsherowod A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Apr 1, 2020 at 12:06pm PDT Sara var nefnilega með þær Erlu og Thelmu með sér en í tilefni af afmæli Erlu þá var hún klædd alveg eins og hetjan sín Sara Sigmundsdóttir. „Æfingafötin okkar voru plönuð af því að þetta var afmælisdagur Erlu. Thelma fær sinn æfingabúning á sínum afmælisdegi,“ skrifaði Sara við myndirnar. Þar má líka sjá litlu stelpurnar reyna að apa eftir Söru í æfingasalnum. Sara sér líka húmorinn í þessu og merkir færslu sína meðal annars með „minime“ en þar vísar hún í frægan karakter úr myndunum um Austin Powers. Það er ljóst að þær Erla og Thelma eiga sér flotta fyrirmynd í Söru Sigmundsdóttur sem var búin að eiga frábær CrossFit tímabil þegar allt stoppaði vegna kórónuveirunnar. Mótshaldarar hafa verið að fresta hverju CrossFit mótinu á fætur öðru að undanförnu og það er mikil óvissa með framhaldið. Heimsleikarnir í ágúst gætu líka orðið fórnarlamb kórónuveirunnar dragist ástandið langt fram á sumar. Það eru samt enn fjórir mánuðir þangað til og vonandi gengur kórónuveirufaraldurinn yfir á þeim tíma.
CrossFit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira