Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 07:00 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/vilhelm Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, er afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir segir að fylgst sé náið með framgangi sjúkdómsins en telur litlar líkur á að hann nái hingað til lands. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum nú í vikunni, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. Þá er einnig talið að hann hafi greinst í Bandaríkjunum. Fram kemur í frétt Guardian frá því fyrr í vikunni að börnin sem veikst hafa þar í landi hafi orðið alvarlega veik og þurft aðhlynningu á gjörgæslu. Möguleg Covid-tenging Ekkert tilfelli hefur greinst á Íslandi, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis. Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála en lítið sé enn vitað um sjúkdóminn, enda hafi hans fyrst orðið vart á allra síðustu dögum. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“ Skimað fyrir kórónuveirunni fyrir utan heilsugæsluna á Höfða. Algjör óvissa er um tengsl nýja sjúkdómsins við Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að vera á varðbergi Að sögn Valtýs byrja veikindin almennt á því að börnum verður illt í maganum og fá niðurgang. Svo versni veikindin og verði almennari, hiti og slappleiki bætist við. Þá hafi sum barnanna sem veikjast reynst eftir á að hyggja hafa fengið Covid-19. Það gildi ekki um þau öll. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig.“ Valtýr leggur jafnframt mikla áherslu á að fram komi að veikindin séu gríðarlega sjaldgæf. Þá eru þau ekki smitandi. „Þetta eru eitthvað í kringum 15-20 börn í Bretlandi, þar sem eru um það bil tólf milljónir barna. Þó er mikilvægt að allir séu á varðbergi því þetta er vissulega ný sýking sem við erum að glíma við.“ Tilbúin að takast á við sýkinguna Árlega greinast um eitt til tvö tilfelli Kawasaki-heilkennis hér á landi. Valtýr segir að það séu oftast ung börn sem fái heilkennið, sem fái viðeigandi meðferð og veikindin gangi svo yfir. „Þessi veikindi sem nú er verið að lýsa í þessum stærri löndum í kringum okkur svipar mjög til þeirra [einkenna Kawasaki-heilkennis] og uppfylla í raun greiningarskilyrðin fyrir það að ákveðnu leyti allavega. Og meðferðin er í raun sú sama og við Kawasaki-heilkenni.“ Þá telur Valtýr Íslendinga ekki hafa ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum nýju veikindum. „Auðvitað þarf að bera virðingu fyrir þessu eins og öðrum veikindum. En þetta er gríðarlega sjaldgæft og ólíklegt að þetta komi upp hér en allir þurfa að vera vakandi fyrir því ef það gerist,“ segir Valtýr. „Það má alveg gera ráð fyrir því að þetta verði áfram í umræðunni og við erum tilbúin að takast á við þetta ef það kæmi upp hér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, er afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir segir að fylgst sé náið með framgangi sjúkdómsins en telur litlar líkur á að hann nái hingað til lands. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum nú í vikunni, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. Þá er einnig talið að hann hafi greinst í Bandaríkjunum. Fram kemur í frétt Guardian frá því fyrr í vikunni að börnin sem veikst hafa þar í landi hafi orðið alvarlega veik og þurft aðhlynningu á gjörgæslu. Möguleg Covid-tenging Ekkert tilfelli hefur greinst á Íslandi, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis. Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála en lítið sé enn vitað um sjúkdóminn, enda hafi hans fyrst orðið vart á allra síðustu dögum. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“ Skimað fyrir kórónuveirunni fyrir utan heilsugæsluna á Höfða. Algjör óvissa er um tengsl nýja sjúkdómsins við Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að vera á varðbergi Að sögn Valtýs byrja veikindin almennt á því að börnum verður illt í maganum og fá niðurgang. Svo versni veikindin og verði almennari, hiti og slappleiki bætist við. Þá hafi sum barnanna sem veikjast reynst eftir á að hyggja hafa fengið Covid-19. Það gildi ekki um þau öll. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig.“ Valtýr leggur jafnframt mikla áherslu á að fram komi að veikindin séu gríðarlega sjaldgæf. Þá eru þau ekki smitandi. „Þetta eru eitthvað í kringum 15-20 börn í Bretlandi, þar sem eru um það bil tólf milljónir barna. Þó er mikilvægt að allir séu á varðbergi því þetta er vissulega ný sýking sem við erum að glíma við.“ Tilbúin að takast á við sýkinguna Árlega greinast um eitt til tvö tilfelli Kawasaki-heilkennis hér á landi. Valtýr segir að það séu oftast ung börn sem fái heilkennið, sem fái viðeigandi meðferð og veikindin gangi svo yfir. „Þessi veikindi sem nú er verið að lýsa í þessum stærri löndum í kringum okkur svipar mjög til þeirra [einkenna Kawasaki-heilkennis] og uppfylla í raun greiningarskilyrðin fyrir það að ákveðnu leyti allavega. Og meðferðin er í raun sú sama og við Kawasaki-heilkenni.“ Þá telur Valtýr Íslendinga ekki hafa ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum nýju veikindum. „Auðvitað þarf að bera virðingu fyrir þessu eins og öðrum veikindum. En þetta er gríðarlega sjaldgæft og ólíklegt að þetta komi upp hér en allir þurfa að vera vakandi fyrir því ef það gerist,“ segir Valtýr. „Það má alveg gera ráð fyrir því að þetta verði áfram í umræðunni og við erum tilbúin að takast á við þetta ef það kæmi upp hér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira