GusGus orðin tveggja manna hljómsveit Guðný Hrönn skrifar 24. febrúar 2017 10:00 Daníel Ágúst og Birgir skipa GusGus núna. Vísir/Vilhelm Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað í hljómsveitinni GusGus frá því að sveitin var stofnuð árið 1995. Núna eru meðlimirnir tveir, Birgir Þórarinsson og Daníel Ágúst Haraldsson. Með haustinu sendir GusGus frá sér nýja plötu sem er komin vel á veg. Þeir sem sáu GusGus spila á tónlistarhátíðinni Sónar um seinustu helgi fundu smjörþefinn af því sem koma skal á nýjustu plötu GusGus sem kemur út í september. „Það var mikilvægt fyrir okkur að spila á Sónar, bæði vegna þess að það er svo frábært að hafa svona alvöru elektrónískt festival á Íslandi og þar sem þetta var í fyrsta sinn sem við spiluðum í núverandi formi á Íslandi, ég og Daníel. Við höfum túrað í þessu formi erlendis og svona mun hljómsveitin GusGus birtast á næstu plötu,“ segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira. Biggi segir áhorfendur hafa tekið vel í GusGus eins og sveitin lítur út núna. „Þetta var bara frábært kvöld, við vorum aðeins að prófa ný lög sem verða á næstu plötu. Þetta verður meira teknó og new wave. Á þessum tónleikum tókum við lög af öllum plötum GusGus en skildum slagarana okkar, Over og Arabian Horse, eftir heima,“ segir Birgir sem er orðinn spenntur að koma nýjustu plötunni frá sér. „Nú er vinnslan komin á það stig að maður er orðinn óþreyjufullur að fara að klára. Við erum búnir að vera með þessar hugmyndir á borðinu í eitt ár en fáum nú loks frið fram á vor til að klára þetta dæmi og koma því út.“ Birgir segir tónleikana á Sónar hafa verið vel sótta. „Salurinn var smekkfullur og það er gaman að sjá hvað yngra fólkið tekur okkur gömlu teknórefunum vel,“ segir hann og hlær. „Við opnuðum tónleikana á nýju lagi og fólk kom til okkar eftir tónleikana sem hafði misst vatnið yfir þessu lagi. Við vorum dáldið í teknógírnum á þessum tónleikum og það er kannski ekki fyrir alla en á Sónar var það alveg málið.“Aldrei verið eitthvað kúl Það er ansi breiður hópur sem fylgist með GusGus og tónlistin þeirra fellur í kramið hjá fólki öllum aldri. En hver er galdurinn? „Við höfum haft ákveðna sérstöðu hérna á Íslandi og höfum aldrei verið hluti af einhverri ákveðinni senu sem hefur verið í tísku. Við höfum aldrei verið eitthvað kúl en við höfum verið síbreytileg og þá er kannski alltaf eitthvað spennandi í gangi,“ segir hann og hlær. „Við höfum bara verið upp og ofan á radarnum hérna á Íslandi. Við virðumst þó alltaf hafa ágætlega stóran hóp sem fílar tónlistina okkar og sá hópur endurnýjar sig bara með nýrri kynslóð.“Svona leit GusGus út árið 2015.Mynd/Ari MaggSpurður út í nýja efnið sem GusGus er að senda frá sér í haust segir Birgir hljómsveitina alltaf hafa unnið með elektróníska tónlist á sínum eigin forsendum. „Við höfum ekkert endilega verið í samhengi við tíðarandann þó að við verðum auðvitað fyrir áhrifum frá því sem er að gerast ásamt öllu því sem á undan hefur gengið. Við erum í sífelldri leit að nýjum leiðum til að blanda saman rafrænni tilraunamennsku og hefðbundnu poppi.“Mannabreytingar í gegnum tíðina Eins og áður sagði samanstendur GusGus núna af Birgi og Daníel Ágústi en margt tónlistarfólk hefur komið og farið úr sveitinni í gegnum árin. Núna síðast hættu Högni Egilsson og Stephen Stephensen. „Já, Högni vildi bara snúa sér að öðru og Stebbi hætti fyrir nokkru síðan. Þannig að þetta er bara eins og þetta hefur alltaf verið með GusGus, það hafa verið töluverðar mannabreytingar í gegnum tíðina. Ég er sá eini sem hefur verið allan tímann frá upphafi. Daníel var meðal stofnenda hljómsveitarinnar en tók sér svo pásu frá 2000 til 2007. Hann var þó með lög á báðum plötunum sem komu út á því tímabili þótt hann væri ekki formlega í bandinu. Og nú erum við tveir eftir, kjarninn. Okkur þykir mjög vænt um hvor annan og ég hef ótrúlega gaman af því sem við erum að gera. Þannig að það er fín stemming á okkur,“ segir Birgir. Spurður út í hvernig hugmyndin á bak við GusGus kom segir Daníel Ágúst forvitni hafa verið kveikjuna. „Þetta kom þannig til að ég var búinn að vera að vinna í þessu hefðbundna sniði með hefðbundinni hljóðfæraskipan en var búinn að fá pínu leið á því, mér fannst það fullreynt í bili. Mig langaði að færa mig yfir í raftónlistina af því að tæknin var að þróast svo ört á þessum tíma og það var orðin einhvern svona raftónlistarsprengja. Mig langaði að kafa svolítið inn í þann heim og rannsaka aðeins þetta raftónlistarform. Það var bara einhver innri köllun að fara þá leið. Ég var ekkert endanlega búinn að fá leið á hinu hefðbundna formi, þetta var bara forvitni,“ segir Daníel Ágúst sem kveðst vera með breiðan tónlistarsmekk. „Tónlistarsmekkur minn er breiður en ég er nú ekki alæta.“ Það sem er svo fram undan hjá GusGus er meðal annars að klára nýju plötuna, undirbúa tónleikaferðalag og að troða upp á Bryggjunni Brugghúsi í kvöld „Það kom upp hugmynd um að hafa svona Sónar-framhaldstónleika á Bryggjunni, þá ætlum við að skella í gömlu slagarana. Þetta verður annar stemmari heldur en á Sónar. Þetta verður ný nálgun á það hvernig við framkvæmum þennan tónlistargjörning sem tónleikarnir okkar eru, það er alltaf gaman að spila í minna rými,“ segir Birgir og hvetur fólk til að leggja leið sína á Bryggjuna í kvöld. Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað í hljómsveitinni GusGus frá því að sveitin var stofnuð árið 1995. Núna eru meðlimirnir tveir, Birgir Þórarinsson og Daníel Ágúst Haraldsson. Með haustinu sendir GusGus frá sér nýja plötu sem er komin vel á veg. Þeir sem sáu GusGus spila á tónlistarhátíðinni Sónar um seinustu helgi fundu smjörþefinn af því sem koma skal á nýjustu plötu GusGus sem kemur út í september. „Það var mikilvægt fyrir okkur að spila á Sónar, bæði vegna þess að það er svo frábært að hafa svona alvöru elektrónískt festival á Íslandi og þar sem þetta var í fyrsta sinn sem við spiluðum í núverandi formi á Íslandi, ég og Daníel. Við höfum túrað í þessu formi erlendis og svona mun hljómsveitin GusGus birtast á næstu plötu,“ segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira. Biggi segir áhorfendur hafa tekið vel í GusGus eins og sveitin lítur út núna. „Þetta var bara frábært kvöld, við vorum aðeins að prófa ný lög sem verða á næstu plötu. Þetta verður meira teknó og new wave. Á þessum tónleikum tókum við lög af öllum plötum GusGus en skildum slagarana okkar, Over og Arabian Horse, eftir heima,“ segir Birgir sem er orðinn spenntur að koma nýjustu plötunni frá sér. „Nú er vinnslan komin á það stig að maður er orðinn óþreyjufullur að fara að klára. Við erum búnir að vera með þessar hugmyndir á borðinu í eitt ár en fáum nú loks frið fram á vor til að klára þetta dæmi og koma því út.“ Birgir segir tónleikana á Sónar hafa verið vel sótta. „Salurinn var smekkfullur og það er gaman að sjá hvað yngra fólkið tekur okkur gömlu teknórefunum vel,“ segir hann og hlær. „Við opnuðum tónleikana á nýju lagi og fólk kom til okkar eftir tónleikana sem hafði misst vatnið yfir þessu lagi. Við vorum dáldið í teknógírnum á þessum tónleikum og það er kannski ekki fyrir alla en á Sónar var það alveg málið.“Aldrei verið eitthvað kúl Það er ansi breiður hópur sem fylgist með GusGus og tónlistin þeirra fellur í kramið hjá fólki öllum aldri. En hver er galdurinn? „Við höfum haft ákveðna sérstöðu hérna á Íslandi og höfum aldrei verið hluti af einhverri ákveðinni senu sem hefur verið í tísku. Við höfum aldrei verið eitthvað kúl en við höfum verið síbreytileg og þá er kannski alltaf eitthvað spennandi í gangi,“ segir hann og hlær. „Við höfum bara verið upp og ofan á radarnum hérna á Íslandi. Við virðumst þó alltaf hafa ágætlega stóran hóp sem fílar tónlistina okkar og sá hópur endurnýjar sig bara með nýrri kynslóð.“Svona leit GusGus út árið 2015.Mynd/Ari MaggSpurður út í nýja efnið sem GusGus er að senda frá sér í haust segir Birgir hljómsveitina alltaf hafa unnið með elektróníska tónlist á sínum eigin forsendum. „Við höfum ekkert endilega verið í samhengi við tíðarandann þó að við verðum auðvitað fyrir áhrifum frá því sem er að gerast ásamt öllu því sem á undan hefur gengið. Við erum í sífelldri leit að nýjum leiðum til að blanda saman rafrænni tilraunamennsku og hefðbundnu poppi.“Mannabreytingar í gegnum tíðina Eins og áður sagði samanstendur GusGus núna af Birgi og Daníel Ágústi en margt tónlistarfólk hefur komið og farið úr sveitinni í gegnum árin. Núna síðast hættu Högni Egilsson og Stephen Stephensen. „Já, Högni vildi bara snúa sér að öðru og Stebbi hætti fyrir nokkru síðan. Þannig að þetta er bara eins og þetta hefur alltaf verið með GusGus, það hafa verið töluverðar mannabreytingar í gegnum tíðina. Ég er sá eini sem hefur verið allan tímann frá upphafi. Daníel var meðal stofnenda hljómsveitarinnar en tók sér svo pásu frá 2000 til 2007. Hann var þó með lög á báðum plötunum sem komu út á því tímabili þótt hann væri ekki formlega í bandinu. Og nú erum við tveir eftir, kjarninn. Okkur þykir mjög vænt um hvor annan og ég hef ótrúlega gaman af því sem við erum að gera. Þannig að það er fín stemming á okkur,“ segir Birgir. Spurður út í hvernig hugmyndin á bak við GusGus kom segir Daníel Ágúst forvitni hafa verið kveikjuna. „Þetta kom þannig til að ég var búinn að vera að vinna í þessu hefðbundna sniði með hefðbundinni hljóðfæraskipan en var búinn að fá pínu leið á því, mér fannst það fullreynt í bili. Mig langaði að færa mig yfir í raftónlistina af því að tæknin var að þróast svo ört á þessum tíma og það var orðin einhvern svona raftónlistarsprengja. Mig langaði að kafa svolítið inn í þann heim og rannsaka aðeins þetta raftónlistarform. Það var bara einhver innri köllun að fara þá leið. Ég var ekkert endanlega búinn að fá leið á hinu hefðbundna formi, þetta var bara forvitni,“ segir Daníel Ágúst sem kveðst vera með breiðan tónlistarsmekk. „Tónlistarsmekkur minn er breiður en ég er nú ekki alæta.“ Það sem er svo fram undan hjá GusGus er meðal annars að klára nýju plötuna, undirbúa tónleikaferðalag og að troða upp á Bryggjunni Brugghúsi í kvöld „Það kom upp hugmynd um að hafa svona Sónar-framhaldstónleika á Bryggjunni, þá ætlum við að skella í gömlu slagarana. Þetta verður annar stemmari heldur en á Sónar. Þetta verður ný nálgun á það hvernig við framkvæmum þennan tónlistargjörning sem tónleikarnir okkar eru, það er alltaf gaman að spila í minna rými,“ segir Birgir og hvetur fólk til að leggja leið sína á Bryggjuna í kvöld.
Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira