Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 15:45 Páll Matthíasson og Vigdís Hauksdóttir vísir Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar, við upphaf þingfundar í dag vegna orða hennar um það að meirihluti fjárlaganefndar sé beittur andlegu ofbeldi, meðal annars af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís líkti orðum Páls við andlegt ofbeldi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að forstjóri Landspítalans ætti ekki að þurfa að sæta því að formaður fjárlaganefndar fari út með opinberar yfirlýsingar um andlegt ofbeldi.Vilja að forseti beiti sér í málinu „Framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans er með öllu óþolandi. Þetta er ekki hægt, virðulegur forseti,“ sagði Helgi. Hann sagði það grundvallaratriði að hægt væri að ræða málin á nefndarfundum á málefnalegan hátt þótt skoðanir væru skiptar. „En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan, og ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess.“ Undir orð hans tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún biðlaði til forseta þingsins um að taka á málinu með viðeigandi hætti því virðing Alþingis væri í húfi. Þingið setti niður svo eftir væri tekið með ummælum Vigdísar. Þá kom Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, einnig í pontu og kallaði eftir því að forseti þingsins tæki á málinu. „Mér finnst það mjög alvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar tjáir sig á þennan hátt. [...] Hún tjáir sig um að þetta hafi verið andlegt ofbeldi og mér finnst það svo alvarlegt að ég á eiginlega ekki til orð,“ sagði Birgitta.„Mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi“ Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það margítrekað hafa komið fram að þjóðin vilji átak og sátt í heilbrigðismálum hér á landi. Þá hefðu jafnframt komið fram þverpólitískar yfirlýsingar á Alþingi í þá veru og því væri mikilvægt að samtalið milli þingsins og heilbrigðiskerfisins væri uppbyggilegt og á réttum nótum. „Ég vil taka undir með öðrum þingmönnum að það er mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi eða andlegt ofbeldi vegna þess að nóg er nú af því í samfélaginu, og ef að við alþingismenn, sem höfum verið kjörin af samfélaginu, þolum ekki okkar atlæti, þá held ég að það sé ekki mikil eftirspurn eftir þeirri skoðun.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir orð annarra þingmanna í stjórnarandstöðunni. Hún sagði Vigdísi Hauksdóttur ekki aðeins draga embættið sem hún gegnir niður í svaðið heldur þingið allt. „Við öll erum sett niður við svona háttalag. Það er ekki verið að fara til fjárlaganefndar til að gera grein fyrir erfiðri stöðu Landspítalans út af engu. Það er auðvitað bara grafalvarleg staða sem menn geta ekki leyft sér að vera svo með í framhaldinu svona skæting eins og háttvirtur formaður fjárlaganefndar hefur gert.“ Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar, við upphaf þingfundar í dag vegna orða hennar um það að meirihluti fjárlaganefndar sé beittur andlegu ofbeldi, meðal annars af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís líkti orðum Páls við andlegt ofbeldi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að forstjóri Landspítalans ætti ekki að þurfa að sæta því að formaður fjárlaganefndar fari út með opinberar yfirlýsingar um andlegt ofbeldi.Vilja að forseti beiti sér í málinu „Framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans er með öllu óþolandi. Þetta er ekki hægt, virðulegur forseti,“ sagði Helgi. Hann sagði það grundvallaratriði að hægt væri að ræða málin á nefndarfundum á málefnalegan hátt þótt skoðanir væru skiptar. „En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan, og ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess.“ Undir orð hans tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún biðlaði til forseta þingsins um að taka á málinu með viðeigandi hætti því virðing Alþingis væri í húfi. Þingið setti niður svo eftir væri tekið með ummælum Vigdísar. Þá kom Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, einnig í pontu og kallaði eftir því að forseti þingsins tæki á málinu. „Mér finnst það mjög alvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar tjáir sig á þennan hátt. [...] Hún tjáir sig um að þetta hafi verið andlegt ofbeldi og mér finnst það svo alvarlegt að ég á eiginlega ekki til orð,“ sagði Birgitta.„Mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi“ Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það margítrekað hafa komið fram að þjóðin vilji átak og sátt í heilbrigðismálum hér á landi. Þá hefðu jafnframt komið fram þverpólitískar yfirlýsingar á Alþingi í þá veru og því væri mikilvægt að samtalið milli þingsins og heilbrigðiskerfisins væri uppbyggilegt og á réttum nótum. „Ég vil taka undir með öðrum þingmönnum að það er mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi eða andlegt ofbeldi vegna þess að nóg er nú af því í samfélaginu, og ef að við alþingismenn, sem höfum verið kjörin af samfélaginu, þolum ekki okkar atlæti, þá held ég að það sé ekki mikil eftirspurn eftir þeirri skoðun.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir orð annarra þingmanna í stjórnarandstöðunni. Hún sagði Vigdísi Hauksdóttur ekki aðeins draga embættið sem hún gegnir niður í svaðið heldur þingið allt. „Við öll erum sett niður við svona háttalag. Það er ekki verið að fara til fjárlaganefndar til að gera grein fyrir erfiðri stöðu Landspítalans út af engu. Það er auðvitað bara grafalvarleg staða sem menn geta ekki leyft sér að vera svo með í framhaldinu svona skæting eins og háttvirtur formaður fjárlaganefndar hefur gert.“
Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42
„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50
Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18