United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 19:01 Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf. Vilja þeir að Umhverfisstofnun rökstyðji kröfu sína um að ráðast þurfi í úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðjunnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá United Silicon. Í gær var greint frá því að starfsmenn Umhverfisstofnunar telji nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar.Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Að mati Umhverfisstofnunar gæti svo farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur.Sjá einnig: Gæti þurft að stöðva rekstur United SiliconÍ yfirlýsingu United Silicon segir að það sé „umhugsunarefni að bréf með athugasemdum Umhverfisstofnunar um rekstur verksmiðjunnar fyrr í þessari viku, skuli strax næsta dag hafa verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum.“Tvær kísilverksmiðjur verða starfræktar í Helguvík.vísir/GVAGera stjórnendur United Silicon þá kröfu að Umhverfisstofnun tilgreini með hvaða gögnum stofnunin byggi þá skoðun sína að „að mengun frá verksmiðju United Silicon sé svo mikið vandamál að ráðast þurfi í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar og jafnvel að stöðva reksturinn tímabundið.“ Að mati stjórnenda United Silicon séu þetta „alvarlegar hótanir sem verður að rökstyðja málefnalega með mælanlegum gögnum.“ Þá segir einnig í yfirlýsingu United Silicon að kvartað hafi verið undan lyktarmengun frá verksmiðjunni en því sé „slegið föstu að meint lykt sé ólykt og þar með mengun í skilningi laga.“ „Án þess að stjórnendur verksmiðjunnar vilji á nokkurn hátt gera lítið úr óþægindum sem lykt getur valdið verður enn og aftur að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun skilgreini hvenær lykt breytist í ólykt og þar með í mengun,“ að því er segir í yfirlýsingu United Silcon sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Athugasemd frá United Silicon„Af gefnu tilefni vilja stjórnendur verksmiðju United Silicon í Helguvík benda á að stöðugar mælingar, framkvæmdar af óháðum aðila, hafa verið gerðar á umhverfisáhrifum starfseminnar frá því hún hófst í nóvember síðast liðnum. Hægt er að fylgjast með mælingunum í rauntíma á vefsíðunni andvari.is. Hingað til hafa þessar mælingar ekki sýnt nein marktæk umhverfisáhrif frá verksmiðjunni og þau litlu frávik sem komið hafa fram eru öll langt undir lögboðnum viðmiðunarmörkum.Það er umhugsunarefni að bréf með athugasemdum Umhverfisstofnunar um rekstur verksmiðjunnar fyrr í þessari viku, skuli strax næsta dag hafa verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Þetta gerist áður en stjórnendum verksmiðjunnar gafst ráðrúm til að kynna sér efni þess til hlítar og áður en réttur fyrirtækisins til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri rann út. Þetta vekur óhjákvæmilega upp spurningar um eðlilega stjórnsýslu. Við hljótum að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun tilgreini á hvaða gögnum stofnunin byggir þá skoðun sína að mengun frá verksmiðju United Silicon sé svo mikið vandamál að ráðast þurfi í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar og jafnvel að stöðva reksturinn tímabundið. Þetta eru alvarlegar hótanir sem verður að rökstyðja málefnalega með mælanlegum gögnum.Í umræddu bréfi er einnig vísað til þess að kvartað hafi verið undan lyktarmengun frá verksmiðjunni og er því slegið föstu að meint lykt sé ólykt og þar með mengun í skilningi laga. Án þess að stjórnendur verksmiðjunnar vilji á nokkurn hátt gera lítið úr óþægindum sem lykt getur valdið verður enn og aftur að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun skilgreini hvenær lykt breytist í ólykt og þar með í mengun. Við hvaða skilgreiningar og mælingar er stuðst í þeim efnum? Þess má geta að forráðamönnum United Silicon er kunnugt um að Umhverfisstofnun hafa einnig borist yfirlýsingar frá íbúum sem segjast enga lykt hafa fundið sem rekja megi til verksmiðju United Silicon.Það er vissulega umhugsunarefni að í 16 þúsund manna byggðalagi skuli grunsemdir um uppruna lyktarmengunar eingöngu beinast að rekstri United Silicon þótt ljóst sé að lykt gæti borist frá starfsemi mun fleiri fyrirtækja á svæðinu.Ef nýta á óskilgreinda lykt og órökstuddar staðhæfingar um mengun, sem ekki kemur fram á mælum, til að rökstyðja stórfelld inngrip í rekstur iðnfyrirtækja á Íslandi er tímabært að staldra við og hugleiða hvort allrar sanngirni og meðalhófs sé gætt. Til þessa hafa forráðamenn United Silicon átt gott og faglegt samstarf við Umhverfisstofnun og vonum við að svo verði áfram.“ Tengdar fréttir Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15 Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39 Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56 Rýna í bréf Umhverfisstofu í dag „Við fáum þetta bréf í hádeginu í dag. Við þurfum að svara því fyrir 7. mars og það er hreinlega ekki búið að taka neina ákvörðun um hvernig því verður svarað,“ segir Kristleifur Andrésson 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf. Vilja þeir að Umhverfisstofnun rökstyðji kröfu sína um að ráðast þurfi í úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðjunnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá United Silicon. Í gær var greint frá því að starfsmenn Umhverfisstofnunar telji nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar.Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Að mati Umhverfisstofnunar gæti svo farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur.Sjá einnig: Gæti þurft að stöðva rekstur United SiliconÍ yfirlýsingu United Silicon segir að það sé „umhugsunarefni að bréf með athugasemdum Umhverfisstofnunar um rekstur verksmiðjunnar fyrr í þessari viku, skuli strax næsta dag hafa verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum.“Tvær kísilverksmiðjur verða starfræktar í Helguvík.vísir/GVAGera stjórnendur United Silicon þá kröfu að Umhverfisstofnun tilgreini með hvaða gögnum stofnunin byggi þá skoðun sína að „að mengun frá verksmiðju United Silicon sé svo mikið vandamál að ráðast þurfi í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar og jafnvel að stöðva reksturinn tímabundið.“ Að mati stjórnenda United Silicon séu þetta „alvarlegar hótanir sem verður að rökstyðja málefnalega með mælanlegum gögnum.“ Þá segir einnig í yfirlýsingu United Silicon að kvartað hafi verið undan lyktarmengun frá verksmiðjunni en því sé „slegið föstu að meint lykt sé ólykt og þar með mengun í skilningi laga.“ „Án þess að stjórnendur verksmiðjunnar vilji á nokkurn hátt gera lítið úr óþægindum sem lykt getur valdið verður enn og aftur að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun skilgreini hvenær lykt breytist í ólykt og þar með í mengun,“ að því er segir í yfirlýsingu United Silcon sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Athugasemd frá United Silicon„Af gefnu tilefni vilja stjórnendur verksmiðju United Silicon í Helguvík benda á að stöðugar mælingar, framkvæmdar af óháðum aðila, hafa verið gerðar á umhverfisáhrifum starfseminnar frá því hún hófst í nóvember síðast liðnum. Hægt er að fylgjast með mælingunum í rauntíma á vefsíðunni andvari.is. Hingað til hafa þessar mælingar ekki sýnt nein marktæk umhverfisáhrif frá verksmiðjunni og þau litlu frávik sem komið hafa fram eru öll langt undir lögboðnum viðmiðunarmörkum.Það er umhugsunarefni að bréf með athugasemdum Umhverfisstofnunar um rekstur verksmiðjunnar fyrr í þessari viku, skuli strax næsta dag hafa verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Þetta gerist áður en stjórnendum verksmiðjunnar gafst ráðrúm til að kynna sér efni þess til hlítar og áður en réttur fyrirtækisins til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri rann út. Þetta vekur óhjákvæmilega upp spurningar um eðlilega stjórnsýslu. Við hljótum að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun tilgreini á hvaða gögnum stofnunin byggir þá skoðun sína að mengun frá verksmiðju United Silicon sé svo mikið vandamál að ráðast þurfi í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar og jafnvel að stöðva reksturinn tímabundið. Þetta eru alvarlegar hótanir sem verður að rökstyðja málefnalega með mælanlegum gögnum.Í umræddu bréfi er einnig vísað til þess að kvartað hafi verið undan lyktarmengun frá verksmiðjunni og er því slegið föstu að meint lykt sé ólykt og þar með mengun í skilningi laga. Án þess að stjórnendur verksmiðjunnar vilji á nokkurn hátt gera lítið úr óþægindum sem lykt getur valdið verður enn og aftur að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun skilgreini hvenær lykt breytist í ólykt og þar með í mengun. Við hvaða skilgreiningar og mælingar er stuðst í þeim efnum? Þess má geta að forráðamönnum United Silicon er kunnugt um að Umhverfisstofnun hafa einnig borist yfirlýsingar frá íbúum sem segjast enga lykt hafa fundið sem rekja megi til verksmiðju United Silicon.Það er vissulega umhugsunarefni að í 16 þúsund manna byggðalagi skuli grunsemdir um uppruna lyktarmengunar eingöngu beinast að rekstri United Silicon þótt ljóst sé að lykt gæti borist frá starfsemi mun fleiri fyrirtækja á svæðinu.Ef nýta á óskilgreinda lykt og órökstuddar staðhæfingar um mengun, sem ekki kemur fram á mælum, til að rökstyðja stórfelld inngrip í rekstur iðnfyrirtækja á Íslandi er tímabært að staldra við og hugleiða hvort allrar sanngirni og meðalhófs sé gætt. Til þessa hafa forráðamenn United Silicon átt gott og faglegt samstarf við Umhverfisstofnun og vonum við að svo verði áfram.“
Tengdar fréttir Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15 Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39 Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56 Rýna í bréf Umhverfisstofu í dag „Við fáum þetta bréf í hádeginu í dag. Við þurfum að svara því fyrir 7. mars og það er hreinlega ekki búið að taka neina ákvörðun um hvernig því verður svarað,“ segir Kristleifur Andrésson 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15
Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39
Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56
Rýna í bréf Umhverfisstofu í dag „Við fáum þetta bréf í hádeginu í dag. Við þurfum að svara því fyrir 7. mars og það er hreinlega ekki búið að taka neina ákvörðun um hvernig því verður svarað,“ segir Kristleifur Andrésson 24. febrúar 2017 07:00