Innlent

Nóvember gegn nauðgunum

Frá opnun átaksins í upplýsingamiðstöð Hins hússins.
Frá opnun átaksins í upplýsingamiðstöð Hins hússins.

Átaksverkefninu „nóvember gegn nauðgunum“ var hleypt af stokkunum fyrir helgi. Það er jafningafræðsla Hins hússins sem stendur fyrir átakinu og verða fyrirlestrar um málefnið haldnir í framhaldsskólum í þesssum mánuði.

Ösp Árnadóttir, framkvæmdastjóri jafningjafræðslu Hins hússins, segir ástæðu átaksins vera aukinn fjölda misneytingarmála meðal ungs fólks þar sem karlmenn notfæri sér ölvunar-ástand stúlkna og hafi við þær kynmök. Ösp segir að í fræðslunni verði lögð áhersla á sektarhugtakið og þá staðreynd að fórnarlamb beri aldrei ábyrgð á nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×