Körfubolti

Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Már í landsleik gegn Portúgal.
Elvar Már í landsleik gegn Portúgal. vísir/bára

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, var valinn bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni.

Njarðvíkingurinn lék einkar vel á sínu fyrsta tímabili með Borås Basket. Tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar og Borås krýnt meistari. Liðið var á toppi deildarinnar þegar keppni var hætt.

Elvar var bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður liðsins og var með hæsta framlag allra leikmanna þess. Þá var Elvar stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar.

Í 33 deildarleikjum var Elvar með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali. Framlagsstigin voru 18,1. Hann var með 49,8% nýtingu í tveggja stiga skotum og 39,5% í þristum.

Elvar fékk 44% í kjörinu á bakverði ársins. Í 2. sæti varð Bandaríkjamaðurinn Brandon Rozzel, leikmaður Luleå, með 24% atkvæða. Hann lék með Stjörnunni seinni hluta síðasta tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×