Rafræn þjónustumiðstöð í Reykjavík Halldór Auðar Svansson skrifar 29. júní 2016 07:00 Á fundi sínum þann 23. júní síðastliðinn samþykkti borgarráð Reykjavíkurborgar einróma tillögu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um að stofnuð skuli rafræn þjónustumiðstöð í borginni. Um er að ræða nýja stjórnsýslueiningu sem verður leiðandi í vinnu við að samræma rafræna þjónustu milli mismunandi sviða borgarinnar, finna þar úrbótatækifæri og nýta þau. Sú ákvörðun að stofna rafræna þjónustumiðstöð er í góðu samræmi við ábendingar sem finna má í skýrslu sem starfshópur um þjónustuveitingu borgarinnar skilaði í fyrra. Þar kemur fram að rafræn þjónusta eigi að vera augljós fyrsti kostur fyrir þjónustuþega borgarinnar en svo sé ekki eins og er. Rafræn þjónusta hafi á undanförnum árum aukist eitthvað en þó ekki eins hratt og æskilegt væri. Einnig kemur fram að þjónusta borgarinnar er nú skipulögð þannig að íbúar þurfa að hafa umtalsverða innsýn í skipulag Reykjavíkurborgar til að vita hvert þeir eiga að leita eftir þjónustu.Rafræn þjónusta er nærþjónusta Rekstur sveitarfélaga snýst að stórum hluta um nærþjónustu; þjónustu sem er eins nálægt þeim og nýtur hennar og mögulegt er. Á netvæddum tímum í landi þar sem langflestir hafa aðgang að netinu og nota það að staðaldri (núorðið í gegnum síma sem alltaf er í vasanum) er augljóst mál að vel útfærð rafræn þjónusta er eins mikil nærþjónusta og kostur er á. Það er því eðlilegt að gera þá kröfu að sveitarfélög taki rafræna þjónustu alvarlega í því skyni að spara íbúum sínum spor og umstang við að sendast á milli stofnana til að fá upplýsingar eða skila inn eyðublöðum. Í þessu felst líka hagkvæmni fyrir rekstur sveitarfélagsins sjálfs. Nærþjónusta snýst þó ekki bara um þægindi og hagkvæmni heldur er hún líka mikilvæg út frá umhverfissjónarmiðum. Í drögum að loftslagsstefnu borgarinnar sem lögð voru fram á fundi borgarstjórnar þann 21. júní síðastliðinn má finna þau markmið að stefnt verði að því að draga úr samgöngum með áherslu á rafræna þjónustu og að önnur þjónusta verði veitt sem næst notendum eða gerð aðgengileg með vistvænum fararmátum innan hvers borgarhluta.Frelsun gagna og snjallborgin Reykjavík Rafræn þjónusta felur meðal annars og ekki síst í sér rafræna upplýsingagjöf; samþættingu og frelsun gagna. Ýmsar borgir víða um heim hafa til dæmis unnið eftir módeli sem kallast Snjallborgir (Smart cities), en það snýst um að sameina gögn úr ólíkum gagnagrunnum er tengjast innviðum borgarinnar og nota þau til að bæta þjónustu, auka lífsgæði íbúa og draga úr sóun. Í þessu felst meðal annars að koma upp skynjurum sem afla gagna um þjónustu borgarinnar sem síðan er hægt að nýta til að bæta hana. Einfalt dæmi um slíkt væri ruslafötur sem skynja hversu mikið er í þeim hverju sinni, sem hjálpar til við að vita hvernig er best að dreifa þeim og hvenær er best að tæma þær. Hjá Reykjavíkurborg hefur ýmis stefnumótun sem og verkefni verið í gangi í þessa veru. Til að mynda hefur verið að störfum starfshópur um snjallborgarvæðingu borgarinnar sem hefur kortlagt tækifærin sem í þessu felast og lagt fram tillögur um heppileg tilraunaverkefni á þessu sviði. Samstarfssamningur sem Gagnaveita Reykjavíkur (dótturfélag Orkuveitunnar) gerði fyrr á þessu ári við Cisco Systems snýst síðan meðal annars um að áhugasömum fyrirtækjum og opinberum aðilum er boðið að nýta ljósleiðara Gagnaveitunnar til prófunar á snjalllausnum hvers konar. Með slíkri söfnun og samþættingu gagna gefast líka mörg tækifæri til að opna gögnin í þágu gagnsæis og til þess að gefa öðrum færi á að nýta sér gögnin á skapandi hátt. Borgin hefur með ýmsum hætti, meðal annars í nýrri upplýsingastefnu, markað sér skýra stefnu um að opna gögn borgarinnar og þverpólitísk samstaða hefur ríkt um það markmið. