Innlent

Snjóflóðavarnir kynntar á Bolungarvík

Almennur borgarafundur, um snjóflóðavarnir, verður haldinn í Félagsheimili Bolungarvíkur, þriðjudaginn 7. nóvember nk. kl. 20:00.

Á fundinum munu fulltrúar frá Umhverfisráðuneytinu og Framkvæmdasýslu ríkisins kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á snjóflóðavarnargarði í hlíðum Traðarhyrnu fyrir íbúum Bolungarvíkur. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við garðinn hefjist vorið 2007.

 

Um helgina gátu Bolvíkingar kynnt sér útlit og ýmsa þætti fyrirhugaðra framkvæmda á sýningu sem hangir uppi í sal Ráðhússins. Sýningin heldur áfram dagana 6. og 7. nóvember á opnunartíma Ráðhússins. Fundarstjóri á borgarafundinum verður Ólafur Kristjánsson fyrrverandi bæjarstjóri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×