Aðeins 13 þættir eftir af Game of Thrones Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. júní 2016 10:55 Næturkóngurinn verður líklegast helsta ógnin í komandi seríum. Vísir/HBO Aðdáendur Game of Thrones eru líklegast ennþá að jafna sig eftir svakalegan lokaþátt sjöttu seríu. Þar urðu ýmsar breytingar á valdataflinu í Westeros svo ekki sé meira sagt. Nú hafa framleiðendur þáttanna staðfest að aðeins tvær seríur séu eftir. Ekki nóg með það heldur verða þessar seríur í styttra laginu því aðeins 13 þættir eru eftir. Næsta sería verður aðeins 7 þættir en nú hefur fengist staðfest að lokaserían verður aðeins sex þættir. Meðframleiðendur þáttanna og handritshöfundar David Benioff og D. B. Weiss hafa nú staðfest að heildarserían um Game of Thrones verði aðeins um 73 klukkustunda löng. Nú þegar hafa þættirnir 60 sem búið er að framleiða flestir verið um klukkustunda langir sem þýðir að aðeins 13 klukkustundir eru eftir af sjónvarpssögunni.Þættirnir núna mjög ólíkir bókunumMiðað við að höfundur bókanna George R. R. Martin á enn eftir að gefa út tvær risastórar bækur í seríunni er því orðið ljóst að margt sem gerist í bókunum verður ekki með í þáttunum. Þau þáttaskil urðu við gerð sjöttu seríu að þættirnir fóru lengra en söguþráður bókanna. Framleiðendur þáttanna hafa sagt að þeir séu að færast að sömu lokaniðurstöðu og Martin með bókunum en að þeir fari aðra leið. Martin gaf síðast út bókina A Dance with Dragons sem var sú fimmta í Song of Ice and Fire röðinni sem Game of Thrones þættirnir eru byggðir á. Hann hefur átt í erfiðleikum með að klára næstu bók The Winds of Winter sem er þó nálægt því að vera fullkláruð. Breytingarnar í þáttunum hingað til frá söguþræði bókana hefur verið nokkur auk þess sem þættirnir eru komnir lengra í sögunni. Til að mynda er Jon Snow ennþá dauður í bókunum, Sansa Stark giftist aldrei illmenninu Ramsay Bolton og Tyrion Lannister hefur ekki enn hitt Daenerys Targaryen svo fátt eitt sé nefnt. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15 Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15 Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Sjá meira
Aðdáendur Game of Thrones eru líklegast ennþá að jafna sig eftir svakalegan lokaþátt sjöttu seríu. Þar urðu ýmsar breytingar á valdataflinu í Westeros svo ekki sé meira sagt. Nú hafa framleiðendur þáttanna staðfest að aðeins tvær seríur séu eftir. Ekki nóg með það heldur verða þessar seríur í styttra laginu því aðeins 13 þættir eru eftir. Næsta sería verður aðeins 7 þættir en nú hefur fengist staðfest að lokaserían verður aðeins sex þættir. Meðframleiðendur þáttanna og handritshöfundar David Benioff og D. B. Weiss hafa nú staðfest að heildarserían um Game of Thrones verði aðeins um 73 klukkustunda löng. Nú þegar hafa þættirnir 60 sem búið er að framleiða flestir verið um klukkustunda langir sem þýðir að aðeins 13 klukkustundir eru eftir af sjónvarpssögunni.Þættirnir núna mjög ólíkir bókunumMiðað við að höfundur bókanna George R. R. Martin á enn eftir að gefa út tvær risastórar bækur í seríunni er því orðið ljóst að margt sem gerist í bókunum verður ekki með í þáttunum. Þau þáttaskil urðu við gerð sjöttu seríu að þættirnir fóru lengra en söguþráður bókanna. Framleiðendur þáttanna hafa sagt að þeir séu að færast að sömu lokaniðurstöðu og Martin með bókunum en að þeir fari aðra leið. Martin gaf síðast út bókina A Dance with Dragons sem var sú fimmta í Song of Ice and Fire röðinni sem Game of Thrones þættirnir eru byggðir á. Hann hefur átt í erfiðleikum með að klára næstu bók The Winds of Winter sem er þó nálægt því að vera fullkláruð. Breytingarnar í þáttunum hingað til frá söguþræði bókana hefur verið nokkur auk þess sem þættirnir eru komnir lengra í sögunni. Til að mynda er Jon Snow ennþá dauður í bókunum, Sansa Stark giftist aldrei illmenninu Ramsay Bolton og Tyrion Lannister hefur ekki enn hitt Daenerys Targaryen svo fátt eitt sé nefnt.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15 Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15 Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Sjá meira
Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15
Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15
Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30