Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2020 08:04 Landlæknir Færeyja, Lars Fodgaard Møller, setur Færeyingum lífsreglurnar í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja á upplýsingafundi um kórónufaraldurinn þann 19. mars síðastliðinn. Skjáskot/KVF. Landlæknir Færeyja er í neyðarlegri stöðu eftir að Kringvarp Færeyja afhjúpaði að hann hefði sjálfur greinst með covid-19. Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. Einnig hvort hann ætli að undanskilja sjálfan sig frá samskonar sóttkví og hann hefur sjálfur gert almenningi að undirgangast. Það var þann 6. apríl síðastliðinn sem landlæknisembætti Færeyja tilkynnti að landlæknirinn, Daninn Lars Fodgaard Møller, væri í veikindaleyfi. Því var þá neitað það væri vegna covid-19. Þann 21. apríl tilkynnti embættið að honum væri batnað og hann myndi snúa aftur til starfa þann 25. apríl. Ekkert var gefið upp um ástæðu veikindanna á neinum tímapunkti og fjölmiðlum haldið í þeirri trú að veikindaleyfið væri ótengt covid-19. Kringvarp Færeyja, KVF, upplýsti hins vegar í gær, 29. apríl, að landlæknir hefði fyrir tæpum tveimur vikum greinst með covid-19. Kringvarpið hafði samband við Lars Fodgaard Møller, sem svaraði að hann vildi ekki ræða sín einkamál. Fréttastöðin hafði einnig samband við heilbrigðisyfirvöld, sem svöruðu heldur engu en boðuðu að tilkynning yrði send út. Kringvarpið kvaðst hafa ætlað að spyrja Lars Fodgaard Møller og heilbrigðisyfirvöld hvort öllum reglum um sóttkví hefði verið fylgt þegar landlæknir sneri aftur til Færeyja með flugvél síðastliðið mánudagskvöld. Einnig kvaðst Kringvarpið hafa ætlað að spyrja hvort landlæknir hefði verið mögulegur smitberi áður en hann fór í veikindaleyfi þann 6. apríl. Ennfremur hvort sýni hefðu verið tekin áður en hann settist upp í flugvélina til Færeyja og hvort staðfest hefði verið fyrir Færeyjaflugið að honum væri batnað. Daninn Lars Fodgaard Møller hefur verið landlæknir Færeyja frá 1. nóvember 2017.Mynd/Landlæknisembættið. Landlæknisembættið sendi svo frá sér tilkynningu í gær eftir að frétt Kringvarpsins birtist. Þar kemur fram að landlæknir sé ekki í sóttkví eftir að hafa snúið heim til Færeyja úr veikindaleyfi þann 27. apríl. Það er þrátt fyrir að gildandi reglur um sóttarhald, sem embættið hefur sjálft gefið út, kveði á um að allir sem komi til Færeyja skuli fara í 14 daga sóttkví. „Ástæðan er sú að landlæknir sinnir mikilvægum verkefnum. Þessvegna mun landlæknir fylgja prófunaráætlun sem Landssjúkrahúsið notar. Tilgangurinn með prófunaráætluninni er að heilbrigðisstarfsmenn sem koma til Færeyja til skemmri tíma til að sinna mikilvægum verkefnum skuli ekki vera í sóttkví. Forsendan er að fyrsta prófið sé neikvætt áður en heilbrigðisstarfsmaður getur hafið störf. Landlæknir fylgir auk þess leiðbeiningum um að halda fjarlægð frá öðrum og um hreinlæti.“ Í tilkynningunni er ekkert minnst á það hvort landlæknir hafi greinst með covid-19. Landlæknir staðfesti hins vegar í útvarpsviðtali við Kringvarpið síðdegis að hann hefði greinst með sjúkdóminn. Þar kom einnig fram að hann hefði flogið aftur til Færeyja í vikunni án þess að gengið hefði verið úr skugga um það hvort hann bæri enn smitið. Færeyingum hefur annars gengið betur en flestum öðrum þjóðum að ráða niðurlögum faraldursins. Þannig hefur ekkert nýtt smit greinst nú greinst í heila viku og aðeins þrír einstaklingar teljast vera veikir. 184 er batnað af þeim 187 sem greinst hafa með sjúkdóminn. Aðeins 19 eru nú í sóttkví en búið er að skima fyrir veirunni hjá tæplega sjöþúsund einstaklingum í Færeyjum, eða um 13,5 prósentum íbúa eyjanna. Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Landlæknir Færeyja er í neyðarlegri stöðu eftir að Kringvarp Færeyja afhjúpaði að hann hefði sjálfur greinst með covid-19. Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. Einnig hvort hann ætli að undanskilja sjálfan sig frá samskonar sóttkví og hann hefur sjálfur gert almenningi að undirgangast. Það var þann 6. apríl síðastliðinn sem landlæknisembætti Færeyja tilkynnti að landlæknirinn, Daninn Lars Fodgaard Møller, væri í veikindaleyfi. Því var þá neitað það væri vegna covid-19. Þann 21. apríl tilkynnti embættið að honum væri batnað og hann myndi snúa aftur til starfa þann 25. apríl. Ekkert var gefið upp um ástæðu veikindanna á neinum tímapunkti og fjölmiðlum haldið í þeirri trú að veikindaleyfið væri ótengt covid-19. Kringvarp Færeyja, KVF, upplýsti hins vegar í gær, 29. apríl, að landlæknir hefði fyrir tæpum tveimur vikum greinst með covid-19. Kringvarpið hafði samband við Lars Fodgaard Møller, sem svaraði að hann vildi ekki ræða sín einkamál. Fréttastöðin hafði einnig samband við heilbrigðisyfirvöld, sem svöruðu heldur engu en boðuðu að tilkynning yrði send út. Kringvarpið kvaðst hafa ætlað að spyrja Lars Fodgaard Møller og heilbrigðisyfirvöld hvort öllum reglum um sóttkví hefði verið fylgt þegar landlæknir sneri aftur til Færeyja með flugvél síðastliðið mánudagskvöld. Einnig kvaðst Kringvarpið hafa ætlað að spyrja hvort landlæknir hefði verið mögulegur smitberi áður en hann fór í veikindaleyfi þann 6. apríl. Ennfremur hvort sýni hefðu verið tekin áður en hann settist upp í flugvélina til Færeyja og hvort staðfest hefði verið fyrir Færeyjaflugið að honum væri batnað. Daninn Lars Fodgaard Møller hefur verið landlæknir Færeyja frá 1. nóvember 2017.Mynd/Landlæknisembættið. Landlæknisembættið sendi svo frá sér tilkynningu í gær eftir að frétt Kringvarpsins birtist. Þar kemur fram að landlæknir sé ekki í sóttkví eftir að hafa snúið heim til Færeyja úr veikindaleyfi þann 27. apríl. Það er þrátt fyrir að gildandi reglur um sóttarhald, sem embættið hefur sjálft gefið út, kveði á um að allir sem komi til Færeyja skuli fara í 14 daga sóttkví. „Ástæðan er sú að landlæknir sinnir mikilvægum verkefnum. Þessvegna mun landlæknir fylgja prófunaráætlun sem Landssjúkrahúsið notar. Tilgangurinn með prófunaráætluninni er að heilbrigðisstarfsmenn sem koma til Færeyja til skemmri tíma til að sinna mikilvægum verkefnum skuli ekki vera í sóttkví. Forsendan er að fyrsta prófið sé neikvætt áður en heilbrigðisstarfsmaður getur hafið störf. Landlæknir fylgir auk þess leiðbeiningum um að halda fjarlægð frá öðrum og um hreinlæti.“ Í tilkynningunni er ekkert minnst á það hvort landlæknir hafi greinst með covid-19. Landlæknir staðfesti hins vegar í útvarpsviðtali við Kringvarpið síðdegis að hann hefði greinst með sjúkdóminn. Þar kom einnig fram að hann hefði flogið aftur til Færeyja í vikunni án þess að gengið hefði verið úr skugga um það hvort hann bæri enn smitið. Færeyingum hefur annars gengið betur en flestum öðrum þjóðum að ráða niðurlögum faraldursins. Þannig hefur ekkert nýtt smit greinst nú greinst í heila viku og aðeins þrír einstaklingar teljast vera veikir. 184 er batnað af þeim 187 sem greinst hafa með sjúkdóminn. Aðeins 19 eru nú í sóttkví en búið er að skima fyrir veirunni hjá tæplega sjöþúsund einstaklingum í Færeyjum, eða um 13,5 prósentum íbúa eyjanna.
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00
Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15
72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01
Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27