Sakar samninganefnd ríkisins um nýta sér réttindaleysi lögreglumanna í kjaraviðræðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2020 13:34 Snorri Magnússon. Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna sakar samninganefnd ríkisins um að nýta sér réttindaleysi lögreglumanna en þeir eru ein af fáum stéttum sem ekki hafa verkfallsrétt. Kjarasamningar runnu út 1. apríl á síðasta ári en samningafundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt. Snorri lýsti því í Bítinu í morgun hvernig samninganefndir ríkisins hafi í auknum mæli dregið kjarasamninga á langinn eftir að lögreglumenn misstu verkfallsréttinn árið 1986, enda er verkfall vopn sem bítur. „Það er einfaldlega hægt að horfa á kjarasamningasögu okkar frá þeim tíma þegar við höfðum verkfallsrétt og frá þeim tíma sem hann var afnuminn árið 1986. Það verður gjörbreyting á landslaginu við það hann fór, það er bara þannig. Við vorum þátttakendur í stóru verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 og vorum í samfloti allan þann tíma. Frá því að verkfallsrétturinn var afnuminn – og það ber að halda því til haga hér að það var gert í fullu samráði við lögreglumenn það er að segja að það lá í loftinu að ríkisstjórn þess tíma ætlaði að taka hann frá okkur, með góðu eða illu, en okkur tókst sem betur fer að fá eitthvað fyrir hann inn í launaumslagið. Þess ber engin merki í launaumslaginu í dag. Þetta hefur þynnst út. Við ættum að vera ennþá þessum prósentum hærri í launum miðað við þann tíma þegar verkfallsrétturinn var afnuminn. Já, þetta eru alvarleg orð en við stöndum við þau.“ Nýútskrifaður lögreglumaður hefur tæplega 360 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Ofan á grunnlaunin leggjast þó vaktaálag og yfirvinna en sú greiðsla er breytileg eftir mánuðum. Snorri áætlar að það sé í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Lögreglumenn fara fram á níu prósenta hækkun á grunnlaunum sem samninganefnd ríkisins hefur ekki sæst á. Snorri segir að lögreglumenn verði að fá launaleiðréttingu, sér í lagi í ljósi þess að samkvæmt mannaaflagreiningu ríkislögreglustjóra vanti um þrjú þúsund lögreglumenn til starfa í landinu. Allar lögregludeildir séu undirmannaðar á sama tíma og starfið hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. „Rannsóknir mála eru orðnar erfiðari, málin eru orðin flókin. Við horfum inn á nýjar víddir í rannsóknum, eins og tölvurannsóknir og annað þvíumlíkt. Mannsalsmál sem voru ekki upp á yfirborðinu fyrir einhverjum x-fjölda ára. Álagið hefur aukist að þessu leyti líka.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna sakar samninganefnd ríkisins um að nýta sér réttindaleysi lögreglumanna en þeir eru ein af fáum stéttum sem ekki hafa verkfallsrétt. Kjarasamningar runnu út 1. apríl á síðasta ári en samningafundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt. Snorri lýsti því í Bítinu í morgun hvernig samninganefndir ríkisins hafi í auknum mæli dregið kjarasamninga á langinn eftir að lögreglumenn misstu verkfallsréttinn árið 1986, enda er verkfall vopn sem bítur. „Það er einfaldlega hægt að horfa á kjarasamningasögu okkar frá þeim tíma þegar við höfðum verkfallsrétt og frá þeim tíma sem hann var afnuminn árið 1986. Það verður gjörbreyting á landslaginu við það hann fór, það er bara þannig. Við vorum þátttakendur í stóru verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 og vorum í samfloti allan þann tíma. Frá því að verkfallsrétturinn var afnuminn – og það ber að halda því til haga hér að það var gert í fullu samráði við lögreglumenn það er að segja að það lá í loftinu að ríkisstjórn þess tíma ætlaði að taka hann frá okkur, með góðu eða illu, en okkur tókst sem betur fer að fá eitthvað fyrir hann inn í launaumslagið. Þess ber engin merki í launaumslaginu í dag. Þetta hefur þynnst út. Við ættum að vera ennþá þessum prósentum hærri í launum miðað við þann tíma þegar verkfallsrétturinn var afnuminn. Já, þetta eru alvarleg orð en við stöndum við þau.“ Nýútskrifaður lögreglumaður hefur tæplega 360 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Ofan á grunnlaunin leggjast þó vaktaálag og yfirvinna en sú greiðsla er breytileg eftir mánuðum. Snorri áætlar að það sé í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Lögreglumenn fara fram á níu prósenta hækkun á grunnlaunum sem samninganefnd ríkisins hefur ekki sæst á. Snorri segir að lögreglumenn verði að fá launaleiðréttingu, sér í lagi í ljósi þess að samkvæmt mannaaflagreiningu ríkislögreglustjóra vanti um þrjú þúsund lögreglumenn til starfa í landinu. Allar lögregludeildir séu undirmannaðar á sama tíma og starfið hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. „Rannsóknir mála eru orðnar erfiðari, málin eru orðin flókin. Við horfum inn á nýjar víddir í rannsóknum, eins og tölvurannsóknir og annað þvíumlíkt. Mannsalsmál sem voru ekki upp á yfirborðinu fyrir einhverjum x-fjölda ára. Álagið hefur aukist að þessu leyti líka.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30