Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2017 14:40 „Nei, ég get ekki sagt það,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, þegar hann er spurður hvort niðurstaða endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið í takt við það sem hann átti von á.Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýjuVonlaust að draga einn þátt út úr Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. „Það sem kemur mér á óvart er að þeim takist að taka einn frá málinu sem varðar meintar rangar sakargiftir Erlu á hendur svokölluðum Klúbbmönnum. Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr,“ segir Ragnar. Þegar Ragnar talar um Klúbbmenn er hann að tala um mennina fjóra sem Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Ciesielski voru sakfelld fyrir að bera rangar sakir á. Voru það þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen. Um er að ræða skemmtistaðinn Klúbbinn en þeir Magnús og Sigurbjörn höfðu tengsl við þann skemmtistað en ekki Einar og Valdimar. Hins vegar festist viðurnefnið Klúbbmenn við þá alla fjóra.Lögreglumenn heima hjá henni að vingast við hana Ragnar segir að endurupptökunefnd virðist liggja mikið á því að Erla hafi ekki verið í fangelsi þegar hún á að hafa talað um einhverja af þessum fjórmenningum. „Það er að vísu rétt að henni var sleppt úr fangelsi á tímabili en á þeim tíma voru lögreglumenn heima hjá henni og rannsóknardómarinn sífellt að vingast við hana og reyna að fá hana til að segja eitthvað sem væri í samræmi við eitthvað sem þeir héldu. Þetta voru allt marklausar yfirheyrslur án verjanda,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að settur ríkissaksóknari hefði lagst upphaflega gegn því að mál Erlu yrði endurupptekið. „En í munnlegum málflutningi fyrir um ári breytti hann afstöðu sinni og taldi að það sama gilti um hana og aðra í málinu. Það var ekki síður ástæða til að endurupptaka hennar mál en annarra,“ segir Ragnar.Alveg öruggt að það fær ekki staðist Hann segist ekki hafa fengið sé í kaflanum í máli Erlu um viðhorf ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi fjallað um þýðingu þess að ákæruvaldið breytti afstöðu sinni. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Ég tel að það sé alveg nóg, ef að ákæruvaldið fellst á endurupptökubeiðni, þá þurfi ekki mikið meira til að koma.“ Ragnar segir að hver glöggur maður sem kynnir sér málið eins og það var dæmt í Hæstarétti árið 1980 sjái að það fái ekki staðist að atburðirnir hafi orðið með þeim hætti sem gengið er út frá í dómnum. „Það er alveg öruggt að það fær ekki staðist. Þess vegna hlaut endurupptökunefndin að fallast á endurupptökubeiðnina.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Nei, ég get ekki sagt það,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, þegar hann er spurður hvort niðurstaða endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið í takt við það sem hann átti von á.Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýjuVonlaust að draga einn þátt út úr Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. „Það sem kemur mér á óvart er að þeim takist að taka einn frá málinu sem varðar meintar rangar sakargiftir Erlu á hendur svokölluðum Klúbbmönnum. Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr,“ segir Ragnar. Þegar Ragnar talar um Klúbbmenn er hann að tala um mennina fjóra sem Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Ciesielski voru sakfelld fyrir að bera rangar sakir á. Voru það þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen. Um er að ræða skemmtistaðinn Klúbbinn en þeir Magnús og Sigurbjörn höfðu tengsl við þann skemmtistað en ekki Einar og Valdimar. Hins vegar festist viðurnefnið Klúbbmenn við þá alla fjóra.Lögreglumenn heima hjá henni að vingast við hana Ragnar segir að endurupptökunefnd virðist liggja mikið á því að Erla hafi ekki verið í fangelsi þegar hún á að hafa talað um einhverja af þessum fjórmenningum. „Það er að vísu rétt að henni var sleppt úr fangelsi á tímabili en á þeim tíma voru lögreglumenn heima hjá henni og rannsóknardómarinn sífellt að vingast við hana og reyna að fá hana til að segja eitthvað sem væri í samræmi við eitthvað sem þeir héldu. Þetta voru allt marklausar yfirheyrslur án verjanda,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að settur ríkissaksóknari hefði lagst upphaflega gegn því að mál Erlu yrði endurupptekið. „En í munnlegum málflutningi fyrir um ári breytti hann afstöðu sinni og taldi að það sama gilti um hana og aðra í málinu. Það var ekki síður ástæða til að endurupptaka hennar mál en annarra,“ segir Ragnar.Alveg öruggt að það fær ekki staðist Hann segist ekki hafa fengið sé í kaflanum í máli Erlu um viðhorf ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi fjallað um þýðingu þess að ákæruvaldið breytti afstöðu sinni. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Ég tel að það sé alveg nóg, ef að ákæruvaldið fellst á endurupptökubeiðni, þá þurfi ekki mikið meira til að koma.“ Ragnar segir að hver glöggur maður sem kynnir sér málið eins og það var dæmt í Hæstarétti árið 1980 sjái að það fái ekki staðist að atburðirnir hafi orðið með þeim hætti sem gengið er út frá í dómnum. „Það er alveg öruggt að það fær ekki staðist. Þess vegna hlaut endurupptökunefndin að fallast á endurupptökubeiðnina.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira