Takast þarf á við vandann á heimavelli Sæunn Gísladóttur skrifar 29. júní 2016 07:00 Fensby segir ómögulegt að viðhalda núverandi velferðarkerfum í ljósi gríðarlegs skattaundanskots. Fréttablaðið/Anton Brink Vandinn við skattaundanskot liggur ekki í skattaskjólunum þar sem peningurinn er skráður. Ef vilji er til að uppræta skattaundanskot þarf að takast á við vandann heima fyrir. Þetta er mat Torstens Fensby, verkefnastjóri hjá Norræna ráðherraráðinu, sem hélt fyrirlestur um skattaundanskot á opnum fundi í Norræna húsinu í gær. „Við þurfum að gera ráðstafanir til þess að aftengja fjármálastarfsemi í skattaskjólum. Við þurfum að skapa sjálfbært efnahagslegt samfélag, ef okkur tekst það ekki mun verða önnur fjármálakreppa innan nokkurra ára,“ sagði Fensby á fundinum. Fensby hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði. Því verkefni er nýlokið. Á fundinum fór Fensby yfir skilgreiningu skattaundanskota, af hverju fólk nýtir sér skattaskjól og hvernig viðbrögð almennings við hneykslismálum hafa breyst eftir fjármálakreppuna árið 2008. „Maður nýtir sér ekki skattaskjól án ástæðu. Það er alltaf til þess að komast hjá því að lúta einhverjum lögum. Það eru ekki endilega skattalög, það geta verið reglugerðir og lög um fjármálamarkaði. Annars væri engin ástæða til að nýta sér skattaparadísir, því það er mjög kostnaðarsamt,“ sagði Fensby. Fensby sagði að þegar Liechtenstein-hneykslið kom upp árið 2007 hefðu viðbrögð almennings ekki verið á pari við Panama-skjölin. „Ég held að efnahagslega og pólitíska umhverfið sé mjög breytt í dag. Við fylgjumst betur með hvað ríkisstjórnir gera við skattpeninga okkar. Þess vegna held ég að viðbrögðin hafi verið sterkari. Auk þess sem stjórnmálamenn tengdust Panama-skjölunum.“ Fensby benti á stærð vandans, áætlað er að 30 þúsund milljarðar dollara liggi í skattaskjóli. „Aflandsmarkaðurinn er að verða fórnarlamb eigin velgengni. Þetta er orðið svo stórt og allir nýta sér þetta. Við stöndum frammi fyrir þeim vanda í dag að heima erum við með hagkerfi sem fylgir reglum og er skattlagt, en svo eru til aflandsmarkaðir þar sem reglurnar gilda ekki og fólk kemst að mestu hjá skattgreiðslum. Á sama tíma erum við að reyna að standa undir sama velferðarkerfi og fyrir þrjátíu árum, það gengur bara ekki upp.“ Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Vandinn við skattaundanskot liggur ekki í skattaskjólunum þar sem peningurinn er skráður. Ef vilji er til að uppræta skattaundanskot þarf að takast á við vandann heima fyrir. Þetta er mat Torstens Fensby, verkefnastjóri hjá Norræna ráðherraráðinu, sem hélt fyrirlestur um skattaundanskot á opnum fundi í Norræna húsinu í gær. „Við þurfum að gera ráðstafanir til þess að aftengja fjármálastarfsemi í skattaskjólum. Við þurfum að skapa sjálfbært efnahagslegt samfélag, ef okkur tekst það ekki mun verða önnur fjármálakreppa innan nokkurra ára,“ sagði Fensby á fundinum. Fensby hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði. Því verkefni er nýlokið. Á fundinum fór Fensby yfir skilgreiningu skattaundanskota, af hverju fólk nýtir sér skattaskjól og hvernig viðbrögð almennings við hneykslismálum hafa breyst eftir fjármálakreppuna árið 2008. „Maður nýtir sér ekki skattaskjól án ástæðu. Það er alltaf til þess að komast hjá því að lúta einhverjum lögum. Það eru ekki endilega skattalög, það geta verið reglugerðir og lög um fjármálamarkaði. Annars væri engin ástæða til að nýta sér skattaparadísir, því það er mjög kostnaðarsamt,“ sagði Fensby. Fensby sagði að þegar Liechtenstein-hneykslið kom upp árið 2007 hefðu viðbrögð almennings ekki verið á pari við Panama-skjölin. „Ég held að efnahagslega og pólitíska umhverfið sé mjög breytt í dag. Við fylgjumst betur með hvað ríkisstjórnir gera við skattpeninga okkar. Þess vegna held ég að viðbrögðin hafi verið sterkari. Auk þess sem stjórnmálamenn tengdust Panama-skjölunum.“ Fensby benti á stærð vandans, áætlað er að 30 þúsund milljarðar dollara liggi í skattaskjóli. „Aflandsmarkaðurinn er að verða fórnarlamb eigin velgengni. Þetta er orðið svo stórt og allir nýta sér þetta. Við stöndum frammi fyrir þeim vanda í dag að heima erum við með hagkerfi sem fylgir reglum og er skattlagt, en svo eru til aflandsmarkaðir þar sem reglurnar gilda ekki og fólk kemst að mestu hjá skattgreiðslum. Á sama tíma erum við að reyna að standa undir sama velferðarkerfi og fyrir þrjátíu árum, það gengur bara ekki upp.“
Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira