Ferðamannastaðir nánast tómir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 12:11 Forvarnir björgunarsveita og Vegagerðarinnar virðast hafa skilað árangri, segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Sendar voru út viðvaranir á þrjú þúsund viðbragðsaðila í gær vegna veðursins sem nú gengur yfir landið. Þorsteinn segir ferðamannastaði flesta nánast tóma. „Viðbúnaður okkar hófst í raun og veru í gær þegar við sendum upplýsingar á þrjú þúsund ferðaþjónustuaðila til að vara við því sem myndi ganga yfir í dag. Það virðist hafa borið árangur,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. „Við erum að heyra það að ferðamannastaðir hérna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins séu nánast tómir, þannig að þessi forvörn hefur sannarlega skilað sér. Eins líka hjá Vegagerðinni þegar þeir voru að tilkynna um fyrirhugaðar lokaðir í gær þannig að þetta hefur haft þau áhrif að fólk er minna á ferðinni en ella.“ Þorsteinn segir fokútköllin hafa byrjað strax í morgun. Björgunarsveitir séu allar í viðbragðsstöðu og margar hverjar þegar komnar út. „Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður eftir hádegi því þá á veðrið að vera verst hérna á höfuðborgarsvæðinu. Svo á heldur að ganga niður svona um eða upp úr miðjum degi en okkar fólk er á vaktinni til að hjálpa ef kallið kemur.“ Líkt og Þorsteinn bendir á fer veðrið nú ört versnandi á suðvesturlandi. Vitlaust veður hefur verið í dag og til að mynda fór stór rútubíll með 57 farþega og ökumann út af þjóðveginum vestan við Vík í Mýrdal um klukkan hálf tíu, en engan sakaði. Þá lentu tvær rútur í erfiðleikum á Kjalarnesi á tíunda tímanum en komust klakklaust að Klébergsskóla þar sem Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð. Jón Brynjar Birgisson frá Rauða krossinum segir að á annað hundrað manns séu þegar komnir í stöðina, farþegarnir úr rútunum og erlendir ferðamenn á bílaleigubílum, en engin slys hafa orðið. Vegagerðin hefur verið að loka vegum í morgun og fleiri vegum verður lokað eftir því sem á daginn líður. Þegar er búið að loka Hellisheiði, veginum undir Eyjafjöllum Lyngdalsheiði, um Kjalarnes og Mosfellsheiði og nú í hádeginu var Reykjanesbraut einnig lokað en þar er orðið vonsku veður. Holtavörðuheiði og Bröttubrekku verður líklega lokað um klukkan þrjú og klukkan fjögur má búast við að Mývatns- og Möðrudalsöræfum verði lokað, sömuleiðis Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag og Herjólfur hefur ekki siglt á milli lands og Eyja. Síðdegis á verulega að draga úr vindi suðvestanlands og upp úr miðnætti er búist við að veðrið gangi norðaustur af landinu. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Forvarnir björgunarsveita og Vegagerðarinnar virðast hafa skilað árangri, segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Sendar voru út viðvaranir á þrjú þúsund viðbragðsaðila í gær vegna veðursins sem nú gengur yfir landið. Þorsteinn segir ferðamannastaði flesta nánast tóma. „Viðbúnaður okkar hófst í raun og veru í gær þegar við sendum upplýsingar á þrjú þúsund ferðaþjónustuaðila til að vara við því sem myndi ganga yfir í dag. Það virðist hafa borið árangur,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. „Við erum að heyra það að ferðamannastaðir hérna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins séu nánast tómir, þannig að þessi forvörn hefur sannarlega skilað sér. Eins líka hjá Vegagerðinni þegar þeir voru að tilkynna um fyrirhugaðar lokaðir í gær þannig að þetta hefur haft þau áhrif að fólk er minna á ferðinni en ella.“ Þorsteinn segir fokútköllin hafa byrjað strax í morgun. Björgunarsveitir séu allar í viðbragðsstöðu og margar hverjar þegar komnar út. „Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður eftir hádegi því þá á veðrið að vera verst hérna á höfuðborgarsvæðinu. Svo á heldur að ganga niður svona um eða upp úr miðjum degi en okkar fólk er á vaktinni til að hjálpa ef kallið kemur.“ Líkt og Þorsteinn bendir á fer veðrið nú ört versnandi á suðvesturlandi. Vitlaust veður hefur verið í dag og til að mynda fór stór rútubíll með 57 farþega og ökumann út af þjóðveginum vestan við Vík í Mýrdal um klukkan hálf tíu, en engan sakaði. Þá lentu tvær rútur í erfiðleikum á Kjalarnesi á tíunda tímanum en komust klakklaust að Klébergsskóla þar sem Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð. Jón Brynjar Birgisson frá Rauða krossinum segir að á annað hundrað manns séu þegar komnir í stöðina, farþegarnir úr rútunum og erlendir ferðamenn á bílaleigubílum, en engin slys hafa orðið. Vegagerðin hefur verið að loka vegum í morgun og fleiri vegum verður lokað eftir því sem á daginn líður. Þegar er búið að loka Hellisheiði, veginum undir Eyjafjöllum Lyngdalsheiði, um Kjalarnes og Mosfellsheiði og nú í hádeginu var Reykjanesbraut einnig lokað en þar er orðið vonsku veður. Holtavörðuheiði og Bröttubrekku verður líklega lokað um klukkan þrjú og klukkan fjögur má búast við að Mývatns- og Möðrudalsöræfum verði lokað, sömuleiðis Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag og Herjólfur hefur ekki siglt á milli lands og Eyja. Síðdegis á verulega að draga úr vindi suðvestanlands og upp úr miðnætti er búist við að veðrið gangi norðaustur af landinu.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23
Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49
Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02
Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21