Innlent

Áhyggjur af viðbrögðum veitingamanna

MYND/Getty Images

Samtök ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af viðbrögðum þeirra veitingamanna sem ekki lækkuðu verðskrár eftir 1. mars þegar virðisaukaskattur lækkaði. Þau segja samtöðu í málinu auka trúverðugleika samtakanna gagnvart stjórnvöldum. Hins vegar hafi skammtímasjónarmið ráðið ferðinni hjá mörgum á tímabilinu.

Samkvæmt niðurstöðu skýrslu Neytendastofu um verðbreytingar á veitingaþjónustu lækkuðu verð hjá 46 prósentum veitingahúsa. Hjá 54 prósentum veitingastaða sem könnunin tók til stóðu verð í stað eða hækkuðu. Neytendastofa vinnur nú að samsvarandi könnun á verðlækkun gististaða.

Stjórn samtakanna skora á félagsmenn sína sem ekki lækkuðu verð þann 1. mars að endurskoða afstöðu sína. Þörf sé á samtöðu í þessu máli segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×