Innlent

Lýsir yfir vonbrigðum með þjóðkirkjuna

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Formaður Samtakanna '78 segir vonbrigði að þjóðkirkjan sé ekki tilbúin að leggja hjúskap samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigðra. Tillaga um að þjóðkirkjan fari þess á leit við Alþingi, að lögum verði breytt á þann veg að prestar fái að gefa saman samkynhneigð pör, var felld á Prestastefnu sem lauk í gær.

Tekist var á um tillöguna á Prestastefnu en 22 greiddu atkvæði með henni en 64 voru á móti og tillagan því felld. Hins vegar var samþykkt að prestar fái heimild til að blessa samvist samkynhneigðra en prestar hafa haft þá heimild í um ár.

Formaður Samtakanna '78 segir niðurstöðuna vonbrigði. Frosti segir þá umræðu sem verið hefur um það hvort prestar megi víga í hjónaband samkynhneigð pör, síðustu daga, vonandi vera upphafið að aukinni umræðu í þessa veruna. Umræðan endurspegli miklivægi þess að breyta því fyrirkomulagi sem er í dag og aðrir sjái um að gefa út hjúskaparvottorð en Þjóðkirkjan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×