Handbolti

Stærsta lið Noregs í þrot

Siggeir Ævarsson skrifar
Kristiansand Vipers lyftu Evrópumeistaratitlinum þrjú ár í röð, síðast 2023.
Kristiansand Vipers lyftu Evrópumeistaratitlinum þrjú ár í röð, síðast 2023. EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY OUT

Vipers Kristiansand, sigursælasta liðið í norska kvennahandboltanum undanfarin ár, hefur verið lýst gjaldþrota. Allir 19 leikmenn liðsins eru nú án félags og bíða eftir síðustu launagreiðslum sínum.

Vipers hefur haft mikla yfirburði í norsku deildinni undanfarin ár og unnið deildina alls sjö sinnum í röð og bikarkeppnina sjö sinnum á átta árum. Þá vann liðið Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, 2021, 2022 og 2023.

Í tilkynningu frá liðinu þann 15. október kom fram 25 milljónir norskra króna vantaði í reksturinn, eða sem samvarar um 320 milljónum íslenskra króna. Stjórn liðsins var með alla anga úti til að reyna að bjarga liðinu frá örlögum sínum en allt kom fyrir ekki og hefur liðið formlega verið lýst gjaldþrota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×