Óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki alltaf fylgt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:19 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Friðrik Þór Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun. Dæmi eru um að öllu starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu hafi verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Eflingar óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki fylgt í öllum tilfellum. Gray Line sagði upp 107 starfsmönnum í dag. Þórir Garðarsson stjórnarformaður vonar að hann geti ráðið fólkið aftur til starfa síðar. „Við neyddumst til þess að segja upp um 93% af starfsmönnum og það er náttúrlega mjög sárt. Hérna er starfsfólk sem hefur unnið hjá okkur í Fyrirtækið er aðeins eitt af fjölmörgum sem hafa séð sig knúin til að grípa til uppsagna nú um mánaðamótin. Sjá einnig: Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, var sagt upp í morgun og um hundrað boðið lægra starfshlutfall. Arctic Adventures sagði upp öllum 152 starfsmönnum sínum og Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Öllum sextíu starfsmönnum Hótels Sögu var sagt upp í dag og Íslandshótel segja upp um 230 starfsmönnum. Svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu grípa aðrar stórar hótelkeðjur einnig til umfangsmikilla uppsagna. Segir ekkert undantekningarástand í samfélaginu Margt starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja er í Eflingu. „Atvinnurekendum ber að fara í einu og öllu eftir lögum um hópuppsögnum og ég vil kannski minna á það að í þeim lögum er kveðið á um að það eigi að vera samráð, raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna, trúnaðarmann ef að honum er til að dreifa,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Dæmi séu um að því sé ekki fylgt. „Við höfum fengið því miður tilfelli um það þar sem er verið að framkvæma hópuppsagnir og því er haldið fram við starfsfólk að það sé eitthvert undantekningarástand í samfélaginu og þurfi ekki að fara eftir þessum reglum. Ég vil líka beina því til atvinnurekenda að ef að það er ekki farið eftir þessum lögum, þá eru uppsagnirnar ekki gildar,“ segir Viðar. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun. Dæmi eru um að öllu starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu hafi verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Eflingar óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki fylgt í öllum tilfellum. Gray Line sagði upp 107 starfsmönnum í dag. Þórir Garðarsson stjórnarformaður vonar að hann geti ráðið fólkið aftur til starfa síðar. „Við neyddumst til þess að segja upp um 93% af starfsmönnum og það er náttúrlega mjög sárt. Hérna er starfsfólk sem hefur unnið hjá okkur í Fyrirtækið er aðeins eitt af fjölmörgum sem hafa séð sig knúin til að grípa til uppsagna nú um mánaðamótin. Sjá einnig: Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, var sagt upp í morgun og um hundrað boðið lægra starfshlutfall. Arctic Adventures sagði upp öllum 152 starfsmönnum sínum og Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Öllum sextíu starfsmönnum Hótels Sögu var sagt upp í dag og Íslandshótel segja upp um 230 starfsmönnum. Svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu grípa aðrar stórar hótelkeðjur einnig til umfangsmikilla uppsagna. Segir ekkert undantekningarástand í samfélaginu Margt starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja er í Eflingu. „Atvinnurekendum ber að fara í einu og öllu eftir lögum um hópuppsögnum og ég vil kannski minna á það að í þeim lögum er kveðið á um að það eigi að vera samráð, raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna, trúnaðarmann ef að honum er til að dreifa,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Dæmi séu um að því sé ekki fylgt. „Við höfum fengið því miður tilfelli um það þar sem er verið að framkvæma hópuppsagnir og því er haldið fram við starfsfólk að það sé eitthvert undantekningarástand í samfélaginu og þurfi ekki að fara eftir þessum reglum. Ég vil líka beina því til atvinnurekenda að ef að það er ekki farið eftir þessum lögum, þá eru uppsagnirnar ekki gildar,“ segir Viðar.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira