Auðjöfrar ósammála: Musk segir félagsforðun vera fasisma Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 11:27 Mark Zuckerberg og Elon Musk. Vísir/EPA Auðjöfurinn Elon Musk var harðorður gagnvart félagsforðun og útgöngubönnum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar í samtali við fjárfesta og blaðamenn eftir útgáfu ársfjórðungsuppgjörs Tesla í gær. Meðal annars sagði hann það vera fasisma og ólýðræðislegt að skipa fólki að halda sér heima. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á félagsforðun á samfélagsmiðlum og kallað eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. „Að segja að þau geti ekki yfirgefið heimili sín og þau verði handtekin geri þau það, þetta er fasismi. Þetta er ekki lýðræði, þetta er ekki frelsi, gefið fólki djöfuls frelsi þeirra aftur,“ sagði Musk samkvæmt frétt Washington Post. Hann hélt því sömuleiðis fram að verið væri að fangelsa fólk ólöglega á heimilum þeirra. Musk þurfti að loka nýrri verksmiðju Tesla í Fremont í Kaliforníu á sama tíma og verið var að auka framleiðslu á Model Y, sem talið er að muni seljast mjög vel á næstu árum. Síðasti ársfjórðungur var sá þriðji í röð þar sem Tesla skilar hagnaði. Áður en hann hóf eldræðu sína gegn félagsforðun sagði hann það að ekki væri hægt að opna verksmiðjuna á nýjan leik vegna útgöngubanns í Fremont, vera alvarlega ógn gagnvart fyrirtækinu. Það útgöngubann var nýlega framlengt. Í kjölfar símtalsins í gær sneri Musk sér að Twitter þar sem hann sagði sjúkrahús í Kaliforníu hafa verið hálftóm undanfarnar vikur. Hér má sjá tístið þar sem hann kallaði eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. Undir því svaraði hann konu sem sagði það hræðilegasta við faraldurinn vera hve auðveldlega Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir frelsi sitt til spilltra pólitíkusa. „Satt,“ sagði auðjöfurinn. FREE AMERICA NOW— Elon Musk (@elonmusk) April 29, 2020 Bandaríkin eru það land sem hefur orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 1.040.488 manns greinst með nýju kórónuveiruna og minnst 60.999 hafa dáið. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir að 2020 hefði með réttu átt að vera ár Tesla. Grunnurinn hefði verið lagður að mjög góðu ári með aukinni framleiðslu og aukinni sölu. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið í veg fyrir það og því taldi umræddur sérfræðingur skiljanlegt að Musk væri reiður. Zuckerberg hefur áhyggjur Mark Zuckerberg, einn stofnanda og forstjóri Facebook, tók þátt í samskonar símtali og Musk í gær. Hann var hins vegar á öndverðum meiði og Musk og sagðist hafa áhyggjur af tilslökunum á félagsforðun og að mögulega væri verið að gera það of snemma. Önnur útbreiðsla smita gæti hæft slæm og langvarandi áhrif á bæði heilsu fólks og stöðu fyrirtækja, samkvæmt Business Insider. Zuckerberg sagðist einnig óttast að áhrif faraldursins myndu vara lengur en fólk áttaði sig á. Forsvarsmenn Facebook sögðu faraldurinn hafa komið verulega niður á auglýsingatekjum samfélagsmiðla fyrirtækisins. Hins vegar fjölgaði notendum verulega. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tesla Facebook Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Auðjöfurinn Elon Musk var harðorður gagnvart félagsforðun og útgöngubönnum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar í samtali við fjárfesta og blaðamenn eftir útgáfu ársfjórðungsuppgjörs Tesla í gær. Meðal annars sagði hann það vera fasisma og ólýðræðislegt að skipa fólki að halda sér heima. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á félagsforðun á samfélagsmiðlum og kallað eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. „Að segja að þau geti ekki yfirgefið heimili sín og þau verði handtekin geri þau það, þetta er fasismi. Þetta er ekki lýðræði, þetta er ekki frelsi, gefið fólki djöfuls frelsi þeirra aftur,“ sagði Musk samkvæmt frétt Washington Post. Hann hélt því sömuleiðis fram að verið væri að fangelsa fólk ólöglega á heimilum þeirra. Musk þurfti að loka nýrri verksmiðju Tesla í Fremont í Kaliforníu á sama tíma og verið var að auka framleiðslu á Model Y, sem talið er að muni seljast mjög vel á næstu árum. Síðasti ársfjórðungur var sá þriðji í röð þar sem Tesla skilar hagnaði. Áður en hann hóf eldræðu sína gegn félagsforðun sagði hann það að ekki væri hægt að opna verksmiðjuna á nýjan leik vegna útgöngubanns í Fremont, vera alvarlega ógn gagnvart fyrirtækinu. Það útgöngubann var nýlega framlengt. Í kjölfar símtalsins í gær sneri Musk sér að Twitter þar sem hann sagði sjúkrahús í Kaliforníu hafa verið hálftóm undanfarnar vikur. Hér má sjá tístið þar sem hann kallaði eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. Undir því svaraði hann konu sem sagði það hræðilegasta við faraldurinn vera hve auðveldlega Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir frelsi sitt til spilltra pólitíkusa. „Satt,“ sagði auðjöfurinn. FREE AMERICA NOW— Elon Musk (@elonmusk) April 29, 2020 Bandaríkin eru það land sem hefur orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 1.040.488 manns greinst með nýju kórónuveiruna og minnst 60.999 hafa dáið. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir að 2020 hefði með réttu átt að vera ár Tesla. Grunnurinn hefði verið lagður að mjög góðu ári með aukinni framleiðslu og aukinni sölu. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið í veg fyrir það og því taldi umræddur sérfræðingur skiljanlegt að Musk væri reiður. Zuckerberg hefur áhyggjur Mark Zuckerberg, einn stofnanda og forstjóri Facebook, tók þátt í samskonar símtali og Musk í gær. Hann var hins vegar á öndverðum meiði og Musk og sagðist hafa áhyggjur af tilslökunum á félagsforðun og að mögulega væri verið að gera það of snemma. Önnur útbreiðsla smita gæti hæft slæm og langvarandi áhrif á bæði heilsu fólks og stöðu fyrirtækja, samkvæmt Business Insider. Zuckerberg sagðist einnig óttast að áhrif faraldursins myndu vara lengur en fólk áttaði sig á. Forsvarsmenn Facebook sögðu faraldurinn hafa komið verulega niður á auglýsingatekjum samfélagsmiðla fyrirtækisins. Hins vegar fjölgaði notendum verulega.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tesla Facebook Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent