Viðskipti erlent

Harður niðurskurður boðaður í Bretlandi

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
Breska fjármálaráðuneytið hefur sagt flestum stofnunum að búa sig undir 40% niðurskurð í mánuðinum. Að ógleymdum 25% niðurskurði sem þegar var búist við, segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Minni niðurskurður verður í mennta- og varnarmálum. Þá á einnig að standa vörð um heilbrigðismál og alþjóðlega aðstoð. Samkvæmt BBC er ólíklegt að þessi niðurskurður verði að veruleika. En þessi áform gefa vísbendingu um hvernig niðurskurðahnífurinn verður mundaður í framtíðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×