Fóstureyðingar verði þungunarrof Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Á liðnu ári hefur nefnd unnið að heildarendurskoðun á lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í gær var skýrslan kynnt fyrir heilbrigðisráðherra. Sóley Bender, formaður nefndarinnar, segir gríðarlegar samfélagslegar breytingar á síðustu fjörutíu árum hafa kallað á endurskoðun. Í fyrsta lagi snúa tillögurnar að fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði. Þar er meðal annars lagt til að fagráð um kynheilbrigði verði stofnað innan Embættis landlæknis, að ávísa megi hormónagetnaðarvörnum til stúlkna yngri en átján ára án samráðs við foreldra og að þær verði fríar fyrir stúlkur yngri en tuttugu ára og konur sem standa höllum fæti í samfélaginu. Auk þess að smokkar verið fríir í framhaldsskólum landsins. Varðandi fóstureyðingar er í fyrsta lagi lagt til að í stað þess að nota hugtakið fóstureyðing verði hugtakið þungunarrof notað. Einnig að ekki þurfi lengur tveir fagaðilar að gera greinagerð til að heimila þungunarrof. Sóley segir neikvæða merkingu felast í orðinu fóstureyðing en að þungun eigi betur við enda vísi það til byrjunar þungunar, og er notað í því samhengi, til dæmis með orðinu þungunarpróf. Í lögum um ófrjósemisaðgerðir er lagt til að lækka lágmarksaldur niður í átján ár og afmá alla mismunun gagnvart fötluðum einstaklingum. Samkvæmt heilbrigðisráðherra er tillögunum ætlað að vera grundvöllur við gerð frumvarps að nýrri löggjöf um þessi mál. Lesa má skýrsluna og fleiri tillögur á vef velferðarráðuneytisins. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Á liðnu ári hefur nefnd unnið að heildarendurskoðun á lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í gær var skýrslan kynnt fyrir heilbrigðisráðherra. Sóley Bender, formaður nefndarinnar, segir gríðarlegar samfélagslegar breytingar á síðustu fjörutíu árum hafa kallað á endurskoðun. Í fyrsta lagi snúa tillögurnar að fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði. Þar er meðal annars lagt til að fagráð um kynheilbrigði verði stofnað innan Embættis landlæknis, að ávísa megi hormónagetnaðarvörnum til stúlkna yngri en átján ára án samráðs við foreldra og að þær verði fríar fyrir stúlkur yngri en tuttugu ára og konur sem standa höllum fæti í samfélaginu. Auk þess að smokkar verið fríir í framhaldsskólum landsins. Varðandi fóstureyðingar er í fyrsta lagi lagt til að í stað þess að nota hugtakið fóstureyðing verði hugtakið þungunarrof notað. Einnig að ekki þurfi lengur tveir fagaðilar að gera greinagerð til að heimila þungunarrof. Sóley segir neikvæða merkingu felast í orðinu fóstureyðing en að þungun eigi betur við enda vísi það til byrjunar þungunar, og er notað í því samhengi, til dæmis með orðinu þungunarpróf. Í lögum um ófrjósemisaðgerðir er lagt til að lækka lágmarksaldur niður í átján ár og afmá alla mismunun gagnvart fötluðum einstaklingum. Samkvæmt heilbrigðisráðherra er tillögunum ætlað að vera grundvöllur við gerð frumvarps að nýrri löggjöf um þessi mál. Lesa má skýrsluna og fleiri tillögur á vef velferðarráðuneytisins.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira