Íslenskir dómarar eru á ferð og flugi þessa dagana en þrír leikir í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar verða dæmdir af Íslendingum.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fær það verkefni að dæma leik Hearts og Infonet Tallinn í Edinborg á morgun. Gylfi Már Sigurðsson, Birkir Sigurðsson og Erlendur Eiríksson verða honum til aðstoðar.
Þóroddur Hjaltalín fer til Liechtenstein þar sem hann dæmir leik Vaduz og Sileks frá Makedóníu. Með honum dæma Frosti Viðar Gunnarsson, Bryngeir Valdimarsson og Þorvaldur Árnason.
Þá verður Gunnar Jarl Jónsson með flautuna á lofti á fimmtudaginn eftir viku þegar hann dæmir leik Krakow og makedónska liðsins Shkëndija í Póllandi. Jóhann Gunnar Guðmundsson, Gunnar Sverrir Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín dæma með Gunnari.
Íslendingar dæma þrjá leiki í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Max svaraði Marko fullum hálsi
Formúla 1


„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti


Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn


Dramatík á Hlíðarenda
Handbolti