Linda Pé orðin fimmtug: „Langar ekkert að virka eldri en ég er“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2020 10:29 Linda Pé lítur einstaklega vel út í dag. Athafnakonan og alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur verið hálfgerð þjóðareign í þrjátíu ár. Hún er nýbúin að halda upp á fimmtugsafmæli sitt, lítur þó út eins og táningur eins og Vala Matt komst að orði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Linda segist vera með svarið við því hvernig við getum tekið af okkur aukakílóin sem hafa safnast vegna inniverunnar undanfarna mánuði. Vala Matt hitti Lindu á fallegu heimili hennar á Álftanesi á dögunum. „Við mæðgur komum hingað fyrir um þremur mánuðum síðar og hann ætlaði svona að heimsækja okkur og fara á milli,“ segir Linda en kærasti hennar er búsettur í Kanada og hafa þau ekki hist í margar vikur. Vala Matt spurði Lindu hvort hún hefði bætt eitthvað á sig á þessum fordæmalausum tímum. Passar sig og heldur sér í fínu standi „Ég þurfti samt að passa mig þegar ég kom heim og ég datt aðeins í íslenska nammið sem er það besta í heimi. Ég þurfti að passa mig mjög mikið, annars hefði ég án efa bætt vel á mig og orðið hundrað kíló. Ég held mér bara fínni í þessu ástandi.“ Linda segist vera mjög mikil rútínumanneskja. Linda með dóttur sinni og kærastanum á góðri stundu. „Ég er búin að passa mig mjög mikið að halda í rútínuna. Ég vakna alltaf á sama tíma, er með mínu rútínu. Ég borða það sama og þetta gengur mjög vel. Ég fer alla morgna eldsnemma út að ganga með hundana og svo fer ég líka með stelpunni minni út að ganga með þá á kvöldin. Svo er ég með hjól og hlaupabretti úti í bílskúr og er kannski ekkert mjög dugleg þar og finnst best að fara út að labba.“ Eins og áður segir er Linda ný orðin fimmtug og lítur frábærlega út. Ég sýni mér virðingu „Þetta hefur allt með lífstílinn að gera. Hvernig við hugsum um okkur og matarræði. Það er held ég níutíu prósent. Ég fæ mér grænan heilsudrykk á hverjum einasta degi. Ég er alltaf að borða grænmeti og er mest á jurtafæði en ég borða fisk líka. Ég þarf alveg að passa mig og hef gert það mjög lengi og það bara virkar.“ Linda segist líða almennt betur ef hún er sátt við sjálfan sig. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir mig að vera ekki með aukakíló og líta vel út. Þá bara líður mér betur. Ég sýni mér þá virðingu að ég fer út að ganga, ég borða hollt og er í föstum með hléum. Ég byrja ekki að borða fyrr á hálf tólf á morgnanna og borða ekki eftir sjö á kvöldin. Ég fer bara eftir því hvað mér líður vel með að borða. Við finnum það alveg, hvað er gott og ekki gott fyrir okkur að borða. Auðvitað leyfi ég mér líka en ég er 80-90 prósent mjög holl. Ef maður hreyfir sig og borðar hollt þá hefur það áhrif á útlitið og mér langar ekkert að virka eldri en ég er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Athafnakonan og alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur verið hálfgerð þjóðareign í þrjátíu ár. Hún er nýbúin að halda upp á fimmtugsafmæli sitt, lítur þó út eins og táningur eins og Vala Matt komst að orði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Linda segist vera með svarið við því hvernig við getum tekið af okkur aukakílóin sem hafa safnast vegna inniverunnar undanfarna mánuði. Vala Matt hitti Lindu á fallegu heimili hennar á Álftanesi á dögunum. „Við mæðgur komum hingað fyrir um þremur mánuðum síðar og hann ætlaði svona að heimsækja okkur og fara á milli,“ segir Linda en kærasti hennar er búsettur í Kanada og hafa þau ekki hist í margar vikur. Vala Matt spurði Lindu hvort hún hefði bætt eitthvað á sig á þessum fordæmalausum tímum. Passar sig og heldur sér í fínu standi „Ég þurfti samt að passa mig þegar ég kom heim og ég datt aðeins í íslenska nammið sem er það besta í heimi. Ég þurfti að passa mig mjög mikið, annars hefði ég án efa bætt vel á mig og orðið hundrað kíló. Ég held mér bara fínni í þessu ástandi.“ Linda segist vera mjög mikil rútínumanneskja. Linda með dóttur sinni og kærastanum á góðri stundu. „Ég er búin að passa mig mjög mikið að halda í rútínuna. Ég vakna alltaf á sama tíma, er með mínu rútínu. Ég borða það sama og þetta gengur mjög vel. Ég fer alla morgna eldsnemma út að ganga með hundana og svo fer ég líka með stelpunni minni út að ganga með þá á kvöldin. Svo er ég með hjól og hlaupabretti úti í bílskúr og er kannski ekkert mjög dugleg þar og finnst best að fara út að labba.“ Eins og áður segir er Linda ný orðin fimmtug og lítur frábærlega út. Ég sýni mér virðingu „Þetta hefur allt með lífstílinn að gera. Hvernig við hugsum um okkur og matarræði. Það er held ég níutíu prósent. Ég fæ mér grænan heilsudrykk á hverjum einasta degi. Ég er alltaf að borða grænmeti og er mest á jurtafæði en ég borða fisk líka. Ég þarf alveg að passa mig og hef gert það mjög lengi og það bara virkar.“ Linda segist líða almennt betur ef hún er sátt við sjálfan sig. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir mig að vera ekki með aukakíló og líta vel út. Þá bara líður mér betur. Ég sýni mér þá virðingu að ég fer út að ganga, ég borða hollt og er í föstum með hléum. Ég byrja ekki að borða fyrr á hálf tólf á morgnanna og borða ekki eftir sjö á kvöldin. Ég fer bara eftir því hvað mér líður vel með að borða. Við finnum það alveg, hvað er gott og ekki gott fyrir okkur að borða. Auðvitað leyfi ég mér líka en ég er 80-90 prósent mjög holl. Ef maður hreyfir sig og borðar hollt þá hefur það áhrif á útlitið og mér langar ekkert að virka eldri en ég er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira