Ráðherra vill stóraukinn stuðning við afreksíþróttafólk Snærós Sindradóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Aron Einar Gunnarsson, íslenski fyrirliðinn, er dæmi um afreksíþróttamann sem kom fullskapaður úr öflugu yngriflokka starfi. Hann þurfti að velja á milli handbolta og fótbolta þegar lengra var komið. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ótrúlegt hvernig okkur hefur tekist að byggja upp hjá okkur bæði almennt íþróttastarf og ofan á það afreksfólk. Þegar kemur að krökkunum er mjög almenn þátttaka í íþróttum. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra um árangur Íslands á EM í knattspyrnu. Ísland leikur gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á sunnudag. Illugi bendir á að landslið Íslands hafi komist á Evrópumót í körfubolta, knattspyrnu og handbolta á síðustu tólf mánuðum. „Á sama tíma erum við að eflast mjög í frjálsum íþróttum, sundið er að koma sterkt inn og við erum búin að ná ótrúlegum árangri í fimleikum og hjá blaklandsliðinu. Það er augljóst að við erum að gera margt rétt í íþróttastarfinu.“ Þó vanti upp á að styðja við afreksíþróttafólk. „Á síðustu árum höfum við verið að bæta jafnt og þétt inn í afrekssjóð ÍSÍ sem var kominn ansi langt niður eftir hrun. Hann er kominn í hundrað milljónir á þessu ári en ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að bæta verulega við til þess að við getum haldið áfram að styðja við afreksfólkið okkar. Þeir fjármunir sem við höfum til að styðja við okkar afreksfólk eru langtum minni ef borið er saman við Norðurlöndin.“ Illugi á þá ekki við knattspyrnuna sem hann segir fjármagnaða á annan hátt en margar aðrar greinar innan ÍSÍ. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur fengið samtals 1,9 milljarða fyrir þátttöku sína á EM. Ef Ísland vinnur næsta leik á móti Frakklandi bætast aðrar 550 milljónir við þá tölu. „Þess vegna þurfum við að horfa til annarra greina þegar við tölum um fjármagnið. Ég nefni sérstaklega handboltann þar sem við höfum verið að ná gríðarlegum árangri en ef maður ber saman það fjármagn sem er að baki landsliðum á Norðurlöndum þá er það ekki samanburðarhæft. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitt af því sem þarf að skoða vel. Við finnum það vel í samfélaginu hvaða gildi það hefur þegar íþróttamennirnir okkar ná árangri.“Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherraIllugi segir að EM skipti samt einna mestu máli fyrir æsku landsins. „Unga kynslóðin sér að það skiptir ekki máli þó maður komi frá fámennu landi. Ef maður leggur hart að sér og hefur viljann þá er hægt að gera ótrúlega hluti. En ávöxtun á þjálfun skiptir líka máli, menntun þjálfara og að það séu menntaðir þjálfarar að vinna með litlu krökkunum skiptir verulega miklu máli. Þessi samsetning af þjálfun annars vegar og aðstöðu hins vegar er að skila góðum árangri.“ Kvennalandsliðinu gengur líka mjög vel og er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA í heiminum. Illugi segir að uppbygging í kvennaknattspyrnunni sé einstaklega jákvæð. „Ég var spurður að því hvernig tilfinning það væri fyrir Íslendinga að allir héldu með okkur, og af hverju það væri. Svarið er einfalt. Það finnst öllum stórkostlegt þegar draumar rætast.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Það er ótrúlegt hvernig okkur hefur tekist að byggja upp hjá okkur bæði almennt íþróttastarf og ofan á það afreksfólk. Þegar kemur að krökkunum er mjög almenn þátttaka í íþróttum. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra um árangur Íslands á EM í knattspyrnu. Ísland leikur gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á sunnudag. Illugi bendir á að landslið Íslands hafi komist á Evrópumót í körfubolta, knattspyrnu og handbolta á síðustu tólf mánuðum. „Á sama tíma erum við að eflast mjög í frjálsum íþróttum, sundið er að koma sterkt inn og við erum búin að ná ótrúlegum árangri í fimleikum og hjá blaklandsliðinu. Það er augljóst að við erum að gera margt rétt í íþróttastarfinu.“ Þó vanti upp á að styðja við afreksíþróttafólk. „Á síðustu árum höfum við verið að bæta jafnt og þétt inn í afrekssjóð ÍSÍ sem var kominn ansi langt niður eftir hrun. Hann er kominn í hundrað milljónir á þessu ári en ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að bæta verulega við til þess að við getum haldið áfram að styðja við afreksfólkið okkar. Þeir fjármunir sem við höfum til að styðja við okkar afreksfólk eru langtum minni ef borið er saman við Norðurlöndin.“ Illugi á þá ekki við knattspyrnuna sem hann segir fjármagnaða á annan hátt en margar aðrar greinar innan ÍSÍ. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur fengið samtals 1,9 milljarða fyrir þátttöku sína á EM. Ef Ísland vinnur næsta leik á móti Frakklandi bætast aðrar 550 milljónir við þá tölu. „Þess vegna þurfum við að horfa til annarra greina þegar við tölum um fjármagnið. Ég nefni sérstaklega handboltann þar sem við höfum verið að ná gríðarlegum árangri en ef maður ber saman það fjármagn sem er að baki landsliðum á Norðurlöndum þá er það ekki samanburðarhæft. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitt af því sem þarf að skoða vel. Við finnum það vel í samfélaginu hvaða gildi það hefur þegar íþróttamennirnir okkar ná árangri.“Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherraIllugi segir að EM skipti samt einna mestu máli fyrir æsku landsins. „Unga kynslóðin sér að það skiptir ekki máli þó maður komi frá fámennu landi. Ef maður leggur hart að sér og hefur viljann þá er hægt að gera ótrúlega hluti. En ávöxtun á þjálfun skiptir líka máli, menntun þjálfara og að það séu menntaðir þjálfarar að vinna með litlu krökkunum skiptir verulega miklu máli. Þessi samsetning af þjálfun annars vegar og aðstöðu hins vegar er að skila góðum árangri.“ Kvennalandsliðinu gengur líka mjög vel og er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA í heiminum. Illugi segir að uppbygging í kvennaknattspyrnunni sé einstaklega jákvæð. „Ég var spurður að því hvernig tilfinning það væri fyrir Íslendinga að allir héldu með okkur, og af hverju það væri. Svarið er einfalt. Það finnst öllum stórkostlegt þegar draumar rætast.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira