FIBA: Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 14:30 Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason á mjög ótrúlega en um leið mjög áhugaverða sögu þegar kemur að uppgöngu hans inn á körfuboltavellinum. Tryggvi Snær Hlinason er nú atvinnumaður hjá spænska félaginu Zaragoza og algjör lykilmaður í íslenska körfuboltalandsliðinu. Það eru ekki mörg ár síðan að hann hafði aldrei komið á körfuboltaæfingu og var bara bóndasonur á Svartárkoti í Bárðardal. Saga Tryggva var tilefni fyrir Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, til að setja saman myndband á samfélagsmiðla sína en það má sjá hér fyrir neðan þar sem er farið yfir það að strákurinn fór á aðeins þremur árum frá því að vera strákur í litlu þorpi á Íslandi í það að spila körfubolta fyrir framan þúsundir manns. watch on YouTube Í þessu skemmtilega myndbandi er farið yfir það hversu stuttan tíma það tók Tryggva að fara frá því að mæta á fyrstu körfuboltaæfinguna í það að spila með liði í Eurolegue. „Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt,“ segir meðal annars í myndbandinu um Tryggva. Tryggvi hóf ferilinn með Þór Akureyri og spilaði þrjú tímabil með liðinu. Aðeins það síðasta var í úrvalsdeildinni en Tryggvi var þá með 11,6 stig, 8,1 frákast og 2,7 varin skot að meðaltali í Domino´s deildinni þar sem Þórsliðið komst í úrslitakeppnina. Tryggvi fór út í atvinnumennsku haustið 2017 eftir að hafa slegið í gegnum með íslenska 20 ára landsliðinu á EM U-20 um sumarið þar sem Ísland náði áttunda sæti og Tryggvi var valin í lið mótsins. Tryggvi skilaði þá 16,1 stigi, 11,6 fráköst, 3,1 vörðu skoti og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í úrslitakeppni Evrópumótsins. Tryggvi gekk til liðs við Basket Zaragoza í júlí 2019 og gerði þá þriggja ára samning við spænska liðið. Tryggvi hefur gert góða hluti með liðinu i vetur en Zaragoza komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og var í þriðja sæti spænsku deildarinnar á eftir Barcelona og Real Madrid þegar keppni var hætt vegna COVID-19. Körfubolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason á mjög ótrúlega en um leið mjög áhugaverða sögu þegar kemur að uppgöngu hans inn á körfuboltavellinum. Tryggvi Snær Hlinason er nú atvinnumaður hjá spænska félaginu Zaragoza og algjör lykilmaður í íslenska körfuboltalandsliðinu. Það eru ekki mörg ár síðan að hann hafði aldrei komið á körfuboltaæfingu og var bara bóndasonur á Svartárkoti í Bárðardal. Saga Tryggva var tilefni fyrir Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, til að setja saman myndband á samfélagsmiðla sína en það má sjá hér fyrir neðan þar sem er farið yfir það að strákurinn fór á aðeins þremur árum frá því að vera strákur í litlu þorpi á Íslandi í það að spila körfubolta fyrir framan þúsundir manns. watch on YouTube Í þessu skemmtilega myndbandi er farið yfir það hversu stuttan tíma það tók Tryggva að fara frá því að mæta á fyrstu körfuboltaæfinguna í það að spila með liði í Eurolegue. „Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt,“ segir meðal annars í myndbandinu um Tryggva. Tryggvi hóf ferilinn með Þór Akureyri og spilaði þrjú tímabil með liðinu. Aðeins það síðasta var í úrvalsdeildinni en Tryggvi var þá með 11,6 stig, 8,1 frákast og 2,7 varin skot að meðaltali í Domino´s deildinni þar sem Þórsliðið komst í úrslitakeppnina. Tryggvi fór út í atvinnumennsku haustið 2017 eftir að hafa slegið í gegnum með íslenska 20 ára landsliðinu á EM U-20 um sumarið þar sem Ísland náði áttunda sæti og Tryggvi var valin í lið mótsins. Tryggvi skilaði þá 16,1 stigi, 11,6 fráköst, 3,1 vörðu skoti og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í úrslitakeppni Evrópumótsins. Tryggvi gekk til liðs við Basket Zaragoza í júlí 2019 og gerði þá þriggja ára samning við spænska liðið. Tryggvi hefur gert góða hluti með liðinu i vetur en Zaragoza komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og var í þriðja sæti spænsku deildarinnar á eftir Barcelona og Real Madrid þegar keppni var hætt vegna COVID-19.
Körfubolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Sjá meira