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnin áætlun um innleiðingu rafrænnar gagnagáttar um fjármál borgarinnar og opinna gagna almennt – en hægar hefur gengið að vinna eftir henni en vonir stóðu til. Þess vegna er opnun gagna eitt af því sem rafrænni þjónustumiðstöð er falið að hafa umsjón með. Allt í allt gefst þannig með rafrænni þjónustumiðstöð frábært svigrúm til að vinna þvert á kerfið í þágu þess að lyfta rafrænni þjónustu við íbúa og starfsfólk borgarinnar upp á hærra stig – eins og almenn samstaða ríkir um að sé nauðsynlegt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Á fundi sínum þann 23. júní síðastliðinn samþykkti borgarráð Reykjavíkurborgar einróma tillögu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um að stofnuð skuli rafræn þjónustumiðstöð í borginni. Um er að ræða nýja stjórnsýslueiningu sem verður leiðandi í vinnu við að samræma rafræna þjónustu milli mismunandi sviða borgarinnar, finna þar úrbótatækifæri og nýta þau. Sú ákvörðun að stofna rafræna þjónustumiðstöð er í góðu samræmi við ábendingar sem finna má í skýrslu sem starfshópur um þjónustuveitingu borgarinnar skilaði í fyrra. Þar kemur fram að rafræn þjónusta eigi að vera augljós fyrsti kostur fyrir þjónustuþega borgarinnar en svo sé ekki eins og er. Rafræn þjónusta hafi á undanförnum árum aukist eitthvað en þó ekki eins hratt og æskilegt væri. Einnig kemur fram að þjónusta borgarinnar er nú skipulögð þannig að íbúar þurfa að hafa umtalsverða innsýn í skipulag Reykjavíkurborgar til að vita hvert þeir eiga að leita eftir þjónustu.Rafræn þjónusta er nærþjónusta Rekstur sveitarfélaga snýst að stórum hluta um nærþjónustu; þjónustu sem er eins nálægt þeim og nýtur hennar og mögulegt er. Á netvæddum tímum í landi þar sem langflestir hafa aðgang að netinu og nota það að staðaldri (núorðið í gegnum síma sem alltaf er í vasanum) er augljóst mál að vel útfærð rafræn þjónusta er eins mikil nærþjónusta og kostur er á. Það er því eðlilegt að gera þá kröfu að sveitarfélög taki rafræna þjónustu alvarlega í því skyni að spara íbúum sínum spor og umstang við að sendast á milli stofnana til að fá upplýsingar eða skila inn eyðublöðum. Í þessu felst líka hagkvæmni fyrir rekstur sveitarfélagsins sjálfs. Nærþjónusta snýst þó ekki bara um þægindi og hagkvæmni heldur er hún líka mikilvæg út frá umhverfissjónarmiðum. Í drögum að loftslagsstefnu borgarinnar sem lögð voru fram á fundi borgarstjórnar þann 21. júní síðastliðinn má finna þau markmið að stefnt verði að því að draga úr samgöngum með áherslu á rafræna þjónustu og að önnur þjónusta verði veitt sem næst notendum eða gerð aðgengileg með vistvænum fararmátum innan hvers borgarhluta.Frelsun gagna og snjallborgin Reykjavík Rafræn þjónusta felur meðal annars og ekki síst í sér rafræna upplýsingagjöf; samþættingu og frelsun gagna. Ýmsar borgir víða um heim hafa til dæmis unnið eftir módeli sem kallast Snjallborgir (Smart cities), en það snýst um að sameina gögn úr ólíkum gagnagrunnum er tengjast innviðum borgarinnar og nota þau til að bæta þjónustu, auka lífsgæði íbúa og draga úr sóun. Í þessu felst meðal annars að koma upp skynjurum sem afla gagna um þjónustu borgarinnar sem síðan er hægt að nýta til að bæta hana. Einfalt dæmi um slíkt væri ruslafötur sem skynja hversu mikið er í þeim hverju sinni, sem hjálpar til við að vita hvernig er best að dreifa þeim og hvenær er best að tæma þær. Hjá Reykjavíkurborg hefur ýmis stefnumótun sem og verkefni verið í gangi í þessa veru. Til að mynda hefur verið að störfum starfshópur um snjallborgarvæðingu borgarinnar sem hefur kortlagt tækifærin sem í þessu felast og lagt fram tillögur um heppileg tilraunaverkefni á þessu sviði. Samstarfssamningur sem Gagnaveita Reykjavíkur (dótturfélag Orkuveitunnar) gerði fyrr á þessu ári við Cisco Systems snýst síðan meðal annars um að áhugasömum fyrirtækjum og opinberum aðilum er boðið að nýta ljósleiðara Gagnaveitunnar til prófunar á snjalllausnum hvers konar. Með slíkri söfnun og samþættingu gagna gefast líka mörg tækifæri til að opna gögnin í þágu gagnsæis og til þess að gefa öðrum færi á að nýta sér gögnin á skapandi hátt. Borgin hefur með ýmsum hætti, meðal annars í nýrri upplýsingastefnu, markað sér skýra stefnu um að opna gögn borgarinnar og þverpólitísk samstaða hefur ríkt um það markmið. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnin áætlun um innleiðingu rafrænnar gagnagáttar um fjármál borgarinnar og opinna gagna almennt – en hægar hefur gengið að vinna eftir henni en vonir stóðu til. Þess vegna er opnun gagna eitt af því sem rafrænni þjónustumiðstöð er falið að hafa umsjón með. Allt í allt gefst þannig með rafrænni þjónustumiðstöð frábært svigrúm til að vinna þvert á kerfið í þágu þess að lyfta rafrænni þjónustu við íbúa og starfsfólk borgarinnar upp á hærra stig – eins og almenn samstaða ríkir um að sé nauðsynlegt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar