Ánægður að geta hætt á eigin forsendum og stefnir á þjálfun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 15:46 Guðjón Valur í síðasta sigurleik sínum með íslenska landsliðinu, gegn Portúgal á EM 2020. vísir/epa Íþróttafrétt dagsins er að Guðjón Valur Sigurðsson hefur lagt skóna á hilluna eftir langna og glæsilegan feril. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Guðjón Val í Sportinu í dag. „Þetta var löng fæðing síðustu tvær vikurnar. En eftir að hafa hugsað þetta vel og lengi sjálfur, talað við fjölskylduna og þónokkur lið hérna heima ákvað ég að láta slag standa,“ svaraði Guðjón Valur aðspurður hvenær hann hafi ákveðið að hætta. Hann segir að óvissan vegna kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög mikil óvissa í íþróttaheiminum og fyrst maður veit ekki hvenær og í hvaða formi verður farið aftur í gang ákvað ég að hætta núna í staðinn fyrir að bíða mögulega eftir einhverju tilboði sem kæmi kannski í haust eða þegar líða fer að jólum. Ég er ánægður með þetta og finnst tímapunkturinn fínn. Ég er ekki að fara að bíða eftir 2-3 ára samningum úti í heimi kominn á þennan aldur,“ sagði Guðjón Valur. „Ég fór yfir allt saman og fannst þetta vera ágætis tímapunktur. Svo er ekkert að gera í íþróttafréttum þannig að ég ákvað að gefa ykkur smá brauðmola,“ sagði Guðjón Valur léttur. Guðjón Valur varð þýskur meistari með Rhein-Neckar Löwen 2017.vísir/epa En hvernig er fyrsti dagurinn sem fyrrverandi handboltamaður? „Núna líður mér mjög vel enda öll íþróttahús lokuð og ekki hægt að fá harpix á puttana. En ég er mjög ánægður með þetta. Mér fannst líka ágætt að geta tekið ákvörðunina sjálfur. Ég þurfti ekki að bíða eftir einhverjum meiðslum eða að hafa ekkert að gera,“ sagði Guðjón Valur. Ferilskrá hans er löng og glæsileg. Hann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar, vann silfur og brons með íslenska landsliðinu, varð meistari í fjórum löndum, vann Meistaradeild Evrópu og varð markakóngur á HM og í þýsku úrvalsdeildinni. Og svo mætti lengi telja. „Maður hélt alltaf að þegar þessi dagur kæmi myndi maður hugsa um titla og medalíur en það eru ákveðnar æfingar, klefastemmning og annað slíkt sem manni þykir vænna um. Hvað þá landsliðið. Það hefur alltaf verið heiður að spila með því, bæði á slæmum og góðum tímum,“ sagði Guðjón Valur. „Ég er mjög sáttur með þetta en fyrst og fremst þakklátur að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu. Þetta er langt því frá sjálfsagt.“ Guðjón Valur stefnir á þjálfun.vísir/epa Guðjón Valur segir miklar líkur á að hann helli sér út í þjálfun nú þegar leikmannaferlinum er lokið. „Mér finnst líklegt að ég verði í handbolta. Það liggur beinast við að maður fari út í einhvers konar þjálfun. Í hvaða formi það verður er ekki komið á hreint en mér finnst líklegt að ég fari á hliðarlínuna og kynnist því starfi,“ sagði Guðjón Valur. „Hvort það verði strax eða bíði aðeins verður að koma í ljós á næstu dögum og vikum.“ Guðjón Valur segir að nokkur félög hafi þegar haft samband við sig. Hann segir að nú feti hann ókunna slóð. „Síminn er búinn að vera að hringja og heldur vonandi eitthvað áfram. Það er ágætt að vita af áhuga en þessu fylgir líka ákveðin hræðsla og stress. Þótt maður hafi ekki alltaf átt góða leiki þegar maður var að spila vissi maður nokkurn veginn hvað maður var að gera,“ sagði Guðjón Valur. „Það er gott og gaman að fólk hafi trú á manni sem þjálfara en það er mikið óöryggi sem fylgir því. Til þess að verða góður í einhverju þarf maður að gera fullt af mistökum og læra af þeim. Þessi mistök hef ég ekki enn gert en ég hlakka til að takast á við nýjan feril, hvenær sem það verður.“ Guðjón Valur vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona 2015.vísir/epa Aðspurður segir Guðjón Valur að góðu augnablikin séu ekki endilega það sem standi upp úr á ferlinum. „Auðveldast er að segja medalíurnar með landsliðinu. En jafn erfið og slæmu mótin voru gáfu þau mest eftir á og maður lærði mest af þeim,“ sagði Guðjón Valur. „Það er líka ótrúlegt að geta sagst hafa spilað með Kiel og Barcelona og kynnast þeim anda sem þar ríkir og skilja af hverju liðin eru jafn góð og þau eru. Ég er þakklátur að hafa fengið að upplifa þetta.“ Klippa: Sportið í dag - Guðjón Valur í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Tengdar fréttir Tölurnar mögnuðu frá landsliðsferil Guðjóns Vals sem spannaði 21 ár Guðjón Valur Sigurðsson spilaði með íslenska landsliðinu frá 1999 til 2020 og hér má sjá ýmsar tölulegar staðreyndir frá landsliðsferli hans. 29. apríl 2020 14:30 Einn af þeim stóru og man ekki eftir handbolta án Guðjóns Vals Margir hafa tjáð sig um feril Guðjóns Vals Sigurðssonar á samfélagsmiðlum. 29. apríl 2020 13:00 „Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Logi Geirsson segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. 29. apríl 2020 11:56 Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Íþróttafrétt dagsins er að Guðjón Valur Sigurðsson hefur lagt skóna á hilluna eftir langna og glæsilegan feril. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Guðjón Val í Sportinu í dag. „Þetta var löng fæðing síðustu tvær vikurnar. En eftir að hafa hugsað þetta vel og lengi sjálfur, talað við fjölskylduna og þónokkur lið hérna heima ákvað ég að láta slag standa,“ svaraði Guðjón Valur aðspurður hvenær hann hafi ákveðið að hætta. Hann segir að óvissan vegna kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög mikil óvissa í íþróttaheiminum og fyrst maður veit ekki hvenær og í hvaða formi verður farið aftur í gang ákvað ég að hætta núna í staðinn fyrir að bíða mögulega eftir einhverju tilboði sem kæmi kannski í haust eða þegar líða fer að jólum. Ég er ánægður með þetta og finnst tímapunkturinn fínn. Ég er ekki að fara að bíða eftir 2-3 ára samningum úti í heimi kominn á þennan aldur,“ sagði Guðjón Valur. „Ég fór yfir allt saman og fannst þetta vera ágætis tímapunktur. Svo er ekkert að gera í íþróttafréttum þannig að ég ákvað að gefa ykkur smá brauðmola,“ sagði Guðjón Valur léttur. Guðjón Valur varð þýskur meistari með Rhein-Neckar Löwen 2017.vísir/epa En hvernig er fyrsti dagurinn sem fyrrverandi handboltamaður? „Núna líður mér mjög vel enda öll íþróttahús lokuð og ekki hægt að fá harpix á puttana. En ég er mjög ánægður með þetta. Mér fannst líka ágætt að geta tekið ákvörðunina sjálfur. Ég þurfti ekki að bíða eftir einhverjum meiðslum eða að hafa ekkert að gera,“ sagði Guðjón Valur. Ferilskrá hans er löng og glæsileg. Hann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar, vann silfur og brons með íslenska landsliðinu, varð meistari í fjórum löndum, vann Meistaradeild Evrópu og varð markakóngur á HM og í þýsku úrvalsdeildinni. Og svo mætti lengi telja. „Maður hélt alltaf að þegar þessi dagur kæmi myndi maður hugsa um titla og medalíur en það eru ákveðnar æfingar, klefastemmning og annað slíkt sem manni þykir vænna um. Hvað þá landsliðið. Það hefur alltaf verið heiður að spila með því, bæði á slæmum og góðum tímum,“ sagði Guðjón Valur. „Ég er mjög sáttur með þetta en fyrst og fremst þakklátur að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu. Þetta er langt því frá sjálfsagt.“ Guðjón Valur stefnir á þjálfun.vísir/epa Guðjón Valur segir miklar líkur á að hann helli sér út í þjálfun nú þegar leikmannaferlinum er lokið. „Mér finnst líklegt að ég verði í handbolta. Það liggur beinast við að maður fari út í einhvers konar þjálfun. Í hvaða formi það verður er ekki komið á hreint en mér finnst líklegt að ég fari á hliðarlínuna og kynnist því starfi,“ sagði Guðjón Valur. „Hvort það verði strax eða bíði aðeins verður að koma í ljós á næstu dögum og vikum.“ Guðjón Valur segir að nokkur félög hafi þegar haft samband við sig. Hann segir að nú feti hann ókunna slóð. „Síminn er búinn að vera að hringja og heldur vonandi eitthvað áfram. Það er ágætt að vita af áhuga en þessu fylgir líka ákveðin hræðsla og stress. Þótt maður hafi ekki alltaf átt góða leiki þegar maður var að spila vissi maður nokkurn veginn hvað maður var að gera,“ sagði Guðjón Valur. „Það er gott og gaman að fólk hafi trú á manni sem þjálfara en það er mikið óöryggi sem fylgir því. Til þess að verða góður í einhverju þarf maður að gera fullt af mistökum og læra af þeim. Þessi mistök hef ég ekki enn gert en ég hlakka til að takast á við nýjan feril, hvenær sem það verður.“ Guðjón Valur vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona 2015.vísir/epa Aðspurður segir Guðjón Valur að góðu augnablikin séu ekki endilega það sem standi upp úr á ferlinum. „Auðveldast er að segja medalíurnar með landsliðinu. En jafn erfið og slæmu mótin voru gáfu þau mest eftir á og maður lærði mest af þeim,“ sagði Guðjón Valur. „Það er líka ótrúlegt að geta sagst hafa spilað með Kiel og Barcelona og kynnast þeim anda sem þar ríkir og skilja af hverju liðin eru jafn góð og þau eru. Ég er þakklátur að hafa fengið að upplifa þetta.“ Klippa: Sportið í dag - Guðjón Valur í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Tengdar fréttir Tölurnar mögnuðu frá landsliðsferil Guðjóns Vals sem spannaði 21 ár Guðjón Valur Sigurðsson spilaði með íslenska landsliðinu frá 1999 til 2020 og hér má sjá ýmsar tölulegar staðreyndir frá landsliðsferli hans. 29. apríl 2020 14:30 Einn af þeim stóru og man ekki eftir handbolta án Guðjóns Vals Margir hafa tjáð sig um feril Guðjóns Vals Sigurðssonar á samfélagsmiðlum. 29. apríl 2020 13:00 „Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Logi Geirsson segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. 29. apríl 2020 11:56 Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Tölurnar mögnuðu frá landsliðsferil Guðjóns Vals sem spannaði 21 ár Guðjón Valur Sigurðsson spilaði með íslenska landsliðinu frá 1999 til 2020 og hér má sjá ýmsar tölulegar staðreyndir frá landsliðsferli hans. 29. apríl 2020 14:30
Einn af þeim stóru og man ekki eftir handbolta án Guðjóns Vals Margir hafa tjáð sig um feril Guðjóns Vals Sigurðssonar á samfélagsmiðlum. 29. apríl 2020 13:00
„Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Logi Geirsson segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. 29. apríl 2020 11:56
Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti