Ferðamannastaðir nánast tómir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 12:11 Forvarnir björgunarsveita og Vegagerðarinnar virðast hafa skilað árangri, segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Sendar voru út viðvaranir á þrjú þúsund viðbragðsaðila í gær vegna veðursins sem nú gengur yfir landið. Þorsteinn segir ferðamannastaði flesta nánast tóma. „Viðbúnaður okkar hófst í raun og veru í gær þegar við sendum upplýsingar á þrjú þúsund ferðaþjónustuaðila til að vara við því sem myndi ganga yfir í dag. Það virðist hafa borið árangur,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. „Við erum að heyra það að ferðamannastaðir hérna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins séu nánast tómir, þannig að þessi forvörn hefur sannarlega skilað sér. Eins líka hjá Vegagerðinni þegar þeir voru að tilkynna um fyrirhugaðar lokaðir í gær þannig að þetta hefur haft þau áhrif að fólk er minna á ferðinni en ella.“ Þorsteinn segir fokútköllin hafa byrjað strax í morgun. Björgunarsveitir séu allar í viðbragðsstöðu og margar hverjar þegar komnar út. „Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður eftir hádegi því þá á veðrið að vera verst hérna á höfuðborgarsvæðinu. Svo á heldur að ganga niður svona um eða upp úr miðjum degi en okkar fólk er á vaktinni til að hjálpa ef kallið kemur.“ Líkt og Þorsteinn bendir á fer veðrið nú ört versnandi á suðvesturlandi. Vitlaust veður hefur verið í dag og til að mynda fór stór rútubíll með 57 farþega og ökumann út af þjóðveginum vestan við Vík í Mýrdal um klukkan hálf tíu, en engan sakaði. Þá lentu tvær rútur í erfiðleikum á Kjalarnesi á tíunda tímanum en komust klakklaust að Klébergsskóla þar sem Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð. Jón Brynjar Birgisson frá Rauða krossinum segir að á annað hundrað manns séu þegar komnir í stöðina, farþegarnir úr rútunum og erlendir ferðamenn á bílaleigubílum, en engin slys hafa orðið. Vegagerðin hefur verið að loka vegum í morgun og fleiri vegum verður lokað eftir því sem á daginn líður. Þegar er búið að loka Hellisheiði, veginum undir Eyjafjöllum Lyngdalsheiði, um Kjalarnes og Mosfellsheiði og nú í hádeginu var Reykjanesbraut einnig lokað en þar er orðið vonsku veður. Holtavörðuheiði og Bröttubrekku verður líklega lokað um klukkan þrjú og klukkan fjögur má búast við að Mývatns- og Möðrudalsöræfum verði lokað, sömuleiðis Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag og Herjólfur hefur ekki siglt á milli lands og Eyja. Síðdegis á verulega að draga úr vindi suðvestanlands og upp úr miðnætti er búist við að veðrið gangi norðaustur af landinu. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Forvarnir björgunarsveita og Vegagerðarinnar virðast hafa skilað árangri, segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Sendar voru út viðvaranir á þrjú þúsund viðbragðsaðila í gær vegna veðursins sem nú gengur yfir landið. Þorsteinn segir ferðamannastaði flesta nánast tóma. „Viðbúnaður okkar hófst í raun og veru í gær þegar við sendum upplýsingar á þrjú þúsund ferðaþjónustuaðila til að vara við því sem myndi ganga yfir í dag. Það virðist hafa borið árangur,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. „Við erum að heyra það að ferðamannastaðir hérna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins séu nánast tómir, þannig að þessi forvörn hefur sannarlega skilað sér. Eins líka hjá Vegagerðinni þegar þeir voru að tilkynna um fyrirhugaðar lokaðir í gær þannig að þetta hefur haft þau áhrif að fólk er minna á ferðinni en ella.“ Þorsteinn segir fokútköllin hafa byrjað strax í morgun. Björgunarsveitir séu allar í viðbragðsstöðu og margar hverjar þegar komnar út. „Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður eftir hádegi því þá á veðrið að vera verst hérna á höfuðborgarsvæðinu. Svo á heldur að ganga niður svona um eða upp úr miðjum degi en okkar fólk er á vaktinni til að hjálpa ef kallið kemur.“ Líkt og Þorsteinn bendir á fer veðrið nú ört versnandi á suðvesturlandi. Vitlaust veður hefur verið í dag og til að mynda fór stór rútubíll með 57 farþega og ökumann út af þjóðveginum vestan við Vík í Mýrdal um klukkan hálf tíu, en engan sakaði. Þá lentu tvær rútur í erfiðleikum á Kjalarnesi á tíunda tímanum en komust klakklaust að Klébergsskóla þar sem Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð. Jón Brynjar Birgisson frá Rauða krossinum segir að á annað hundrað manns séu þegar komnir í stöðina, farþegarnir úr rútunum og erlendir ferðamenn á bílaleigubílum, en engin slys hafa orðið. Vegagerðin hefur verið að loka vegum í morgun og fleiri vegum verður lokað eftir því sem á daginn líður. Þegar er búið að loka Hellisheiði, veginum undir Eyjafjöllum Lyngdalsheiði, um Kjalarnes og Mosfellsheiði og nú í hádeginu var Reykjanesbraut einnig lokað en þar er orðið vonsku veður. Holtavörðuheiði og Bröttubrekku verður líklega lokað um klukkan þrjú og klukkan fjögur má búast við að Mývatns- og Möðrudalsöræfum verði lokað, sömuleiðis Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag og Herjólfur hefur ekki siglt á milli lands og Eyja. Síðdegis á verulega að draga úr vindi suðvestanlands og upp úr miðnætti er búist við að veðrið gangi norðaustur af landinu.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23
Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49
Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02
Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21