Sportpakkinn: Fyrsta e-landsliðið í fótbolta stillir liðinu ekki upp eins og Hamrén Arnar Björnsson skrifar 28. febrúar 2020 07:00 Aron Ívarsson er fyrirliði íslenska e-fótboltalandsliðsins. vísir/skjáskot Aron Ívarsson KR, Jóhann Ólafur Jóhannsson FH og Aron Þormar Lárusson Fylki skipa fyrsta landsliðið í e-fótbolta og það eru næg verkefni framundan. Fyrirliðinn Aron Ívarsson er spenntur. „Þetta er draumur að rætast. Þegar maður var polli í fótbolta dreymdi mig um að reima á sig skóna og klæðast landsliðstreyjunni. Það gékk nú ekki svo vel í fótbolta en hér stendur maður í tölvuleiknum sem maður elskaði í mörg ár. Ég átti ekki von á þessu tækifæri en er rosalega spenntur að fá að taka þátt í þessu“. Ísland er í riðli með Rússlandi, Póllandi, Austurríki og Ísrael í undankeppni eEURO 2020 og fer riðillinn fram í mars. Aron er búinn að hafa áhuga á tölvum lengi, fór síðan í tölvunarfræði og er kominn í landsliðið en hvar endar þetta? „Ég vona að ég geti átt feril í íþróttinni og vekja athygli á mér í öðrum löndum í PES leiknum. Þess vegna er það frábært að fá þetta tækifæri að komast í sviðsljósið. Nú muni hinar þjóðirnar taka eftir manni. Fyrst og fremst er þetta áhugamál en ég ætla að gera mitt til að auka áhuga á e-fótbolta á Íslandi. Ég vona að þeir sem eru að spila heima hjá sér komi úr felum og taki þátt í þessu rosalega verkefni sem við erum að byrja“. Hver er munurinn á e-fótbolta og venjulegum tölvuleik? „Maður þarf að haga góðan skilning á íþróttinni. Þetta er hermir fyrir fótbolta. Þetta snýst um að gefa boltann, hvernig á að hlaupa, verjast og skýla boltanum þó þú sért að nota fjærstýringu í staðinn fyrir fætur. Það er einnig nauðsynlegt að hafa góðan skilning á því hvernig leikkerfin virka. Hvort þú beitir svæðisvörn eða spilar maður á mann þá þarftu að vita hvernig þú stjórnar leikmönnum“. Eru leikmenn í tölvuleiknum sem eru örvfættir, góðir að skalla boltann og fljótir að hlaupa? „Nákvæmlega og einnig í föstum leikatriðum. Það þarf að velja réttu mennina til að vera inni í vítateignum og réttu mennina til að senda boltann fyrir og skjóta á markið. Áhorfendur koma til með að taka eftir að við spilum með íslenska landsliðið í PES og leggjum áherslu á að koma Gylfa og Jóhanni Berg í góðar stöður því þeir eru frábærir í að sparka boltanum í rammann“. Það skiptir því miklu máli að vera með réttu mennina á réttum stöðum? „Þetta byggist líka mikið á hraða leikmanna. Við munum því ekki stilla upp eins og íslenska landsliðið, reynum að nota fljótustu leikmennina þannig eru Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson fremstir á vellinum hjá okkur. Það er vegna þess að þeir geta sprett upp völlinn og þá getum við beitt þessum hættulegu skyndisóknum sem virka mjög vel í leiknum“. Nú er kórónuveiran að trylla alla út um allan heim. Verður þetta kannski eini fótboltinn sem verður spilaður í lok þessa árs? „Ég vona ekki því ég er mjög mikill áðdáandi fótboltans og hlakka til Evrópukeppninnar. En hver veit“. En þú ferð nú varla að taka í höndina á mótherjum í landsleikjunum? „Nei þeir verða annars staðar í Evrópu þannig að það verður engin smithætta“, sagði Aron Ívarsson fyrirliði íslenska e-landsliðsins í fótbolta. Klippa: Viðtal við fyrirliða e-landsliðsins í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira
