Saddam Hussein dæmdur til dauða 6. nóvember 2006 06:15 Íbúar borgarinnar Samarra norður af Bagdad mótmæla dauðadómnum yfir honum í gær. Óttast er að dómurinn verði olía á eld átaka ólíkra fylkinga í landinu. MYND/AP Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, var í gær dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyni. Dómurinn leiddi til lykta fyrsta réttarhaldið af mörgum yfir einræðisherranum fyrrverandi, en það var fyrir ábyrgð hans á drápum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982. Til drápanna var efnt í hefndarskyni fyrir tilraun til að ráða Saddam af dögum, sem rakið var til manna í Dujail sem voru virkir í andspyrnuhreyfingu gegn stjórn Saddams á sínum tíma. Er dómurinn var kveðinn upp hrópaði Saddam „Guð er mikill“. Dauðadómar voru einnig kveðnir upp yfir hálfbróður hans og öðrum manni sem var háttsettur í Íraksstjórn á sínum tíma. „Lengi lifi (íraska) þjóðin og dauði yfir óvinum hennar. Lengi lifi hin dýrðlega þjóð, og dauða yfir óvinum hennar!“ hrópaði Saddam. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraksstjórnar, sem er sjía-múslimi, lýsti dómunum sem dómi sögunnar yfir heilu sögulegu tímabili. „Þetta er dómur yfir heilu myrku tímabili sem á sér ekki hliðstæðu í sögu Íraks,“ sagði hann. Réttarhaldið stóð yfir í níu mánuði og lauk fyrir meira en þremur mánuðum, en í millitíðinni er hafið annað réttarhald yfir Saddam og fleiri sakborningum, og snýst um fjöldamorð á Kúrdum með efnavopnum á níunda áratugnum. Sumir lýstu áhyggjum af því að dauðadómarnir kynnu að verka sem olía á eld átaka stríðandi fylkinga trúar- og þjóðernishópa í Írak. Strax í gær brutust út átök í hverfi súnnía í norðurhluta Bagdad. Annars staðar í höfuðborginni skutu menn upp í loftið til að fagna dóminum. „Þessi ríkisstjórn verður ábyrg fyrir afleiðingunum, dauða þeirra hundruða, þúsunda eða jafnvel hundruða þúsunda manna, hverra blóði verður úthellt,“ sagði Salih al-Mutlaq, stjórnmálaleiðtogi súnní-múslima, í samtali við sjónvarpsfréttastöðina al-Arabiya. Á götum Dujail, þar sem um 84.000 manns búa, flestir sjíar, brutust út mikil fagnaðarlæti. Myndir af einræðisherranum fyrrverandi voru brenndar og ,mikið skotið upp í loftið. Dauðadómarnir fara sjálfkrafa í áfrýjunarferli. Níu manna sérskipaður áfrýjunardómstóll hefur ótakmarkaðan tíma til að fara yfir dóminn. Verði dómarnir staðfestir verður að framfylgja þeim innan 30 daga frá þeim úrskurði. Talsmaður Evrópusambandsins hvatti til þess í gær að dauðadómunum yrði ekki framfylgt en talsmaður Hvíta hússins sagði Bandaríkjastjórn þess fullvissa að Bandaríkjaher muni, í félagi við írösk yfirvöld, geta ráðið niðurlögum átaka sem fylgja kunni í kjölfar dómsins. Erlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, var í gær dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyni. Dómurinn leiddi til lykta fyrsta réttarhaldið af mörgum yfir einræðisherranum fyrrverandi, en það var fyrir ábyrgð hans á drápum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982. Til drápanna var efnt í hefndarskyni fyrir tilraun til að ráða Saddam af dögum, sem rakið var til manna í Dujail sem voru virkir í andspyrnuhreyfingu gegn stjórn Saddams á sínum tíma. Er dómurinn var kveðinn upp hrópaði Saddam „Guð er mikill“. Dauðadómar voru einnig kveðnir upp yfir hálfbróður hans og öðrum manni sem var háttsettur í Íraksstjórn á sínum tíma. „Lengi lifi (íraska) þjóðin og dauði yfir óvinum hennar. Lengi lifi hin dýrðlega þjóð, og dauða yfir óvinum hennar!“ hrópaði Saddam. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraksstjórnar, sem er sjía-múslimi, lýsti dómunum sem dómi sögunnar yfir heilu sögulegu tímabili. „Þetta er dómur yfir heilu myrku tímabili sem á sér ekki hliðstæðu í sögu Íraks,“ sagði hann. Réttarhaldið stóð yfir í níu mánuði og lauk fyrir meira en þremur mánuðum, en í millitíðinni er hafið annað réttarhald yfir Saddam og fleiri sakborningum, og snýst um fjöldamorð á Kúrdum með efnavopnum á níunda áratugnum. Sumir lýstu áhyggjum af því að dauðadómarnir kynnu að verka sem olía á eld átaka stríðandi fylkinga trúar- og þjóðernishópa í Írak. Strax í gær brutust út átök í hverfi súnnía í norðurhluta Bagdad. Annars staðar í höfuðborginni skutu menn upp í loftið til að fagna dóminum. „Þessi ríkisstjórn verður ábyrg fyrir afleiðingunum, dauða þeirra hundruða, þúsunda eða jafnvel hundruða þúsunda manna, hverra blóði verður úthellt,“ sagði Salih al-Mutlaq, stjórnmálaleiðtogi súnní-múslima, í samtali við sjónvarpsfréttastöðina al-Arabiya. Á götum Dujail, þar sem um 84.000 manns búa, flestir sjíar, brutust út mikil fagnaðarlæti. Myndir af einræðisherranum fyrrverandi voru brenndar og ,mikið skotið upp í loftið. Dauðadómarnir fara sjálfkrafa í áfrýjunarferli. Níu manna sérskipaður áfrýjunardómstóll hefur ótakmarkaðan tíma til að fara yfir dóminn. Verði dómarnir staðfestir verður að framfylgja þeim innan 30 daga frá þeim úrskurði. Talsmaður Evrópusambandsins hvatti til þess í gær að dauðadómunum yrði ekki framfylgt en talsmaður Hvíta hússins sagði Bandaríkjastjórn þess fullvissa að Bandaríkjaher muni, í félagi við írösk yfirvöld, geta ráðið niðurlögum átaka sem fylgja kunni í kjölfar dómsins.
Erlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira