Innlent

Íbúagötur á Akureyri flestar ófærar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Veðrið var afar slæmt í gær. Mynd úr safni
Veðrið var afar slæmt í gær. Mynd úr safni Vísir/Auðunn
Flestar íbúagötur á Akureyrar eru nánast ófærar og er fólk beðið um að fara ekki út í umferðina á vanbúnum bílum. Færðin innanbæjar er misjöfn en moksturstæki voru komin á stjá fyrir klukkan sex í morgun til að hreinsa snjó af götum bæjarins.

Lögreglan á Norðurlandi eystra þakkar fólki fyrir að hafa fylgt þeim tilmælum sem gefin voru út í aðdraganda óveðursins í gær um að vera ekki á ferðinni að óþörfu, og gilda þau tilmæli einnig í dag, að því er segir á Facebook-síðu lögreglunnar.

Nú á sunnudagsmorgni hefur veðrinu slotað, a.m.k. í bili. Færðin innanbæjar er misjöfn en moksturstæki voru komin á stj...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on 6. desember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×