Meisturunum tveimur vel til vina 15. apríl 2010 16:00 Það hefur farið vel á með Button og Hamilton frá fyrsta mótinu í Barein, þar sem þeir mættust á blaðamannafundi. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og Jenson eru báðir meistarar og Button núverandi handhafi titilsins. Hamilton sem vann titilinn 2008 var spurður hvort mikil samkeppni ríkti á milli þeirra á blaðamannafundi í dag, en Button er ofar Hamilton í stigamótinu hjá McLaren liðinu Hamilton hefur verið lengur hjá liðinu og því spáðu margir í hvort umskiptin hefði verið sterkur leikur eða veikur í vetur. Kapparnir tveir keyra á fyrstu æfingum á Sjanghæ brautinni í Kína í nótt. Oft verður einskonar stríð á milli liðsfélaga, en andinn á milli Buttons og Hamiltons er afar jákvæður. "Samstarf okkar gengur vel. Við löndum mörgum stigum fyrir liðið og hann er að gera frábæra hluti. Okkur lyndir vel saman. Button færir liðinu bara jákvæðni og er í góðu jafnvægi og vel gerður persónuleiki", sagði Hamilton um liðsfélaga sinn og keppinaut í brautinni. Þeir takast á við Sjanghæ brautina um helgina með McLaren og fóru báðir í ökuhermi McLaren til að bæta bíla sína fyrir mótið og finna út úr vanköntum á uppsetningu þeirra. Hamilton telur eins og fleiri að Red Bull bílarnir hafi forskot eins og staðan er núna hvað hraða bíla varðar, en gæðin hefur vantað í bíl Sebastian Vettel sem hefur bilað í tvígang. Annars væri hann trúlega með 3 sigra í handraðanum. "Sebastian gæti verið nokkuð á undan, en eins og staðan er núna er mjótt á munum. Ég vona að það verði raunin á næstunni, en spurning hvort Red Bull bílarnir þola eldraunina eður ei. Við verðum að gæta þess að sýna stöðugleika. Maður hefur ekki efni á því að falla úr leik of oft í stigamótinu." Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton og Jenson eru báðir meistarar og Button núverandi handhafi titilsins. Hamilton sem vann titilinn 2008 var spurður hvort mikil samkeppni ríkti á milli þeirra á blaðamannafundi í dag, en Button er ofar Hamilton í stigamótinu hjá McLaren liðinu Hamilton hefur verið lengur hjá liðinu og því spáðu margir í hvort umskiptin hefði verið sterkur leikur eða veikur í vetur. Kapparnir tveir keyra á fyrstu æfingum á Sjanghæ brautinni í Kína í nótt. Oft verður einskonar stríð á milli liðsfélaga, en andinn á milli Buttons og Hamiltons er afar jákvæður. "Samstarf okkar gengur vel. Við löndum mörgum stigum fyrir liðið og hann er að gera frábæra hluti. Okkur lyndir vel saman. Button færir liðinu bara jákvæðni og er í góðu jafnvægi og vel gerður persónuleiki", sagði Hamilton um liðsfélaga sinn og keppinaut í brautinni. Þeir takast á við Sjanghæ brautina um helgina með McLaren og fóru báðir í ökuhermi McLaren til að bæta bíla sína fyrir mótið og finna út úr vanköntum á uppsetningu þeirra. Hamilton telur eins og fleiri að Red Bull bílarnir hafi forskot eins og staðan er núna hvað hraða bíla varðar, en gæðin hefur vantað í bíl Sebastian Vettel sem hefur bilað í tvígang. Annars væri hann trúlega með 3 sigra í handraðanum. "Sebastian gæti verið nokkuð á undan, en eins og staðan er núna er mjótt á munum. Ég vona að það verði raunin á næstunni, en spurning hvort Red Bull bílarnir þola eldraunina eður ei. Við verðum að gæta þess að sýna stöðugleika. Maður hefur ekki efni á því að falla úr leik of oft í stigamótinu."
Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira