Sport

Sportið í dag: Guðjón Valur, Albert, Rúnar Alex og rannsókn á líkamlegu atgervi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli sjá um Sportið í dag sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00.
Henry Birgir og Kjartan Atli sjá um Sportið í dag sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00. vísir/vilhelm

Af nógu verður að taka í Sportinu í dag sem hefst venju samkvæmt klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Guðjón Valur Sigurðsson verður í viðtali í þættinum en hann lagði skóna óvænt á hilluna í dag eftir ótrúlegan feril. 

Fótboltakapparnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson verða á línunni en það er enginn fótbolti á næstunni hjá þeim þar sem búið er að flauta deildirnar í Hollandi og Frakklandi af. 

Svo setjast þær Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir í settið og fara yfir verkefni sem þær eru að vinna með KSÍ. Þær eru að mæla líkamlegt atgervi hjá öllum leikmönnum í landinu á eldra ári í 3. flokki. Ætlunin er að búa til einstakan gagnagrunn eftir nokkur ár. 

Þetta og meira til í Sportinu í dag.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×