Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2017 13:47 Steve Pappas hefur, á sínum 26 árum hjá Costco, ekki séð annan eins áhuga og nú á Íslandi vegna fyrirhugaðrar opnunar. visir/anton brink Víst er að neytendur á Íslandi bíða opnunar búðar stórverslunarkeðjunnar Costco á Íslandi með mikilli eftirvæntingu. Til að geta verslað þar þurfa viðskiptavinir að vera meðlimir og hefur verið opnað fyrir skráningu og víst er að þar hrannast upp nöfnin. Varaforstjóri Costco í Evrópu, eða Senior Vice President, er Steve Pappas. Hann segir að venju samkvæmt sé alla jafna ekki gefið neitt út um meðlimaskrá eða skráningar. „En, ég get sagt þér að fyrstu viðtökur almennings við opnunartilboði við meðlimaskráningu á Kauptúni eru alveg einstaklega uppörvandi,“ segir Pappas. Hann segir viðbrögðin hafa staðist allar þeirra væntingar og gott betur. Pappas er á ferð og flugi um Evrópu starfa sinna vegna en þegar Vísir náði tali af honum var hann nýlentur á Heathrow-flugvelli í London. Pappas ber ábyrgð á rekstri Costco á Bretlandi, Spáni, í Frakklandi og nú Íslandi. „Á þeim 26 árum sem ég hef verið hjá Costco þá hef ég ekki séð þetta mikla eftirvæntingu og undirtektir á neinum nýjum markaði og nú á Íslandi.“ Ársaðild fyrir einstaklinga kostar 4.800 krónur og fyrirtækjaaðild er eitt þúsund krónum ódýrari. Aðgangur að verslun Costco verður einungis opinn meðlimum. Víst er að verulegs titrings gætir meðal þeirra sem fyrir eru á markaði vegna komu Costcos til landsins. Og, full ástæða er til ef marka má Steve Pappas sem veltir því fyrir sér hvort þessi mikli áhugi íslenskra neytenda geti verið vegna þess að þeir þekki til Costco og tilboða þar eftir ferðir sínar um Bandaríkin, Bretland og Kanada? Og hann lofar glæsilegri opnun verslunarinnar í maí. Tengdar fréttir Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35 Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Víst er að neytendur á Íslandi bíða opnunar búðar stórverslunarkeðjunnar Costco á Íslandi með mikilli eftirvæntingu. Til að geta verslað þar þurfa viðskiptavinir að vera meðlimir og hefur verið opnað fyrir skráningu og víst er að þar hrannast upp nöfnin. Varaforstjóri Costco í Evrópu, eða Senior Vice President, er Steve Pappas. Hann segir að venju samkvæmt sé alla jafna ekki gefið neitt út um meðlimaskrá eða skráningar. „En, ég get sagt þér að fyrstu viðtökur almennings við opnunartilboði við meðlimaskráningu á Kauptúni eru alveg einstaklega uppörvandi,“ segir Pappas. Hann segir viðbrögðin hafa staðist allar þeirra væntingar og gott betur. Pappas er á ferð og flugi um Evrópu starfa sinna vegna en þegar Vísir náði tali af honum var hann nýlentur á Heathrow-flugvelli í London. Pappas ber ábyrgð á rekstri Costco á Bretlandi, Spáni, í Frakklandi og nú Íslandi. „Á þeim 26 árum sem ég hef verið hjá Costco þá hef ég ekki séð þetta mikla eftirvæntingu og undirtektir á neinum nýjum markaði og nú á Íslandi.“ Ársaðild fyrir einstaklinga kostar 4.800 krónur og fyrirtækjaaðild er eitt þúsund krónum ódýrari. Aðgangur að verslun Costco verður einungis opinn meðlimum. Víst er að verulegs titrings gætir meðal þeirra sem fyrir eru á markaði vegna komu Costcos til landsins. Og, full ástæða er til ef marka má Steve Pappas sem veltir því fyrir sér hvort þessi mikli áhugi íslenskra neytenda geti verið vegna þess að þeir þekki til Costco og tilboða þar eftir ferðir sínar um Bandaríkin, Bretland og Kanada? Og hann lofar glæsilegri opnun verslunarinnar í maí.
Tengdar fréttir Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35 Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35
Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00