Nýsköpunarmót opinberra aðila og fyrirtækja Hildur Sif Arnardóttir skrifar 2. maí 2020 08:00 Aukin áhersla og áhugi er á nýsköpun innan opinbera geirans. Til þess að auka verðmætasköpun í samfélaginu og fara af krafti inn í fjórðu iðnbyltinguna þarf að ýta undir og styrkja nýsköpun af hendi hins opinbera. Ávinningur af samtali milli opinberra aðila og frumkvöðlafyrirtækja við þróun á lausnum getur verið gríðarlegur, bæði fyrir frumkvöðulinn og ekki síst fyrir samfélagið. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið stóðu fyrir svokölluðu Nýsköpunarmóti opinberra aðila og fyrirtækja á síðasta ári. Markmiðið með mótinu var að auka enn frekar nýsköpun í opinberum rekstri og koma á samtali milli opinberra stofnana og fyrirtækja. Hvernig virkar Nýsköpunarmót? Rúmlega hundrað manns mættu á Nýsköpunarmótið þar sem samtals 230 örfundir fóru fram. Hver fundur nýsköpunarfyrirtækis og opinberrar stofnunar stóð yfir í 15 mínútur. Alls 26 opinberar stofnanir tóku þátt í mótinu, þar á meðal Landspítalinn, Landhelgisgæslan, Byggðastofnun og Lögreglan. Sum fyrirtæki nýttu einnig tækifærið og hittu önnur fyrirtæki með hugsanlegt samstarf í huga. Svokallað pörunarform (e. match making) var notað til að koma fundunum á, en þá skrá þátttakendur prófíl sinn eða lýsingu á vefsvæði og bóka í kjölfarið fundi með aðilum sem vekja áhuga. Einstaklega góð stemming var á mótinu að mati allra sem að því komu. Nýtt á þessu ári Í framhaldi af Nýsköpunarmótinu hefur verkefnum verið fylgt skipulega eftir og meðal annars kannað hvort frekara samtal hafi átt sér stað milli aðila. Ríkiskaup sér um að leiðbeina opinberum aðilum varðandi samninga og viðmiðunarupphæðir. Vonast er til þess að sem flest árangursrík verkefni verði til í kjölfar funda á mótinu enda mun það styrkja bæði nýsköpunarfyrirtæki og opinberar stofnanir. Nýsköpunarmót verður haldið að nýju á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Aukin áhersla og áhugi er á nýsköpun innan opinbera geirans. Til þess að auka verðmætasköpun í samfélaginu og fara af krafti inn í fjórðu iðnbyltinguna þarf að ýta undir og styrkja nýsköpun af hendi hins opinbera. Ávinningur af samtali milli opinberra aðila og frumkvöðlafyrirtækja við þróun á lausnum getur verið gríðarlegur, bæði fyrir frumkvöðulinn og ekki síst fyrir samfélagið. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið stóðu fyrir svokölluðu Nýsköpunarmóti opinberra aðila og fyrirtækja á síðasta ári. Markmiðið með mótinu var að auka enn frekar nýsköpun í opinberum rekstri og koma á samtali milli opinberra stofnana og fyrirtækja. Hvernig virkar Nýsköpunarmót? Rúmlega hundrað manns mættu á Nýsköpunarmótið þar sem samtals 230 örfundir fóru fram. Hver fundur nýsköpunarfyrirtækis og opinberrar stofnunar stóð yfir í 15 mínútur. Alls 26 opinberar stofnanir tóku þátt í mótinu, þar á meðal Landspítalinn, Landhelgisgæslan, Byggðastofnun og Lögreglan. Sum fyrirtæki nýttu einnig tækifærið og hittu önnur fyrirtæki með hugsanlegt samstarf í huga. Svokallað pörunarform (e. match making) var notað til að koma fundunum á, en þá skrá þátttakendur prófíl sinn eða lýsingu á vefsvæði og bóka í kjölfarið fundi með aðilum sem vekja áhuga. Einstaklega góð stemming var á mótinu að mati allra sem að því komu. Nýtt á þessu ári Í framhaldi af Nýsköpunarmótinu hefur verkefnum verið fylgt skipulega eftir og meðal annars kannað hvort frekara samtal hafi átt sér stað milli aðila. Ríkiskaup sér um að leiðbeina opinberum aðilum varðandi samninga og viðmiðunarupphæðir. Vonast er til þess að sem flest árangursrík verkefni verði til í kjölfar funda á mótinu enda mun það styrkja bæði nýsköpunarfyrirtæki og opinberar stofnanir. Nýsköpunarmót verður haldið að nýju á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun