Erlent

Solana hvetur Bandaríkin til viðræðna

Javier Solana.
Javier Solana. MYND/AFP

Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, hvatti í kvöld Bandaríkin til þess að hefja beinar viðræður við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Solana sagðist jafnframt öruggur um að Íranar væru tilbúnir til slíkra viðræðna.

„Við verðum að komast að því hversu einlægur vilji Bandaríkjanna er. Ég held að á þessari stundu sé sá möguleiki að hefja tvíhliða viðræður á milli Bandaríkjanna og Íran eitthvað sem vert er að skoða." Þetta kom fram í hringborðsumræðum á ráðstefnu sem haldi var í Brussel í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×