Aron Ívarsson KR, Jóhann Ólafur Jóhannsson FH og Aron Þormar Lárusson Fylki skipa fyrsta landsliðið í e-fótbolta og það eru næg verkefni framundan. Fyrirliðinn Aron Ívarsson er spenntur. „Þetta er draumur að rætast. Þegar maður var polli í fótbolta dreymdi mig um að reima á sig skóna og klæðast landsliðstreyjunni. Það gékk nú ekki svo vel í fótbolta en hér stendur maður í tölvuleiknum sem maður elskaði í mörg ár. Ég átti ekki von á þessu tækifæri en er rosalega spenntur að fá að taka þátt í þessu“. Ísland er í riðli með Rússlandi, Póllandi, Austurríki og Ísrael í undankeppni eEURO 2020 og fer riðillinn fram í mars. Aron er búinn að hafa áhuga á tölvum lengi, fór síðan í tölvunarfræði og er kominn í landsliðið en hvar endar þetta? „Ég vona að ég geti átt feril í íþróttinni og vekja athygli á mér í öðrum löndum í PES leiknum. Þess vegna er það frábært að fá þetta tækifæri að komast í sviðsljósið. Nú muni hinar þjóðirnar taka eftir manni. Fyrst og fremst er þetta áhugamál en ég ætla að gera mitt til að auka áhuga á e-fótbolta á Íslandi. Ég vona að þeir sem eru að spila heima hjá sér komi úr felum og taki þátt í þessu rosalega verkefni sem við erum að byrja“. Hver er munurinn á e-fótbolta og venjulegum tölvuleik? „Maður þarf að haga góðan skilning á íþróttinni. Þetta er hermir fyrir fótbolta. Þetta snýst um að gefa boltann, hvernig á að hlaupa, verjast og skýla boltanum þó þú sért að nota fjærstýringu í staðinn fyrir fætur. Það er einnig nauðsynlegt að hafa góðan skilning á því hvernig leikkerfin virka. Hvort þú beitir svæðisvörn eða spilar maður á mann þá þarftu að vita hvernig þú stjórnar leikmönnum“. Eru leikmenn í tölvuleiknum sem eru örvfættir, góðir að skalla boltann og fljótir að hlaupa? „Nákvæmlega og einnig í föstum leikatriðum. Það þarf að velja réttu mennina til að vera inni í vítateignum og réttu mennina til að senda boltann fyrir og skjóta á markið. Áhorfendur koma til með að taka eftir að við spilum með íslenska landsliðið í PES og leggjum áherslu á að koma Gylfa og Jóhanni Berg í góðar stöður því þeir eru frábærir í að sparka boltanum í rammann“. Það skiptir því miklu máli að vera með réttu mennina á réttum stöðum? „Þetta byggist líka mikið á hraða leikmanna. Við munum því ekki stilla upp eins og íslenska landsliðið, reynum að nota fljótustu leikmennina þannig eru Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson fremstir á vellinum hjá okkur. Það er vegna þess að þeir geta sprett upp völlinn og þá getum við beitt þessum hættulegu skyndisóknum sem virka mjög vel í leiknum“. Nú er kórónuveiran að trylla alla út um allan heim. Verður þetta kannski eini fótboltinn sem verður spilaður í lok þessa árs? „Ég vona ekki því ég er mjög mikill áðdáandi fótboltans og hlakka til Evrópukeppninnar. En hver veit“. En þú ferð nú varla að taka í höndina á mótherjum í landsleikjunum? „Nei þeir verða annars staðar í Evrópu þannig að það verður engin smithætta“, sagði Aron Ívarsson fyrirliði íslenska e-landsliðsins í fótbolta. Klippa: Viðtal við fyrirliða e-landsliðsins í fótbolta
Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira