Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2019 07:45 Huawei þykir almennt framleiða góðar vörur en grunur um njósnir ógnar fyrirtækinu alvarlega. Vísir/Getty Hið kínverska Huawei stendur nú svo gott sem eitt og einangrað í tækniheiminum. Undanfarna daga hafa fyrirtæki víða um heim skorið á viðskiptasambönd sín við Kínverjana. Ástæðan er tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna öll viðskipti við Huawei. Tilskipunin nær einnig til annarra fyrirtækja en bandarískra sem þurfa að sækja um sérstakt leyfi fyrir viðskiptum ef fjórðungur af virði vörunnar felst í bandarískri tækni eða framleiðslu. Bandaríkin hafa opnað á þann möguleika að fyrirtæki stundi viðskipti næstu 90 daga til þess að forðast glundroða en gálgafrestur hefur litla þýðingu að mati Ren Zhengfei, stofnanda Huawei.Ásakanir Bandaríkjastjórn segir bannið til komið þar sem Huawei ógni þjóðaröryggi. Bandarískar öryggisstofnanir hafa sakað Huawei um að stunda njósnir fyrir kínverska ríkið, bæði með fjarskiptabúnaði sínum og neytendatækni. Þá bætir ekki úr skák að samband Bandaríkjanna og Kína er strembið þessi dægrin og ríkin eiga í tollastríði. Trump forseti tilkynnti þó um það á fimmtudag að mögulega væri hægt að leysa Huawei-málið með gerð nýs fríverslunarsamnings. Kínverska fyrirtækið hefur ítrekað neitað ásökununum. Huawei-menn hafa haldið því fram að bannið tengist öllu heldur tollastríði Bandaríkjanna og Kína. Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð, segir í samtali við Fréttablaðið nú að bannið sýni fram á að Huawei hafi haft rétt fyrir sér. „Allar þessar ásakanir gegn fyrirtækinu um öryggisbresti og þess háttar eru pólitísks eðlis. Nú eru Bandaríkin svo gott sem að játa það,“ segir hann og bætir við: „Okkur líður eins og það sé verið að draga okkur inn í annarra manna deilu. Auðvitað vonast ég til þess, líkt og flestir, að viðræðum og viðskiptadeilu Bandaríkjanna og Kína ljúki sem fyrst, það væri best fyrir alla.“Velgengni Þrátt fyrir þessar alvarlegu ásakanir hafa síðustu misseri verið afbragðsgóð fyrir Huawei. Gagnrýnendur gefa nýjustu vörum fyrirtækisins fínustu einkunnir og salan er góð. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu Canalysis jókst sala Huawei-síma á alþjóðavísu um helming á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tíma á síðasta ári. Á meðan dróst sala hjá Apple og Samsung saman. Fredriksen segir að þetta megi rekja til ánægju viðskiptavina. „Það er hægt að fá mun meira fyrir peninginn með því að versla við okkur samanborið við samkeppnisaðilana. Við höfum haldið áfram að stuðla að framþróun. Viðskiptavinirnir taka eftir þessu og þess vegna höfum við vaxið. Þetta er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að sumir eru farnir að horfa á okkur sem samkeppnisógn.“Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð. Fréttablaðið/EyþórSkorið á tengslin Frá því að bannið var kynnt hefur útlitið hins vegar versnað fyrir Huawei. Fjölmörg fyrirtæki hafa tilkynnt um að þau geti ekki lengur stundað viðskipti við Huwei. Fredriksen segist vona að málið verði leyst sem allra fyrst þar sem ástandið er óheppilegt. „Við erum með afar sterka birgjakeðju og fyrirtækið er byggt upp á þann hátt að við getum haldið áfram að starfa óháð þessu og án bandarískra íhluta. Þetta er ekki jákvætt en þetta kemur ekki í veg fyrir að við getum þjónustað viðskiptavini okkar. Ef bannið stendur er hins vegar ljóst að Huawei getur ekki lengur reitt sig á Android-stýrikerfið fyrir óútkomin snjalltæki sín þar sem Google hefur slitið samstarfinu. Intel og Qualcomm, sem framleiða nauðsynlega íhluti, munu ekki stunda viðskipti við Huawei og ekki heldur örflögufyrirtækið ARM. Stýrikerfi Hvernig framleiðir maður og selur snjallsíma og önnur snjalltæki án vinsæls stýrikerfis, örflaga og annarra íhluta líkt og Huawei þarf að öllu óbreyttu að gera? Fyrir liggur að Huawei þróar nú eigið stýrikerfi, Hongmeng. Það yrði útbúið nýrri forritaverslun en færi einungis á markað ef Google og Microsoft settu Huawei í varanlegt bann frá því að nota stýrikerfi sín. Það þarf ekki að horfa lengra en til snjallsímaævintýris Microsoft til þess að sjá hvernig fer fyrir þeim sem ætla að keppa við annaðhvort iOS-stýrikerfi Apple eða Android frá Google. Segja má að Microsoft hafi lent í ákveðnum vítahring. Neytendur vildu símana ekki af því það var ekki hægt að sækja sömu öpp og á Android eða iOS og hönnuðir appanna sáu ekki hag sinn í því að yfirfæra öppin á Windows Phone þar sem notendahópurinn var of lítill. Hið nýja stýrikerfi er byggt á opinni útgáfu Android, AOSP. Símar frá Huawei útbúnir breyttu Android-stýrikerfi eru nú þegar á kínverskum markaði en Kína lokar á aðgang Kínverja að til að mynda Google og Youtube og því er það lítil fyrirstaða að geta ekki nálgast slík forrit á snjallsímanum. Hins vegar er erfitt að ímynda sér að íslenskur neytandi myndi vísvitandi velja síma án aðgangs að þessum öppum. Fredriksen tekur fram að Android sé opið kerfi. Huawei sé visst um að það geti haldið áfram að þróa snjallsíma innan Android-umhverfisins. „Auðvitað eigum við einnig í lokuðum viðræðum við Google um þessar mundir um hvernig sé hægt að leysa málið.“ Örflögur Jafnvel þótt Huawei takist að sannfæra neytendur um ágæti nýs stýrikerfis fyrirtækisins er nokkuð flókið að framleiða tölvur og snjalltæki án örgjörva. „Hugbúnaðarhliðin skiptir engu máli ef fyrirtækið getur ekki orðið sér úti um þær örflögur sem þörf er á,“ sagði The Verge. Opinn kóði Android er hannaður fyrir ARM-flögur, þótt það sé vissulega hægt að keyra hann á örgjörvum frá til að mynda Intel. Vandinn er sá að hvorki ARM né Intel munu stunda viðskipti við Huawei. Þetta þýðir að Huawei mun ekki geta nálgast nýja hönnun til þess að framleiða nýja og öflugri síma. Fyrirtækið mun neyðast til þess að nota áfram eigin örgjörva eða ráðast í afar dýrt og tímafrekt verk við að hanna nýjar flögur. Lífróður Þótt staðan sé svört er ekki öll von úti fyrir Huawei. Enn gæti reynst mögulegt að skipta út þeirri bandarísku tækni sem kemur í veg fyrir að ARM stundi viðskipti við Huawei, fyrirtækið hefur birgt sig upp af bandarískri tækni og gæti látið á bannið reyna fyrir dómstólum. Líklegasta leiðin út úr þessum ógöngum virðist hins vegar fólgin í þeim möguleika að mál fyrirtækisins gætu orðið hluti af fríverslunarsamningi sem Bandaríkin og Kína reyna að ná líkt og Trump forseti sagði mögulegt á fimmtudag. „Ef við komumst að samkomulagi gæti ég ímyndað mér að Huawei verði inni í myndinni að einhverju leyti,“ sagði Trump en tók þó fram að Huawei væri „afar hættulegt“. Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Trump bannar fyrirtækjum að nota erlenda fjarskiptatækni Tilskipun Trump virðist beint sérstaklega að Kínverjum og er nýjasta útspil hans í viðskiptastríði þeirra. 15. maí 2019 21:13 Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Google takmarkar aðgang Huawei að Android Tæknirisinn Google hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huaweinema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. 20. maí 2019 06:46 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hið kínverska Huawei stendur nú svo gott sem eitt og einangrað í tækniheiminum. Undanfarna daga hafa fyrirtæki víða um heim skorið á viðskiptasambönd sín við Kínverjana. Ástæðan er tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna öll viðskipti við Huawei. Tilskipunin nær einnig til annarra fyrirtækja en bandarískra sem þurfa að sækja um sérstakt leyfi fyrir viðskiptum ef fjórðungur af virði vörunnar felst í bandarískri tækni eða framleiðslu. Bandaríkin hafa opnað á þann möguleika að fyrirtæki stundi viðskipti næstu 90 daga til þess að forðast glundroða en gálgafrestur hefur litla þýðingu að mati Ren Zhengfei, stofnanda Huawei.Ásakanir Bandaríkjastjórn segir bannið til komið þar sem Huawei ógni þjóðaröryggi. Bandarískar öryggisstofnanir hafa sakað Huawei um að stunda njósnir fyrir kínverska ríkið, bæði með fjarskiptabúnaði sínum og neytendatækni. Þá bætir ekki úr skák að samband Bandaríkjanna og Kína er strembið þessi dægrin og ríkin eiga í tollastríði. Trump forseti tilkynnti þó um það á fimmtudag að mögulega væri hægt að leysa Huawei-málið með gerð nýs fríverslunarsamnings. Kínverska fyrirtækið hefur ítrekað neitað ásökununum. Huawei-menn hafa haldið því fram að bannið tengist öllu heldur tollastríði Bandaríkjanna og Kína. Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð, segir í samtali við Fréttablaðið nú að bannið sýni fram á að Huawei hafi haft rétt fyrir sér. „Allar þessar ásakanir gegn fyrirtækinu um öryggisbresti og þess háttar eru pólitísks eðlis. Nú eru Bandaríkin svo gott sem að játa það,“ segir hann og bætir við: „Okkur líður eins og það sé verið að draga okkur inn í annarra manna deilu. Auðvitað vonast ég til þess, líkt og flestir, að viðræðum og viðskiptadeilu Bandaríkjanna og Kína ljúki sem fyrst, það væri best fyrir alla.“Velgengni Þrátt fyrir þessar alvarlegu ásakanir hafa síðustu misseri verið afbragðsgóð fyrir Huawei. Gagnrýnendur gefa nýjustu vörum fyrirtækisins fínustu einkunnir og salan er góð. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu Canalysis jókst sala Huawei-síma á alþjóðavísu um helming á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tíma á síðasta ári. Á meðan dróst sala hjá Apple og Samsung saman. Fredriksen segir að þetta megi rekja til ánægju viðskiptavina. „Það er hægt að fá mun meira fyrir peninginn með því að versla við okkur samanborið við samkeppnisaðilana. Við höfum haldið áfram að stuðla að framþróun. Viðskiptavinirnir taka eftir þessu og þess vegna höfum við vaxið. Þetta er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að sumir eru farnir að horfa á okkur sem samkeppnisógn.“Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð. Fréttablaðið/EyþórSkorið á tengslin Frá því að bannið var kynnt hefur útlitið hins vegar versnað fyrir Huawei. Fjölmörg fyrirtæki hafa tilkynnt um að þau geti ekki lengur stundað viðskipti við Huwei. Fredriksen segist vona að málið verði leyst sem allra fyrst þar sem ástandið er óheppilegt. „Við erum með afar sterka birgjakeðju og fyrirtækið er byggt upp á þann hátt að við getum haldið áfram að starfa óháð þessu og án bandarískra íhluta. Þetta er ekki jákvætt en þetta kemur ekki í veg fyrir að við getum þjónustað viðskiptavini okkar. Ef bannið stendur er hins vegar ljóst að Huawei getur ekki lengur reitt sig á Android-stýrikerfið fyrir óútkomin snjalltæki sín þar sem Google hefur slitið samstarfinu. Intel og Qualcomm, sem framleiða nauðsynlega íhluti, munu ekki stunda viðskipti við Huawei og ekki heldur örflögufyrirtækið ARM. Stýrikerfi Hvernig framleiðir maður og selur snjallsíma og önnur snjalltæki án vinsæls stýrikerfis, örflaga og annarra íhluta líkt og Huawei þarf að öllu óbreyttu að gera? Fyrir liggur að Huawei þróar nú eigið stýrikerfi, Hongmeng. Það yrði útbúið nýrri forritaverslun en færi einungis á markað ef Google og Microsoft settu Huawei í varanlegt bann frá því að nota stýrikerfi sín. Það þarf ekki að horfa lengra en til snjallsímaævintýris Microsoft til þess að sjá hvernig fer fyrir þeim sem ætla að keppa við annaðhvort iOS-stýrikerfi Apple eða Android frá Google. Segja má að Microsoft hafi lent í ákveðnum vítahring. Neytendur vildu símana ekki af því það var ekki hægt að sækja sömu öpp og á Android eða iOS og hönnuðir appanna sáu ekki hag sinn í því að yfirfæra öppin á Windows Phone þar sem notendahópurinn var of lítill. Hið nýja stýrikerfi er byggt á opinni útgáfu Android, AOSP. Símar frá Huawei útbúnir breyttu Android-stýrikerfi eru nú þegar á kínverskum markaði en Kína lokar á aðgang Kínverja að til að mynda Google og Youtube og því er það lítil fyrirstaða að geta ekki nálgast slík forrit á snjallsímanum. Hins vegar er erfitt að ímynda sér að íslenskur neytandi myndi vísvitandi velja síma án aðgangs að þessum öppum. Fredriksen tekur fram að Android sé opið kerfi. Huawei sé visst um að það geti haldið áfram að þróa snjallsíma innan Android-umhverfisins. „Auðvitað eigum við einnig í lokuðum viðræðum við Google um þessar mundir um hvernig sé hægt að leysa málið.“ Örflögur Jafnvel þótt Huawei takist að sannfæra neytendur um ágæti nýs stýrikerfis fyrirtækisins er nokkuð flókið að framleiða tölvur og snjalltæki án örgjörva. „Hugbúnaðarhliðin skiptir engu máli ef fyrirtækið getur ekki orðið sér úti um þær örflögur sem þörf er á,“ sagði The Verge. Opinn kóði Android er hannaður fyrir ARM-flögur, þótt það sé vissulega hægt að keyra hann á örgjörvum frá til að mynda Intel. Vandinn er sá að hvorki ARM né Intel munu stunda viðskipti við Huawei. Þetta þýðir að Huawei mun ekki geta nálgast nýja hönnun til þess að framleiða nýja og öflugri síma. Fyrirtækið mun neyðast til þess að nota áfram eigin örgjörva eða ráðast í afar dýrt og tímafrekt verk við að hanna nýjar flögur. Lífróður Þótt staðan sé svört er ekki öll von úti fyrir Huawei. Enn gæti reynst mögulegt að skipta út þeirri bandarísku tækni sem kemur í veg fyrir að ARM stundi viðskipti við Huawei, fyrirtækið hefur birgt sig upp af bandarískri tækni og gæti látið á bannið reyna fyrir dómstólum. Líklegasta leiðin út úr þessum ógöngum virðist hins vegar fólgin í þeim möguleika að mál fyrirtækisins gætu orðið hluti af fríverslunarsamningi sem Bandaríkin og Kína reyna að ná líkt og Trump forseti sagði mögulegt á fimmtudag. „Ef við komumst að samkomulagi gæti ég ímyndað mér að Huawei verði inni í myndinni að einhverju leyti,“ sagði Trump en tók þó fram að Huawei væri „afar hættulegt“.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Trump bannar fyrirtækjum að nota erlenda fjarskiptatækni Tilskipun Trump virðist beint sérstaklega að Kínverjum og er nýjasta útspil hans í viðskiptastríði þeirra. 15. maí 2019 21:13 Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Google takmarkar aðgang Huawei að Android Tæknirisinn Google hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huaweinema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. 20. maí 2019 06:46 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23
Trump bannar fyrirtækjum að nota erlenda fjarskiptatækni Tilskipun Trump virðist beint sérstaklega að Kínverjum og er nýjasta útspil hans í viðskiptastríði þeirra. 15. maí 2019 21:13
Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15
Google takmarkar aðgang Huawei að Android Tæknirisinn Google hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huaweinema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. 20. maí 2019 06:46