Meintir gervi-Svisslendingar með heitustu kreditkortin á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2019 10:09 Líklegt að íslenskir auðmenn eigi leynireikninga í Sviss. Bæði Bryndís og Gylfi telja að það gæti skýrt hina miklu veltu á svissneskum kortum á Íslandi. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur ekki ólíklegt að útskýra megi þá staðreynd að samkvæmt opinberum tölum er mesta veltan á svissneskum kortum að þar séu Íslendingar á ferð sem eru að nota leynireikninga sína í Sviss. Hver Svisslendingur eyðir mestu á Íslandi sé litið til kortaveltu og hvernig hún dreifist milli fólks af mismunandi þjóðernum. Ekki er víst að það þýði endilega að Svisslendingar, sem eru frekar þekktir fyrir að fara vel með en hitt, séu að sveifla kortum sínum af svo miklu kappi einmitt á Íslandi.Ekkert endilega Svisslendingar með svissnesk kortÍ nýlegu bréfi hagfræðideildar Landsbankans er heildarkortavelta erlendra ferðamanna skoðuð en hún nam 236,6 milljörðum króna á síðasta ári og jókst hún um 20,4 milljarða, eða 9,4 prósent milli ára. Athygli vekur að meðan kortaveltan er mest hjá Bandaríkjamönnum, enda þeir flestir þá er kortavelta á hvern ferðamann um sig langmest hjá Svisslendingum, eins og reyndar hefur verið undanfarin ár. Meðalkortavelta hvers Svisslendings nam tæpum 168 þúsundum króna en næstmest var hún hjá Norðmönnum, eða 133 þúsund krónur á ferðamann. Hvernig stendur á þessu?Gylfi Magnússon segir það ekkert endilega íbúar Swiss eða svissneskir ríkisborgarar sem veifi svissneskum kreditkortum.„Án þess að vita neitt um málið finnst mér ekki ólíklegt að hér séu „gervisvisslendingar“ á ferð, það er fólk með krítarkort frá svissneskum bönkum en ekkert endilega íbúar Sviss eða svissneskir ríkisborgarar. Gætu jafnvel leynst einhverjir Íslendingar í hópi korthafa. Þetta eru þó bara getgátur,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra í stuttu samtali við Vísi. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri tekur undir með Gylfa. Hún segir þetta athyglisvert. „Og mér finnst ekki hægt að útiloka, jafnvel líklegt að þarna séu Íslendingar á ferð með svissnesk kort. Þetta er þekkt leið og það eru mál sem hafa verið hér til rannsóknar sem snúast um þetta; Íslendingar með erlend kort. Reyndar snúa flest málin hjá okkur að kortum sem gefin eru út í Lúxemborg en Sviss hefur líka komið uppá borð hér.“Svartar tekjur sem fara í gegnum kortin Bryndís segir að Ríkisskattstjóraembættið hafi, á sínum tíma, gert eftirlitsátak og þá með þeim hætti að reynt var að vinsa úr þá sem eru ferðamenn með því að fá upplýsingar frá kreditkortafyrirtækjunum um til dæmis kort sem hafa verið notuð allt síðasta ár og miðað við einhverja tiltekna upphæð, svo sem 5 milljónir. En, Bryndís segir að það hafi kostað talsvert mikla vinnu.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir það þekkta leið til að fela svartar tekjur að nota kort sem tengist erlendum reikningum.visir/Vilhelm„Það þarf að fara í viðkomandi fyrirtæki og sjá hvort þar er eitthvað nafn sem hægt er að lesa á slipunum, þar sem skrifað er undir. Jafnvel. Þetta er ein leiðin og þetta hefur ríkisskattstjóri gert. Síðan hefur ferlið verið það að eftir þessa frumskoðun og hafi komið upp einhver mál þar sem grunur er um brot, eru þau sent til okkar eða skattrannsóknarstjóra, sem grunur um refsibrot. Þetta hefur verið skoðað enda þekkt leið til að vera með svartar tekjur, að fara í gegnum svona erlend kort. Sumir gæta sín á að nota svona kort bara erlendis, og ætla má að það sé einhver hópur sem það gerir. En þeir sem nota þau hér, það gæti komist upp um þá meðal annars með þessum hætti,“ segir Bryndís. Skattrannsóknarstjóri telur, líkt og Gylfi, vel líklegt að þarna séu á ferð gervi-Svisslendingar. Vísir spurðist jafnframt fyrir um málið hjá Ríkisskattstjóra og hann segir að þar hafi verið til skoðunar notkun erlendra kreditkorta á Íslandi. „Ríkisskattstjóri mun skoða þess háttar mál eftir því sem unnt er og tilefni gefst á hverjum tíma.“ Skattar Viðskipti Tengdar fréttir Kortavelta erlendra ferðamanna jókst um rúma 20 milljarða Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 237 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um rúma 20 milljarða, eða um 9,4 prósent, frá árinu 2017. 31. janúar 2019 11:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur ekki ólíklegt að útskýra megi þá staðreynd að samkvæmt opinberum tölum er mesta veltan á svissneskum kortum að þar séu Íslendingar á ferð sem eru að nota leynireikninga sína í Sviss. Hver Svisslendingur eyðir mestu á Íslandi sé litið til kortaveltu og hvernig hún dreifist milli fólks af mismunandi þjóðernum. Ekki er víst að það þýði endilega að Svisslendingar, sem eru frekar þekktir fyrir að fara vel með en hitt, séu að sveifla kortum sínum af svo miklu kappi einmitt á Íslandi.Ekkert endilega Svisslendingar með svissnesk kortÍ nýlegu bréfi hagfræðideildar Landsbankans er heildarkortavelta erlendra ferðamanna skoðuð en hún nam 236,6 milljörðum króna á síðasta ári og jókst hún um 20,4 milljarða, eða 9,4 prósent milli ára. Athygli vekur að meðan kortaveltan er mest hjá Bandaríkjamönnum, enda þeir flestir þá er kortavelta á hvern ferðamann um sig langmest hjá Svisslendingum, eins og reyndar hefur verið undanfarin ár. Meðalkortavelta hvers Svisslendings nam tæpum 168 þúsundum króna en næstmest var hún hjá Norðmönnum, eða 133 þúsund krónur á ferðamann. Hvernig stendur á þessu?Gylfi Magnússon segir það ekkert endilega íbúar Swiss eða svissneskir ríkisborgarar sem veifi svissneskum kreditkortum.„Án þess að vita neitt um málið finnst mér ekki ólíklegt að hér séu „gervisvisslendingar“ á ferð, það er fólk með krítarkort frá svissneskum bönkum en ekkert endilega íbúar Sviss eða svissneskir ríkisborgarar. Gætu jafnvel leynst einhverjir Íslendingar í hópi korthafa. Þetta eru þó bara getgátur,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra í stuttu samtali við Vísi. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri tekur undir með Gylfa. Hún segir þetta athyglisvert. „Og mér finnst ekki hægt að útiloka, jafnvel líklegt að þarna séu Íslendingar á ferð með svissnesk kort. Þetta er þekkt leið og það eru mál sem hafa verið hér til rannsóknar sem snúast um þetta; Íslendingar með erlend kort. Reyndar snúa flest málin hjá okkur að kortum sem gefin eru út í Lúxemborg en Sviss hefur líka komið uppá borð hér.“Svartar tekjur sem fara í gegnum kortin Bryndís segir að Ríkisskattstjóraembættið hafi, á sínum tíma, gert eftirlitsátak og þá með þeim hætti að reynt var að vinsa úr þá sem eru ferðamenn með því að fá upplýsingar frá kreditkortafyrirtækjunum um til dæmis kort sem hafa verið notuð allt síðasta ár og miðað við einhverja tiltekna upphæð, svo sem 5 milljónir. En, Bryndís segir að það hafi kostað talsvert mikla vinnu.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir það þekkta leið til að fela svartar tekjur að nota kort sem tengist erlendum reikningum.visir/Vilhelm„Það þarf að fara í viðkomandi fyrirtæki og sjá hvort þar er eitthvað nafn sem hægt er að lesa á slipunum, þar sem skrifað er undir. Jafnvel. Þetta er ein leiðin og þetta hefur ríkisskattstjóri gert. Síðan hefur ferlið verið það að eftir þessa frumskoðun og hafi komið upp einhver mál þar sem grunur er um brot, eru þau sent til okkar eða skattrannsóknarstjóra, sem grunur um refsibrot. Þetta hefur verið skoðað enda þekkt leið til að vera með svartar tekjur, að fara í gegnum svona erlend kort. Sumir gæta sín á að nota svona kort bara erlendis, og ætla má að það sé einhver hópur sem það gerir. En þeir sem nota þau hér, það gæti komist upp um þá meðal annars með þessum hætti,“ segir Bryndís. Skattrannsóknarstjóri telur, líkt og Gylfi, vel líklegt að þarna séu á ferð gervi-Svisslendingar. Vísir spurðist jafnframt fyrir um málið hjá Ríkisskattstjóra og hann segir að þar hafi verið til skoðunar notkun erlendra kreditkorta á Íslandi. „Ríkisskattstjóri mun skoða þess háttar mál eftir því sem unnt er og tilefni gefst á hverjum tíma.“
Skattar Viðskipti Tengdar fréttir Kortavelta erlendra ferðamanna jókst um rúma 20 milljarða Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 237 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um rúma 20 milljarða, eða um 9,4 prósent, frá árinu 2017. 31. janúar 2019 11:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Kortavelta erlendra ferðamanna jókst um rúma 20 milljarða Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 237 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um rúma 20 milljarða, eða um 9,4 prósent, frá árinu 2017. 31. janúar 2019 11:28