Viðskipti erlent

LSE og Kauphöllin í Tókýo ræða saman

Maður fyrir framan upplýsingaskjá Kauphallarinnar í Tókýó í Japan.
Maður fyrir framan upplýsingaskjá Kauphallarinnar í Tókýó í Japan. Mynd/AFP

Stjórn kauphallarinnar í Tókýó í Japan, einhver stærsta kauphöllin í Asíu, hefur lýst því yfir að hún eigi í samstarfsviðræðum við kauphöllina í Lundúnum (LSE). Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er meðal annars rætt um skráningu fyrirtækja í báðum kauphöllum.

BBC hefur hins vegar eftir talsmanni kauphallarinnar í Tókýó að sameining kauphallanna sé ekki á dagskrá.

Kauphallirnar í Kóreu og Jasdaq-markaðurinn í Japan hafa þegar skrifað undir samkomulag við Nasdaq-markaðinn í Bandaríkjunum um álíka samstarf. Nasdaq-markaðurinn á fjórðungshlut í LSE auk þess sem Kauphöllin í New York hefur lagt fram 10 milljóna dala eða 679 milljóna króna yfirtökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×