Innlent

Akureyringar vilja á Alþingi

Hópur Akureyringa íhugar að mynda nýtt þverpólitískt stjórnmálafl og bjóða fram lista í næstu Alþingiskosningum. Að sögn Ragnars Sverrissonar, kaupmanns á Akureyri og talsmanns hópsins, mun listinn eingöngu verða skipaður Akureyringum en hópurinn er óánægður með að af 10 þingmönnum Norðausturkjördæmis skuli enginn eiga lögheimili á Akureyri. "Besti kosturinn er að gömlu flokkarnir sjái til þess að Akureyringur verði í fyrsta sæti á öllum listum í kjördæminu. Ef þeir gera það ekki þá er okkur full alvara með að stofna ný stjórnmálasamtök. Tæplega helmingur atkvæðisbærra manna í kjördæminu býr á Akureyri en samt á enginn þingmaður þar heima og það er algjörlega óverjandi," sagði Ragnar og bætti við að þegar væri farið að huga að hugsanlegum framboðslista. "Nægilegt er að fólk búi á Akureyri og hafi hagsmuni bæjarins að leiðarljósi." Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, segir reynsluna sýni að sérframboð nái að jafnaði ekki miklum árangri. "Það þarf stjórnmálaflokk til að ná árangri í mikilvægum málum á Alþingi og því felst í þessum hugmyndum vanþekking," sagði hún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×