Istanbúl: Lá særður í tuttugu sekúndur áður en hann sprengdi sjálfan sig í loft upp Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2016 08:06 Forsætisráðherra segir að árásarmennirnir hafi komið á flugvöllinn með leigubíl. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að hryðjuverkaárásin á Atatürk-flugvellinum í Istanbul í gærkvöldi eigi að marka þáttaskil í hinni alþjóðlegu baráttu gegn herskáum uppreisnarhópum. „Sprengjurnar sem sprungu í Istanbul í dag gætu hafa sprungið á hvaða flugvelli sem er í hvaða borg í heiminum sem er,“ sagði forsetinn. BBC greinir frá.Sjá einnig:Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Tyrknesk yfirvöld hafa staðfest að 36 manns hafi farist og rúmlega 140 manns særst í árásinni. Þrír menn hófu skothríð fyrir utan og inni í flugstöðinni í gærkvöldi og sprengdu svo sjálfa sig í loft upp eftir að lögregla hóf skothríð sína.ISIS kann að bera ábyrgð á árásinni Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir fyrstu upplýsingar benda til þess að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS kunni að hafa staðið að baki árásinni. ISIS og uppreisnarhópum Kúrda hefur verið kennt um sprengjuárásir í Tyrklandi síðustu mánuði.Komu með leigubíl Yildirim segir að árásarmennirnir hafi komið á flugvöllinn með leigubíl. Í öryggismyndavélum má sjá einn árásarmannanna hlaupandi um í brottfararsalnum þar sem aðrir hlaupa burt frá honum. Hann er svo skotinn af lögreglu og liggur á gólfinu í um tuttugu sekúndur áður en hann sprengir sjálfan sig í loft upp. Allir þrír árásarmennirnir eru látnir.Svívirðileg árás Bandaríkjastjórn hefur lýst árásinni sem svívirðilegri og ítrekað að Bandaríkjamenn standi þétt við bakið á Tyrkjum. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, tekur í sama streng og segir Þjóðverja syrgja fórnarlömbin og að Þjóðverjar standi með Tyrkjum. Flugum til og frá flugvellinum var aflýst í kjölfar árásarinnar, en vélar eru nú aftur byrjaðar að taka á loft og lenda.Uppfært 10:20 Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá tyrkneskum yfirvöldum fórst 41 maður í árásinni og 239 særðust. Áður hafði komið fram að þrettán hinna látnu séu erlendir ferðamenn. Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að hryðjuverkaárásin á Atatürk-flugvellinum í Istanbul í gærkvöldi eigi að marka þáttaskil í hinni alþjóðlegu baráttu gegn herskáum uppreisnarhópum. „Sprengjurnar sem sprungu í Istanbul í dag gætu hafa sprungið á hvaða flugvelli sem er í hvaða borg í heiminum sem er,“ sagði forsetinn. BBC greinir frá.Sjá einnig:Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Tyrknesk yfirvöld hafa staðfest að 36 manns hafi farist og rúmlega 140 manns særst í árásinni. Þrír menn hófu skothríð fyrir utan og inni í flugstöðinni í gærkvöldi og sprengdu svo sjálfa sig í loft upp eftir að lögregla hóf skothríð sína.ISIS kann að bera ábyrgð á árásinni Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir fyrstu upplýsingar benda til þess að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS kunni að hafa staðið að baki árásinni. ISIS og uppreisnarhópum Kúrda hefur verið kennt um sprengjuárásir í Tyrklandi síðustu mánuði.Komu með leigubíl Yildirim segir að árásarmennirnir hafi komið á flugvöllinn með leigubíl. Í öryggismyndavélum má sjá einn árásarmannanna hlaupandi um í brottfararsalnum þar sem aðrir hlaupa burt frá honum. Hann er svo skotinn af lögreglu og liggur á gólfinu í um tuttugu sekúndur áður en hann sprengir sjálfan sig í loft upp. Allir þrír árásarmennirnir eru látnir.Svívirðileg árás Bandaríkjastjórn hefur lýst árásinni sem svívirðilegri og ítrekað að Bandaríkjamenn standi þétt við bakið á Tyrkjum. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, tekur í sama streng og segir Þjóðverja syrgja fórnarlömbin og að Þjóðverjar standi með Tyrkjum. Flugum til og frá flugvellinum var aflýst í kjölfar árásarinnar, en vélar eru nú aftur byrjaðar að taka á loft og lenda.Uppfært 10:20 Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá tyrkneskum yfirvöldum fórst 41 maður í árásinni og 239 særðust. Áður hafði komið fram að þrettán hinna látnu séu erlendir ferðamenn.
Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35
Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. 28. júní 2016 22:30