Lífið

Selja bjórinn á 350 krónur

Krúttlegt og lítið Össur Hafþórsson og eiginkona hans, Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, reka Café Grand saman.
fréttablaðið/Arnþór
Krúttlegt og lítið Össur Hafþórsson og eiginkona hans, Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, reka Café Grand saman. fréttablaðið/Arnþór

Kaffihúsið Café Grand opnaði við Frakkastíg fyrir tæpum mánuði, en athygli vekur að þar má fá ódýrasta áfengið í bænum. Bjórinn kostar aðeins 350 krónur en algengasta verð á börum bæjarins er 800 krónur.

Eigendur Café Grand eru Össur Hafþórsson og Linda Mjöll Þorsteinsdóttir eiginkona hans, en þau reka einnig skemmtistaðinn Sódómu og húðflúrstofuna Reykjavík Ink.

„Við ætluðum upphaflega að nefna staðinn Litla kaffihúsið því húsnæðið er svo lítið og krúttlegt, en fannst svo meira grand að kalla það bara Café Grand," útskýrir Össur.

Inntur eftir því hvernig hann fari að því að halda áfengisverðinu svo lágu segist hann vera heppinn með húsnæði. „Við erum fyrst og síðast mjög heppin með húsnæði og getum þess vegna verið með mjög litla álagningu á áfengi. Við erum svolítið eins og Múrbúðin, ekki með nein tilboð heldur alltaf bara besta verðið, það er svipuð pæling á bak við Café Grand."

Össur og eiginkona hans skiptast á að afgreiða gesti kaffistofunnar, en kaffihúsið er opið frá klukkan 15.00 til 23.00 alla daga vikunnar.

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×