„Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 11:56 Guðjón Valur lék með íslenska landsliðinu í 21 ár. vísir/andri marinó „Ferilinn hans er lyginni líkastur. Hann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Sem samherji fattaði ég fljótt að það var nóg að gefa á hann niður í hornið og hann skoraði alltaf. Hann er með þvílíkt sjálftraust, karakter og vægast sagt stórkostlegur leikmaður,“ sagði Logi Geirsson þegar blaðamaður Vísis bað hann um að lýsa Guðjóni Val Sigurðssyni sem tilkynnti í morgun að hann væri hættur í handbolta. Logi segir að Guðjón Valur sé einfaldlega einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. „Hann er í hópi 20 bestu handboltamanna allra tíma. Hann hefur verið markahæstur í Þýskalandi, meistari í fjórum löndum og lykilmaður í landsliðinu,“ sagði Logi. Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, langfyrstur fram í hraðaupphlaupi.vísir/getty Skildu ekki hvernig hann var alltaf fljótastur Hann segir að Guðjón Valur hafi lagt gríðarlega hart að sér við æfingar og hafi alltaf verið í frábæru formi. „Hann æfði meira en allir. Hann hugsaði vel um sig. Hann spilaði á hæsta getustigi til fertugs. Tvítugir gæjar gátu ekki slegið hann út,“ sagði Logi. „Ég þekki til í Þýskalandi og þeir skilja ekki enn hvernig hann var alltaf fljótastur þrátt fyrir aldurinn. Horfðu á ferilinn hans, hversu marga leiki hann spilaði. Hann var alltaf til staðar og nánast aldrei meiddur. Hann er langbesti vinstri hornamaður sem ég spilaði með og þeir voru margir.“ Guðjón Valur skorar eitt 1879 marka sinna fyrir íslenska landsliðið.vísir/andri marinó Goðsögn í handbolta Guðjón Valur lék í meistaraflokki í aldarfjórðung og með íslenska landsliðinu í 21 ár. „Þetta er einstakur íþróttamaður og verið á toppnum í svo mörg ár. Hann er goðsögn í handbolta. Menn átti sig kannski ekki á því fyrr en eftir 5-10 ár. Þá verður talað um hann í guðatölu,“ sagði Logi. Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu síðasta tímabili á ferlinum.vísir/getty Einkaleyfi á einkennismarkinu Logi segir að verði viðbrigði að sjá ekki Guðjón Val lengur hlaupa langfyrstan fram í hraðaupphlaupi og skora sitt einkennismark. „Hann á að fá einkaleyfi á því. Taka boltann upp með hægri í efstu stöðu, fara upp og klessa boltanum í gólfið nær,“ sagði Logi. „Hann er einstakur. Þú finnur engan sem hefur verið svona góður svona lengi.“ Á síðasta tímabilinu á ferlinum lék Guðjón Valur með Paris Saint-Germain, stórliði sem getur fengið nánast hvaða leikmann sem það vill. Samt valdi það fertugan Guðjón Val. Logi segir að hann hafi hætt á toppnum. „Hann afsannar þá kenningu að allt sem fer upp kemur aftur niður,“ sagði Logi að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Ferilinn hans er lyginni líkastur. Hann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Sem samherji fattaði ég fljótt að það var nóg að gefa á hann niður í hornið og hann skoraði alltaf. Hann er með þvílíkt sjálftraust, karakter og vægast sagt stórkostlegur leikmaður,“ sagði Logi Geirsson þegar blaðamaður Vísis bað hann um að lýsa Guðjóni Val Sigurðssyni sem tilkynnti í morgun að hann væri hættur í handbolta. Logi segir að Guðjón Valur sé einfaldlega einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. „Hann er í hópi 20 bestu handboltamanna allra tíma. Hann hefur verið markahæstur í Þýskalandi, meistari í fjórum löndum og lykilmaður í landsliðinu,“ sagði Logi. Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, langfyrstur fram í hraðaupphlaupi.vísir/getty Skildu ekki hvernig hann var alltaf fljótastur Hann segir að Guðjón Valur hafi lagt gríðarlega hart að sér við æfingar og hafi alltaf verið í frábæru formi. „Hann æfði meira en allir. Hann hugsaði vel um sig. Hann spilaði á hæsta getustigi til fertugs. Tvítugir gæjar gátu ekki slegið hann út,“ sagði Logi. „Ég þekki til í Þýskalandi og þeir skilja ekki enn hvernig hann var alltaf fljótastur þrátt fyrir aldurinn. Horfðu á ferilinn hans, hversu marga leiki hann spilaði. Hann var alltaf til staðar og nánast aldrei meiddur. Hann er langbesti vinstri hornamaður sem ég spilaði með og þeir voru margir.“ Guðjón Valur skorar eitt 1879 marka sinna fyrir íslenska landsliðið.vísir/andri marinó Goðsögn í handbolta Guðjón Valur lék í meistaraflokki í aldarfjórðung og með íslenska landsliðinu í 21 ár. „Þetta er einstakur íþróttamaður og verið á toppnum í svo mörg ár. Hann er goðsögn í handbolta. Menn átti sig kannski ekki á því fyrr en eftir 5-10 ár. Þá verður talað um hann í guðatölu,“ sagði Logi. Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu síðasta tímabili á ferlinum.vísir/getty Einkaleyfi á einkennismarkinu Logi segir að verði viðbrigði að sjá ekki Guðjón Val lengur hlaupa langfyrstan fram í hraðaupphlaupi og skora sitt einkennismark. „Hann á að fá einkaleyfi á því. Taka boltann upp með hægri í efstu stöðu, fara upp og klessa boltanum í gólfið nær,“ sagði Logi. „Hann er einstakur. Þú finnur engan sem hefur verið svona góður svona lengi.“ Á síðasta tímabilinu á ferlinum lék Guðjón Valur með Paris Saint-Germain, stórliði sem getur fengið nánast hvaða leikmann sem það vill. Samt valdi það fertugan Guðjón Val. Logi segir að hann hafi hætt á toppnum. „Hann afsannar þá kenningu að allt sem fer upp kemur aftur niður,“ sagði Logi að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti